Segir Henderson ekki eiga að fara á EM: „Verður hann með spilagaldra?“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2021 08:00 Jordan Henderson er mikilvægur enska landsliðinu sem leiðtogi að mati landsliðsþjálfarans Gareths Southgate. Getty/Stu Forster Roy Keane botnar ekkert í því að varafyrirliði Englands, Jordan Henderson, skuli vera í enska EM-hópnum þrátt fyrir að hafa ekki getað spilað með Liverpool síðan í febrúar vegna meiðsla. Englendingar hafa gert eina breytingu á hópnum sínum vegna meiðsla. Ben White kemur inn í 26 manna EM-hópinn í stað Trents Alexander-Arnold sem meiddist í 1-0 sigri á Austurríki síðasta miðvikudag. Henderson lék sínar fyrstu mínútur síðan hann meiddist þegar hann kom inn á í upphafi seinni hálfleiks í 1-0 sigri Englands á Rúmeníu í vináttulandsleik í gær. Keane segir alveg ljóst að Henderson sé ekki klár í slaginn á EM þar sem fyrsti leikur Englands er stórleikur við Króatíu á sunnudaginn. „Ég var viss um að Jordan myndi spila um daginn. Ég tel að þetta valdi mikilli truflun – hann er augljóslega ekki tilbúinn,“ sagði Keane í þætti á ITV Sport. „Mér finnst að hann ætti ekki að vera valinn í hópinn. Ef hann gat ekki byrjað á móti Rúmeníu þá er hann ekki tilbúinn. Sá leikur var hvorki líkamlega né andlega svo erfiður fyrir hann, svo reynslumikinn leikmann. Hann er ekki búinn að sparka í bolta í þrjá og hálfan mánuð en er á leiðinni á EM? Það getur ekki passað,“ sagði Keane. Vill örugglega ekki vera þarna sem klappstýra Marcus Rashford skoraði sigurmark Englands úr víti í gær. Hann var farinn af velli þegar England fékk aðra vítaspyrnu sem Henderson tók en klúðraði. Gareth Southgate, þjálfari Englands, sagðist hafa búist við að Dominic Calvert-Lewin myndi taka vítið og að næst myndi hann skipa fyrir um hver tæki vítið. Southgate hefur hins vegar lýst því hve mikilvægur Henderson sé sem leiðtogi fyrir enska hópinn. Keane lætur sér fátt um finnast. „Ég hef heyrt ýmsa segja að þeir vilji hafa hann á svæðinu. Til hvers? Verður hann með spilagaldra? Tekur hann lagið? Sér hann um spurningakeppni á kvöldin? Hvað gerir hann? Þetta er ekki til að gleðja Liverpool heldur. Jordan vill alveg örugglega ekki vera á svæðinu sem einhvers konar klappstýra. Menn vilja spila og hann er greinilega ekki klár í slaginn,“ sagði Keane. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Sjá meira
Englendingar hafa gert eina breytingu á hópnum sínum vegna meiðsla. Ben White kemur inn í 26 manna EM-hópinn í stað Trents Alexander-Arnold sem meiddist í 1-0 sigri á Austurríki síðasta miðvikudag. Henderson lék sínar fyrstu mínútur síðan hann meiddist þegar hann kom inn á í upphafi seinni hálfleiks í 1-0 sigri Englands á Rúmeníu í vináttulandsleik í gær. Keane segir alveg ljóst að Henderson sé ekki klár í slaginn á EM þar sem fyrsti leikur Englands er stórleikur við Króatíu á sunnudaginn. „Ég var viss um að Jordan myndi spila um daginn. Ég tel að þetta valdi mikilli truflun – hann er augljóslega ekki tilbúinn,“ sagði Keane í þætti á ITV Sport. „Mér finnst að hann ætti ekki að vera valinn í hópinn. Ef hann gat ekki byrjað á móti Rúmeníu þá er hann ekki tilbúinn. Sá leikur var hvorki líkamlega né andlega svo erfiður fyrir hann, svo reynslumikinn leikmann. Hann er ekki búinn að sparka í bolta í þrjá og hálfan mánuð en er á leiðinni á EM? Það getur ekki passað,“ sagði Keane. Vill örugglega ekki vera þarna sem klappstýra Marcus Rashford skoraði sigurmark Englands úr víti í gær. Hann var farinn af velli þegar England fékk aðra vítaspyrnu sem Henderson tók en klúðraði. Gareth Southgate, þjálfari Englands, sagðist hafa búist við að Dominic Calvert-Lewin myndi taka vítið og að næst myndi hann skipa fyrir um hver tæki vítið. Southgate hefur hins vegar lýst því hve mikilvægur Henderson sé sem leiðtogi fyrir enska hópinn. Keane lætur sér fátt um finnast. „Ég hef heyrt ýmsa segja að þeir vilji hafa hann á svæðinu. Til hvers? Verður hann með spilagaldra? Tekur hann lagið? Sér hann um spurningakeppni á kvöldin? Hvað gerir hann? Þetta er ekki til að gleðja Liverpool heldur. Jordan vill alveg örugglega ekki vera á svæðinu sem einhvers konar klappstýra. Menn vilja spila og hann er greinilega ekki klár í slaginn,“ sagði Keane. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Sjá meira