Bandaríkin ætla að gefa 80 milljónir skammta í júní Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2021 18:05 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Ríkisstjórn Bandaríkjanna tilkynnti í dag að til stæði að gefa 80 milljónir skammta bóluefna til annarra ríkja í júní. Mest allt af því mun fara til COVAX-áætlunar Sameinuðu þjóðanna en hingað til hafa ríki þar sem þörfin er mikil fengið 76 milljónir skammta í gegnum áætlunina. Af fyrsta skammtinum, sem verður um 25 milljónir skammta, munu um 19 milljónir fara í gegnum COVAX til Suður- og Mið-Ameríku, Asíu og Afríku. Bandaríkin munu þó að mestu leyti ráða hvert skammtarnir fara í gegnum COVAX. Þessir 80 milljónir skammta samsvara um 75 prósentum af viðbótarskömmtum Bandaríkjanna en sá fjórðungur sem verður eftir, verður geymdur yfir neyðartilvik og í beinar gjafir til bandamanna Bandaríkjanna og annarra, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Er þar um að ræða ríki eins og Mexíkó, Kanada, Suður-Kóreu, Palestínu, Indlands, Úkraínu, Kósovó, Haítí, Georgíu, Egyptaland, Jórdaníu, Írak og Jemen. Einhverjir skammtanna munu þar að auki fara til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna. Þrýstingur á Biden hefur aukist Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í dag að svo lengi sem faraldur nýju kórónuveirunnar geisaði einhversstaðar í heiminum væru stæðu Bandaríkjamenn frammi fyrir ógn. Þessar gjafir væru liður í því að binda enda á faraldurinn og Bandaríkin ætluðu að leggja jafn mikla áherslu á alþjóðlegar bólusetningar eins og gert hefði verið innan Bandaríkjanna. Þó Bandaríkin muni að mestu ráða hvert skammtarnir fara sagði Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bidens, í dag að Bandaríkin væru ekki að skipta á bóluefnum og einhverskonar greiðum. Skömmtunum fylgdu engin skilyrði og eina markmiðið væri að hjálpa og binda enda á faraldurinn. Val ríkja myndi fara eftir ýmsum þáttum eins og þörf og fjölda bólusettra. Þrýstingur á ríkisstjórn Bidens um að deila bóluefni ríkisins með umheiminum hefur aukist verulega undanfarna mánuði. Samhliða því hefur dregið úr alvarleika faraldursins sem er að versna víða annarsstaðar. Washington Post segir meira en helming fullorðinna Bandaríkjamanna hafa fengið minnst einn skammt af bóluefni. Á heimsvísu er hlutfallið nær einum af hverjum tíu. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Af fyrsta skammtinum, sem verður um 25 milljónir skammta, munu um 19 milljónir fara í gegnum COVAX til Suður- og Mið-Ameríku, Asíu og Afríku. Bandaríkin munu þó að mestu leyti ráða hvert skammtarnir fara í gegnum COVAX. Þessir 80 milljónir skammta samsvara um 75 prósentum af viðbótarskömmtum Bandaríkjanna en sá fjórðungur sem verður eftir, verður geymdur yfir neyðartilvik og í beinar gjafir til bandamanna Bandaríkjanna og annarra, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Er þar um að ræða ríki eins og Mexíkó, Kanada, Suður-Kóreu, Palestínu, Indlands, Úkraínu, Kósovó, Haítí, Georgíu, Egyptaland, Jórdaníu, Írak og Jemen. Einhverjir skammtanna munu þar að auki fara til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna. Þrýstingur á Biden hefur aukist Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í dag að svo lengi sem faraldur nýju kórónuveirunnar geisaði einhversstaðar í heiminum væru stæðu Bandaríkjamenn frammi fyrir ógn. Þessar gjafir væru liður í því að binda enda á faraldurinn og Bandaríkin ætluðu að leggja jafn mikla áherslu á alþjóðlegar bólusetningar eins og gert hefði verið innan Bandaríkjanna. Þó Bandaríkin muni að mestu ráða hvert skammtarnir fara sagði Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bidens, í dag að Bandaríkin væru ekki að skipta á bóluefnum og einhverskonar greiðum. Skömmtunum fylgdu engin skilyrði og eina markmiðið væri að hjálpa og binda enda á faraldurinn. Val ríkja myndi fara eftir ýmsum þáttum eins og þörf og fjölda bólusettra. Þrýstingur á ríkisstjórn Bidens um að deila bóluefni ríkisins með umheiminum hefur aukist verulega undanfarna mánuði. Samhliða því hefur dregið úr alvarleika faraldursins sem er að versna víða annarsstaðar. Washington Post segir meira en helming fullorðinna Bandaríkjamanna hafa fengið minnst einn skammt af bóluefni. Á heimsvísu er hlutfallið nær einum af hverjum tíu.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira