Enn flæðir vatn um allt í Feneyjum Jón Þórisson skrifar 18. nóvember 2019 06:15 Vaða þarf vatnselg í Feneyjum í flóðum sem þar eru. Nordicphotos/Getty Í þriðja sinn á einni viku flæðir í Feneyjum. Slíkur er elgurinn að búist var við því í gær að vatnsborð myndi hækka um meira en einn og hálfan metra og færa yfirborð hins kunna Markúsartorgs í kaf. Borgarstjóri Feneyja, Luigi Brugnaro, fyrirskipaði á föstudag að toginu skyldi lokað fyrir allri umferð, en þar er annars aðeins leyfð umferð gangandi og hjólandi fólks. Torgið var hins vegar opnað á ný á laugardag, en í gær stefndi í að því yrði lokað aftur tímabundið, þar til flóðið sjatnar. Það eykur enn á skemmdir af völdum flóðanna að um er að ræða saltan sjó sem flæðir upp úr síkjum borgarinnar. Flóðin eru sögð vera þau mestu í borginni frá því skipulegar mælingar hófust árið 1872. Flóðin eru ekki aðeins bundin við Feneyjar því viðvaranir voru gefnar út í ítölsku borgunum Flórens og Písa. Þeim borgum er þó ekki eins hætt við flóðum og Feneyjum. Hundruð sjálfboðaliða hafa verið við störf í Feneyjum vegna flóðanna við að aðstoða íbúa borgarinnar. Þar eru mörg af kunnustu menningarverðmætum heims og er borgin á heimsminjaskrá UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að tjón af völdum flóðanna undanfarið nemi meira en einum milljarði Bandaríkjadala eða sem samsvarar yfir hundrað og tuttugu milljörðum íslenskra króna. Breska fréttablaðið Guardian greindi frá því á föstudag að héraðsstjórnin í Feneyjum hefði fellt tillögu um að sporna við loftslagsbreytingum aðeins örfáum andartökum áður en flæddi inn á skrifstofur hennar. Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Í þriðja sinn á einni viku flæðir í Feneyjum. Slíkur er elgurinn að búist var við því í gær að vatnsborð myndi hækka um meira en einn og hálfan metra og færa yfirborð hins kunna Markúsartorgs í kaf. Borgarstjóri Feneyja, Luigi Brugnaro, fyrirskipaði á föstudag að toginu skyldi lokað fyrir allri umferð, en þar er annars aðeins leyfð umferð gangandi og hjólandi fólks. Torgið var hins vegar opnað á ný á laugardag, en í gær stefndi í að því yrði lokað aftur tímabundið, þar til flóðið sjatnar. Það eykur enn á skemmdir af völdum flóðanna að um er að ræða saltan sjó sem flæðir upp úr síkjum borgarinnar. Flóðin eru sögð vera þau mestu í borginni frá því skipulegar mælingar hófust árið 1872. Flóðin eru ekki aðeins bundin við Feneyjar því viðvaranir voru gefnar út í ítölsku borgunum Flórens og Písa. Þeim borgum er þó ekki eins hætt við flóðum og Feneyjum. Hundruð sjálfboðaliða hafa verið við störf í Feneyjum vegna flóðanna við að aðstoða íbúa borgarinnar. Þar eru mörg af kunnustu menningarverðmætum heims og er borgin á heimsminjaskrá UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að tjón af völdum flóðanna undanfarið nemi meira en einum milljarði Bandaríkjadala eða sem samsvarar yfir hundrað og tuttugu milljörðum íslenskra króna. Breska fréttablaðið Guardian greindi frá því á föstudag að héraðsstjórnin í Feneyjum hefði fellt tillögu um að sporna við loftslagsbreytingum aðeins örfáum andartökum áður en flæddi inn á skrifstofur hennar.
Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira