Fótbolti

BBC biðst af­sökunar á að hafa sýnt Erik­sen á vellinum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Leikmenn danska landsliðsins mynduðu skjaldborg í kring um Eriksen þegar hann var borinn út af vellinum.
Leikmenn danska landsliðsins mynduðu skjaldborg í kring um Eriksen þegar hann var borinn út af vellinum. Getty/Friedemann Voge

Breska ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á því að hafa haldið áfram útsendingu frá fótboltavellinum í Kaupmannahöfn eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður í leik gegn Finnum á Evrópumeistaramótinu.

Breska ríkisútvarpið hefur sætt harðri gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir að hafa sérstaklega beint myndavélinni að Eriksen og myndað endurlífgunartilraunir. Þá beindu myndatökumennirnir myndavélunum sérstaklega að Sabrinu Kvist Jensen, kærustu Eriksen, sem horfði á hryllinginn grátandi.

„Við biðjum alla þá, sem fóru í uppnám vegna myndanna, afsökunar,“ sagði talsmaður BBC í samtali við danska ríkisútvarpið.

Streymisveitan Viaplay sýndi sama myndefnið, en um er að ræða streymi á vegum UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu. Kim Mikkelsen, yfirmaður íþróttadeildar Nent Group, móðurfélags Viaplay, sagði á Twitter í gær að í sumum tilvikum hafi myndavélar UEFA farið of nálægt og að Viaplay hefði viljað sleppa því að sýna myndefnið.


Tengdar fréttir

Þjálfari Dan­merkur: Fengum tvo val­mögu­leika

Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks.

Stuðnings­yfir­lýsingum rignir yfir Erik­sen

Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins sem hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í dag, er með meðvitund og getur talað. Hann er nú staddur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×