Enski boltinn

Wijnaldum hættur við að fara til Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Georginio Wijnaldum fagnar Englandsmeistaratitli Liverpool með þeim Joe Gomez og Virgil van Dijk.
Georginio Wijnaldum fagnar Englandsmeistaratitli Liverpool með þeim Joe Gomez og Virgil van Dijk. EPA-EFE/Phil Noble

Liverpool miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum endar ekki sem liðsfélagi Lionel Messi eins og flestir héldu. Hann spilar í Frakkklandi á næsta tímabili.

Liverpool miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum endar ekki sem liðsfélagi Lionel Messi eins og flestir héldu. Hann spilar í Frakkklandi á næsta tímabili.

Erlendir miðlar segja frá því að Wijnaldum ætli að skrifa undir samning við franska stórliðið Paris Saint-Germain en hann kemur þangað á frjálsri sölu.

Þessi þrítugi hollenski landsliðsmaður var í fimm ár hjá Liverpool sem keypti hann á sínum tíma frá Newcastle. Leikmaðurinn rann út á samning hjá Liverpool í sumar.

Paris Saint-Germain er sagt hafa stolið Wijnaldum frá Barcelona með því að bjóða honum betri samning. Það skipti líka máli að hann er að fara að spila undir stjórn Mauricio Pochettino.

BBC er einn af þeim miðlum sem segir frá þessari ákvörðun Wijnaldum en leikmaðurinn er þó ekki búinn að skrifa undir.

„Skúbbarinn“ Fabrizio Romano segir frá því að PSG hafi tvöfaldað launin sem hann átti að fá hjá Barcelona og að Pochettino hafi hringt margoft í hann.

Wijnaldum er nú með hollenska landsliðinu sem er að undirbúa sig fyrir EM alls staðar.

Wijnaldum spilaði alls 237 leiki fyrir Liverpool og vann bæði Meistaradeildina og varð enskur meistari með félaginu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.