Fótbolti

Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leiknum fyrr í dag.
Úr leiknum fyrr í dag. EPA-EFE/Friedemann Vogel

Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30.

Staðan var markalaus ndir lok fyrri hálfleiks í leik Danmerkur og Finnlands þegar hinn 29 ára gamli  Eriksen hneig niður í grasið er enginn var í kringum hann.

Kallað var strax á sjúkraliða er Erikson virtist meðvitundarlaus. Simon Kjær, fyrirliði Dana, sást reyna grípa um tungu Eriksen svo hann myndi ekki gleypa hana þar sem hann lá á vellinum.

Í kjölfarið komu sjúkraliðarnir inn á og svo var Eriksen hnoðaður. Hann var með meðvitund er hann var borinn af velli og nú er ljóst að líðan hans er stöðug.

Leikurinn verður kláraður í kvöld og fer að nýju af stað klukkan 18.30. Var það ákvörðun leikmanna að klára leikinn í dag.

Er leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport 2 og svo í opinni dagskrá á Stöð 2 Vísi sem er aðgengileg á flestum myndlyklum landsins.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.