Fótbolti

Hetjan Simon Kjær

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Simon Kjaer [miðja] og Kasper Schmeichel [markvörður Dana] ræða við  Sabrinu Kvist Jensen [kærustu Eriksen] eftir atvikið í dag.
Simon Kjaer [miðja] og Kasper Schmeichel [markvörður Dana] ræða við  Sabrinu Kvist Jensen [kærustu Eriksen] eftir atvikið í dag. EPA-EFE/Wolfgang Rattay

Simon Kjær, fyrirliði Dana, sýndi mikla yfirvegun og í raun hetjudáð er Christian Eriksen, liðsfélagi hans, hné niður og missti meðvitund í leik Danmerkur og Finnlands á Parken fyrr í dag.

Leikurinn var í járnum þegar Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn var samstundis stöðvaður og ljóst var að ekki væri í lagi með Eriksen. Kjær var snöggur til og tókst að koma í veg fyrir að Eriksen myndi gleypa tungu sína áður en sjúkraliðar komust að Eriksen.

Þá skorðaði Kjær liðsfélaga sinn rétt af ásamt því að tala við konu hans er hún kom tárvot inn á völlinn.

Eriksen var kominn til meðvitundar er hann var borinn af velli og skömmu síðar var staðfest að líðan hans væri stöðug. Eflaust má þakka Kjær fyrir það.

Leikur Danmerkur og Finnlands var flautaður á að nýju klukkan 18.30 eftir samtal Evrópska knattspyrnusambandsins við leikmenn beggja liða.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.


Tengdar fréttir

Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld

Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30.

Stuðnings­yfir­lýsingum rignir yfir Erik­sen

Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins sem hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í dag, er með meðvitund og getur talað. Hann er nú staddur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.

Eng­land frestar blaða­manna­fundi sínum

Enska landsliðið hefur aflýst blaðamannafundi sínum sem átti að hefjast klukkan 18.30. Ástæðan er sú að forráðamenn enska landsliðsins sáu sér ekki fært að tala við fjölmiðla eftir það sem kom fyrir Christian Eriksen fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×