Erlent

Segja leiðtoga Boko Haram hafa framið sjálfsvíg

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Boko Haram slepptu um 300 drengjum í desember sl. eftir að hafa rænt þeim úr skóla í Kankara í Nígeríu.
Boko Haram slepptu um 300 drengjum í desember sl. eftir að hafa rænt þeim úr skóla í Kankara í Nígeríu. epa

Fullyrt er að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna illræmdu Boko Haram í Nígeríu sé látinn.

Þetta segja menn úr klofningssamtökunum ISWAP í yfirlýsingu en þeir fullyrða að leiðtoginn, Abubakar Shekau, hafi framið sjálfsmorð í þann mund sem árás ISWAP á búðir Boko Haram var að bera árangur. 

Þetta er hinsvegar hvorki í fyrsta né annað skiptið sem Abukakar hefur verið sagður dáinn og hvorki Boko Haram né nígerísk yfirvöld hafa viljað staðfesta fregnirnar. 

Abubakar Shekau tók við stjórnartaumunum í Boko Haram árið 2009 eftir að stofnandi samtakanna dó í haldi lögreglu. Síðan hafa samtökunum vaxið ásmegin mjög og hafa hrottalegar aðferðir þeirra vakið óhug um allan heim. 

Þá hafa samtökin staðið að baki fjölmennum mannránum þar sem skólabörnum hefur verið rænt og þau hneppt í þrældóm.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×