Erlent

Atten­bor­ough fundar með leið­togum G7 í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
David Attenborough mun funda með leiðtogum G7 ríkjanna í dag.
David Attenborough mun funda með leiðtogum G7 ríkjanna í dag. Getty/Jeremy Selwyn

Náttúruvísinda- og sjónvarpsmaðurinn David Attenborough mun tala á fundi G7 ríkjanna í dag. Hann hefur þegar biðlað til leiðtoga ríkjanna að grípa til drastískra aðgerða ef forðast á náttúruhamfarir. Ríkin munu ræða umhverfismál á fundi sínum í dag.

Öll G7 ríkin hafa heitið því að verða kolefnishlutlaus árið 2050 en umhverfisaðgerðasinnar segja það of seint. Rætt verður á fundi ríkjanna í dag hvernig hægt sé að hjálpa þróunarlöndum að minnka kolefnisútblástur. Þá er ráðgert að ríkin innleiði stífa stefnu um sniðgöngu kolaorkuvera.

Attenborough varaði við því á dögunum að mannfólkið sé við það að koma öllu lífríki jarðarinnar úr jafnvægi. Þá hefur hann beint því að leiðtogum G7 að þeir þurfi að taka eina mikilvægustu ákvörðun mannkynssögunnar á fundi sínum.

Umhverfismál hafa verið í brennidepli á fundi ríkjanna. Talið er að leiðtogarnir muni samþykkja alþjóðlega stefnu um minnkun útblásturs frá samgöngum, landbúnaði og framleiðslu.

Umhverfisaðgerðasinnasamtökin Extinction Rebellion blésu til kröfugöngu í St. Ives í Cornwall á Bretlandi í fyrradag, þar sem fundurinn fer fram. Tilgangur kröfugöngunnar var að vekja athygli leiðtoga ríkjanna á loftslagsvánni.

„G7 leiðtogarnir verða að vita að óljós loforð duga ekki til. Við þurfum stefnumörkun, við þurfum áætlanir, við þurfum lagasetningu og við þurfum tafarlausar og brýnar aðgerðir,“ sagði Melissa Carrington, talsmaður Extinction Rebellion, í samtali við Deutsche Welle.


Tengdar fréttir

Loftlagsmótmæli við G7 leiðtogafundinn

Umhverfisverndarsamtökin Extinction rebellion blésu í gær til fjölmennra mótmæla í Cornwall þar sem leiðtogafundur G7 ríkjanna fer fram um helgina.

G7 ríkin mynda banda­lag gegn Kína

Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.