Segir Delta afbrigðið 30 til 100 prósent meira smitandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. júní 2021 09:00 Það er komið sumar í Breta en faraldurinn er þó hvergi nærri yfirstaðinn. epa/Andy Rain Hið svokallaða Delta-afbrigði kórónuveirunnar SARS-CoV-2, áður kennt við Indland, er 30 til 100 prósent meira smitandi en Alfa-afbrigðið, áður kennt við Bretland. Þetta segir einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum. Neil Ferguson, sem er prófessor í smitsjúkdómafræðum við Imperial College London, sagði í samtali við Today á BBC Radio 4 að Delta-afbrigðið virtist um það bil 60 prósent meira smitandi en Alfa-afbrigðið en sagði hlutfallið 30 til 100 prósent eftir því hvernig gögnin væru túlkuð. Ferguson sagði að tilfelli Delta-afbrigðisins tvöfölduðust á níu daga fresti víðast hvar í landinu en sagði enn óvíst hvaða áhrif fjölgunin hefði á sjúkrahúsinnlagnir. Þá sagði hann einnig óljóst hversu vel bóluefni virkuðu gegn afbrigðinu, en það myndi hafa úrslitaáhrif á umfang mögulegrar þriðju bylgju faraldursins á Bretlandseyjum. Bretar bíða þess nú í ofvæni að vita hvort áætlun stjórnvalda um að aflétta sóttvarnaaðgerðum 21. júní næstkomandi gengur eftir. Forsætisráðherrann Boris Johnson er sagður nokkuð bjartsýnn en Guardian hefur eftir heimildarmanni í forsætisráðuneytinu að næstu dagar muni skera úr um áhrif afléttinganna 17. maí síðastliðinn. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock segir teikn á lofti um að bólusetningar væru að hafa þau áhrif að færri smitaðir væru að leggjast inn á sjúkrahús. Talsmenn bresku ferðaþjónustunnar hafa brugðist haraklega við ákvörðun yfirvalda um að færa Portúgal af lista yfir „græn“ ríki og segja hana setja ferðasumarið í uppnám. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
Neil Ferguson, sem er prófessor í smitsjúkdómafræðum við Imperial College London, sagði í samtali við Today á BBC Radio 4 að Delta-afbrigðið virtist um það bil 60 prósent meira smitandi en Alfa-afbrigðið en sagði hlutfallið 30 til 100 prósent eftir því hvernig gögnin væru túlkuð. Ferguson sagði að tilfelli Delta-afbrigðisins tvöfölduðust á níu daga fresti víðast hvar í landinu en sagði enn óvíst hvaða áhrif fjölgunin hefði á sjúkrahúsinnlagnir. Þá sagði hann einnig óljóst hversu vel bóluefni virkuðu gegn afbrigðinu, en það myndi hafa úrslitaáhrif á umfang mögulegrar þriðju bylgju faraldursins á Bretlandseyjum. Bretar bíða þess nú í ofvæni að vita hvort áætlun stjórnvalda um að aflétta sóttvarnaaðgerðum 21. júní næstkomandi gengur eftir. Forsætisráðherrann Boris Johnson er sagður nokkuð bjartsýnn en Guardian hefur eftir heimildarmanni í forsætisráðuneytinu að næstu dagar muni skera úr um áhrif afléttinganna 17. maí síðastliðinn. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock segir teikn á lofti um að bólusetningar væru að hafa þau áhrif að færri smitaðir væru að leggjast inn á sjúkrahús. Talsmenn bresku ferðaþjónustunnar hafa brugðist haraklega við ákvörðun yfirvalda um að færa Portúgal af lista yfir „græn“ ríki og segja hana setja ferðasumarið í uppnám.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira