Biden lengir bannlista Trumps Árni Sæberg skrifar 4. júní 2021 17:03 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden undirritaði í gær forsetatilskipun þess efnis að fleiri kínverskum fyrirtækjum verði bætt á lista yfir fyrirtæki sem Bandaríkjamenn mega ekki fjárfesta í. Forveri Bidens, Donald Trump, setti bann á fjárfestingar Bandaríkjamanna í kínverskum fyrirtækjum í nóvember síðastliðnum. Upphaflega voru 31 fyrirtæki á listanum en nú hefur Biden bætt 28 fyrirtækjum á listann sem telur nú 59. Biden vísar til hættu á njósnabrölti kínverskra stjórnvalda sem réttlætingu fyrir banninu. „Ákvörðunin heimilar Bandaríkjunum að banna, með hnitmiðuðum og nákvæmum hætti, bandaríska fjárfestingu í kínverskum fyrirtækjum sem grafa undan öryggi eða lýðræðislegum gildum Bandaríkjanna og bandamanna okkar,“ segir í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu. Kínverjar fordæma aðgerðirnar Wang Wenbin, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, segir kínversk stjórnvöld mótmæla ákvörðuninni harðlega. Hún komi ekki einungis niður á lögvörðum réttindum og hagsmunum kínverskra fyrirtækja heldur einnig fjárfesta um allan heim. Þá segir hann Bandaríkin hafa með tilskipuninni bælt og hamlað kínversk fyrirtæki á óvæginn máta. Viðbúið að Biden héldi stefnu Trumps Rýnendur í alþjóðastjórnmál segja þessa tilskipun Bidens ekki koma á óvart. Viðbúið hafi verið að hann héldi sömu stefnu og Trump gagnvart Kína, allavega hvað varðar tækni og viðskipti. Þó megi búast við að Biden viðhaldi heilbrigðari samskiptum við Kína en forveri hann gerði. Yfirvöld í Peking tilkynntu á fimmtudag að þau ættu nú í „venjulegum samskiptum“ við Bandaríkin. Þar vísa þau til nýlegra viðræðna varaforsætisráðherra Kína, Liu He, og Janet Yellen, seðlabankastjóra Bandaríkjanna. He lýsir Yellen sem „faglegri, heiðarlegri og uppbyggilegri.“ Það er greinilega viðmót sem hann upplifði ekki í forsetatíð Donalds Trump. Bandaríkin Kína Joe Biden Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Forveri Bidens, Donald Trump, setti bann á fjárfestingar Bandaríkjamanna í kínverskum fyrirtækjum í nóvember síðastliðnum. Upphaflega voru 31 fyrirtæki á listanum en nú hefur Biden bætt 28 fyrirtækjum á listann sem telur nú 59. Biden vísar til hættu á njósnabrölti kínverskra stjórnvalda sem réttlætingu fyrir banninu. „Ákvörðunin heimilar Bandaríkjunum að banna, með hnitmiðuðum og nákvæmum hætti, bandaríska fjárfestingu í kínverskum fyrirtækjum sem grafa undan öryggi eða lýðræðislegum gildum Bandaríkjanna og bandamanna okkar,“ segir í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu. Kínverjar fordæma aðgerðirnar Wang Wenbin, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, segir kínversk stjórnvöld mótmæla ákvörðuninni harðlega. Hún komi ekki einungis niður á lögvörðum réttindum og hagsmunum kínverskra fyrirtækja heldur einnig fjárfesta um allan heim. Þá segir hann Bandaríkin hafa með tilskipuninni bælt og hamlað kínversk fyrirtæki á óvæginn máta. Viðbúið að Biden héldi stefnu Trumps Rýnendur í alþjóðastjórnmál segja þessa tilskipun Bidens ekki koma á óvart. Viðbúið hafi verið að hann héldi sömu stefnu og Trump gagnvart Kína, allavega hvað varðar tækni og viðskipti. Þó megi búast við að Biden viðhaldi heilbrigðari samskiptum við Kína en forveri hann gerði. Yfirvöld í Peking tilkynntu á fimmtudag að þau ættu nú í „venjulegum samskiptum“ við Bandaríkin. Þar vísa þau til nýlegra viðræðna varaforsætisráðherra Kína, Liu He, og Janet Yellen, seðlabankastjóra Bandaríkjanna. He lýsir Yellen sem „faglegri, heiðarlegri og uppbyggilegri.“ Það er greinilega viðmót sem hann upplifði ekki í forsetatíð Donalds Trump.
Bandaríkin Kína Joe Biden Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira