Innlent

Sóttkvíarbrjótar komu til landsins daginn áður en þeir létu greipar sópa í Smáralind

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Sóttkvíarbrjótarnir létu greipar sópa í Smáralind. Við húsleit fundust á fimmta tug muna, svo sem ilmvötn og fatnaður.
Sóttkvíarbrjótarnir létu greipar sópa í Smáralind. Við húsleit fundust á fimmta tug muna, svo sem ilmvötn og fatnaður. Vísir/Vilhelm

Karl og kona sem áttu að vera í sóttkví voru handtekin fyrir þjófnað úr verslunum í Smáralind. Þau komu frá Lettlandi deginum áður samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá hlaut lögreglumaður áverka á kinnbeini í átökum við karlmann á þrítugsaldri sem virti ekki reglur um sóttkví í gær.

Greint var frá báðum málum í dagbók lögreglu í morgun.

Karlmaður og kona á þrítugsaldri voru handtekin í Smáralind fyrir viðamikinn þjófnað í gær. Fólkið, sem er frá Lettlandi, hafði komið hingað til lands deginum áður og átti því að vera í sóttkví. Síðar var kona á þrítugsaldri handtekin við húsleit sem gerð var í tengslum við málið. Alls fundust á fimmta tug muna, meðal annars ilmvötn og fatnaður.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er til rannsóknar hvort að þremenningarnir hafi komið hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að stela.

Þá var lögregla í Hafnarfirði var kölluð til í gærkvöldi vegna írasks karlmanns á þrítugsaldri sem hélt sig ekki inni í herbergi þar sem hann átti að vera í sóttkví. Þegar lögreglan mætti á staðinn til þess að flytja manninn í sóttvarnarhús, veittist hann að lögreglumönnunum. Lögreglumenn beittu á endanum varnarúða til að yfirbuga hann.

Einn lögreglumaður þurfti að leita á slysadeild vegna áverka sem hann hlaut á kinnbeini eftir manninn.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×