Erlent

Laus eftir níu ár í fangelsi fyrir þungunar­rof

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sara Rogel gengur hér út úr fangelsinu eftir níu ára vist.
Sara Rogel gengur hér út úr fangelsinu eftir níu ára vist. EPA-EFE/MIGUEL LEMUS

Sara Rogel, sem var dæmd í þrjátíu ára fangelsi í El Salvador fyrir að hafa rofið þungun, hefur losnað úr fangelsi eftir níu ár á bak við lás og slá. Þungunarrofslög í El Salvador eru meðal ströngustu þungunarrofslöggjafa í heiminum.

Rogel var aðeins tuttugu ára gömul þegar hún var handtekin árið 2012 eftir að hún var flutt á sjúkrahús vegna mikilla blæðinga. Hún sagðist hafa dottið á heimili sínu og særst við það en hún var ákærð og sakfelld fyrir morð.

Í janúar síðastliðnum var dómurinn mildaður í tíu ár og hefur hún nú losnað á reynslulausn.

Þungunarrofslöggjöfin í El Salvador er meðal þeirra ströngustu í heiminum. Hvorki er hægt að fá undanþágu fyrir þungunarrofi vegna nauðgunar né ef líf móður er í hættu. Ríkið er mjög íhaldssamt og langflestir íbúar kaþólskir.

Tugir kvenna hafa verið fangelsaðar vegna dauða fósturs, jafnvel í málum þar sem konurnar hafa haldið því fram að fósturlát hafi átt sér stað eða að barnið hafi fæðst andvana.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×