Íslenski boltinn

Mörk Vals og Víkings: Markvörðurinn mættur fram þegar Hansen jafnaði

Sindri Sverrisson skrifar
Víkingar mynduðu góða hrúgu þegar þeir fögnuðu Nikolaj Hansen og stiginu sem hann tryggði þeim gegn Íslandsmeisturum Vals.
Víkingar mynduðu góða hrúgu þegar þeir fögnuðu Nikolaj Hansen og stiginu sem hann tryggði þeim gegn Íslandsmeisturum Vals. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Það var dramatík á Hlíðarenda í gærkvöld þegar Valur og Víkingur mættust í toppslag einu taplausu liðanna í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Mörkin úr leiknum má nú sjá hér á Vísi.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli og eru því áfram taplaus en Valsmenn eru með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar, með 17 stig eftir sjö leiki.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Klippa: Mörkin úr leik Vals og Víkings

Færeyingurinn Kaj Leo í Bartalsstovu kom Val yfir með sínu fyrsta marki í sumar, með glæsilegu skoti eftir skyndisókn á 57. mínútu.

Víkingar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin og þjálfarinn Arnar Gunnlaugsson sendi meðal annars miðvörðinn Sölva Geir Ottesen inn á til að skalla boltann í fremstu víglínu.

Seint í uppbótartíma leiksins fékk Víkingur svo hornspyrnu og þá hljóp jafnvel markvörðurinn Þórður Ingason fram. Með alla sína menn í eða við vítateiginn náðu Víkingar að jafna, þegar Nikolaj Hansen skoraði sitt fimmta mark í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×