Enn flæðir vatn um allt í Feneyjum Jón Þórisson skrifar 18. nóvember 2019 06:15 Vaða þarf vatnselg í Feneyjum í flóðum sem þar eru. Nordicphotos/Getty Í þriðja sinn á einni viku flæðir í Feneyjum. Slíkur er elgurinn að búist var við því í gær að vatnsborð myndi hækka um meira en einn og hálfan metra og færa yfirborð hins kunna Markúsartorgs í kaf. Borgarstjóri Feneyja, Luigi Brugnaro, fyrirskipaði á föstudag að toginu skyldi lokað fyrir allri umferð, en þar er annars aðeins leyfð umferð gangandi og hjólandi fólks. Torgið var hins vegar opnað á ný á laugardag, en í gær stefndi í að því yrði lokað aftur tímabundið, þar til flóðið sjatnar. Það eykur enn á skemmdir af völdum flóðanna að um er að ræða saltan sjó sem flæðir upp úr síkjum borgarinnar. Flóðin eru sögð vera þau mestu í borginni frá því skipulegar mælingar hófust árið 1872. Flóðin eru ekki aðeins bundin við Feneyjar því viðvaranir voru gefnar út í ítölsku borgunum Flórens og Písa. Þeim borgum er þó ekki eins hætt við flóðum og Feneyjum. Hundruð sjálfboðaliða hafa verið við störf í Feneyjum vegna flóðanna við að aðstoða íbúa borgarinnar. Þar eru mörg af kunnustu menningarverðmætum heims og er borgin á heimsminjaskrá UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að tjón af völdum flóðanna undanfarið nemi meira en einum milljarði Bandaríkjadala eða sem samsvarar yfir hundrað og tuttugu milljörðum íslenskra króna. Breska fréttablaðið Guardian greindi frá því á föstudag að héraðsstjórnin í Feneyjum hefði fellt tillögu um að sporna við loftslagsbreytingum aðeins örfáum andartökum áður en flæddi inn á skrifstofur hennar. Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Í þriðja sinn á einni viku flæðir í Feneyjum. Slíkur er elgurinn að búist var við því í gær að vatnsborð myndi hækka um meira en einn og hálfan metra og færa yfirborð hins kunna Markúsartorgs í kaf. Borgarstjóri Feneyja, Luigi Brugnaro, fyrirskipaði á föstudag að toginu skyldi lokað fyrir allri umferð, en þar er annars aðeins leyfð umferð gangandi og hjólandi fólks. Torgið var hins vegar opnað á ný á laugardag, en í gær stefndi í að því yrði lokað aftur tímabundið, þar til flóðið sjatnar. Það eykur enn á skemmdir af völdum flóðanna að um er að ræða saltan sjó sem flæðir upp úr síkjum borgarinnar. Flóðin eru sögð vera þau mestu í borginni frá því skipulegar mælingar hófust árið 1872. Flóðin eru ekki aðeins bundin við Feneyjar því viðvaranir voru gefnar út í ítölsku borgunum Flórens og Písa. Þeim borgum er þó ekki eins hætt við flóðum og Feneyjum. Hundruð sjálfboðaliða hafa verið við störf í Feneyjum vegna flóðanna við að aðstoða íbúa borgarinnar. Þar eru mörg af kunnustu menningarverðmætum heims og er borgin á heimsminjaskrá UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að tjón af völdum flóðanna undanfarið nemi meira en einum milljarði Bandaríkjadala eða sem samsvarar yfir hundrað og tuttugu milljörðum íslenskra króna. Breska fréttablaðið Guardian greindi frá því á föstudag að héraðsstjórnin í Feneyjum hefði fellt tillögu um að sporna við loftslagsbreytingum aðeins örfáum andartökum áður en flæddi inn á skrifstofur hennar.
Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent