Erlent

Fyrsta skemmti­ferða­skipið frá upp­hafi far­aldursins leggur að bryggju í Fen­eyjum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fyrsta skemmtiferðaskipið hefur lagt að bryggju í Feneyjum frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á, þrátt fyrir að slík skip megi ekki koma nálægt miðborg Feneyja.
Fyrsta skemmtiferðaskipið hefur lagt að bryggju í Feneyjum frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á, þrátt fyrir að slík skip megi ekki koma nálægt miðborg Feneyja. EPA-EFE/ANDREA MEROLA

Fyrsta skemmtiferðaskipið hefur lagt að bryggju í Feneyjum frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á, þrátt fyrir að slík skip megi ekki koma nálægt miðborg Feneyja.

Um 650 farþegar munu ganga um borð á laugardag áður en skipið, MSC Orchestra, leggur af stað í siglingu um Miðjarðarhafið. Allir farþeganna þurfa að sýna fram á að þeir séu ekki smitaðir af Covid-19 áður en þeir ganga um borð.

Umhverfisaðgerðasinnar hafa skipulagt mótmæli vegna komu skipsins. Þeir telja hættu á að skipin risavöxnu eyði upp grunni borgarinnar sögulegu. Þá hafa andstæðingar þeirra skipulagt andstöðumótmæli og segjast fagna komu ferðamanna.

Lengi hafa verið uppi áhyggjur um neikvæð áhrif skemmtiferðaskipa á umhverfi Feneyja. Margir telja að skipin stuðli að hækkun sjávarmáls í borginni, eða öllu heldur að borgin lækki. Ýmsir heimsþekktir einstaklingar, þar á meðal Mick Jagger og Francis Ford Coppola, hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að öllum stórum skipum verði bannað að leggja að bryggju í Feneyjum.

Alls eru sautján mánuðir frá því að síðasta skemmtiferðaskip kom til Feneyja. Þá eru rétt tæp tvö ár liðin frá því að skemmtiferðaskipið MSC Opera sigldi á eina af bryggjum Feneyja.


Tengdar fréttir

Enn flæðir vatn um allt í Feneyjum

Slíkur er elgurinn að búist var við því í gær að vatnsborð myndi hækka um meira en einn og hálfan metra og færa yfirborð hins kunna Markúsartorgs í kaf.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.