Svandís flutti síðustu skýrsluna: Níutíu prósent verði bólusett síðar í mánuðinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júní 2021 18:30 Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum. Heilbrigðisráðherra flutti mánaðarlega skýrslu um stöðu bólusetninga og sóttvarnaráðstafana á Alþingi í dag. Skýrslurnar eru nú orðnar tíu og svör og ræður ráðherra yfir tvö hundruð talsins en segja má að þessi skýrsla hafi markað ákveðin tímamót í faraldrinum. „Það er svo hátíðleg stund hér, þar sem ég vona að þetta sé síðasta skýrslan sem ég er að gefa Alþingi um þessi mál,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, á Alþingi í dag. Enda er stefnt að þinglokum í næstu viku og kosningar á næsta leyti auk þess sem ráðherra er einungis skylt að flytja skýrslu þegar sóttvarnaraðgerðir eru í gildi. „Nú þegar hafa um sextíu prósent fullorðinna fengið í það minnsta einn skammt af bóluefni og ef áætlanir ganga eftir má gera ráð fyrir því að yfir 90% hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í síðari hluta þessa mánaðar.“ Samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda er miðað við að 75% fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis til þess að hægt verði að afnema allar takmarkanir á samkomum innanlands. Samkvæmt framgangi bólusetninga ætti það að hægt síðar í mánuðinum en núgildandi reglur renna út eftir rúmar tvær vikur. Evrópusambandið hefur samið við Pfizer um bóluefni til næstu tveggja ára og Svandís segir til skoðunar að Íslendingar fylgi því. Aðspurð um bólusetningar til framtíðar sagði Svandís að Evrópusambandið væri búið að semja við Pfizer um bóluefni á næstu tveimur árum. „Við erum tilbúin til að vera þátttakendur í því samstarfi. Við höfum þó ekki lokið skoðun á fleiri valkostum í þeim efnum. En við munum þurfa bóluefni áfram inn á árið 2022, það liggur fyrir. Það er til skoðunar að við þurfum viðbótar „boozt“ eins og það er kallað og mögulega munum við vilja bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. Þetta er allt saman til skoðunar.“ Alþingi Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra flutti mánaðarlega skýrslu um stöðu bólusetninga og sóttvarnaráðstafana á Alþingi í dag. Skýrslurnar eru nú orðnar tíu og svör og ræður ráðherra yfir tvö hundruð talsins en segja má að þessi skýrsla hafi markað ákveðin tímamót í faraldrinum. „Það er svo hátíðleg stund hér, þar sem ég vona að þetta sé síðasta skýrslan sem ég er að gefa Alþingi um þessi mál,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, á Alþingi í dag. Enda er stefnt að þinglokum í næstu viku og kosningar á næsta leyti auk þess sem ráðherra er einungis skylt að flytja skýrslu þegar sóttvarnaraðgerðir eru í gildi. „Nú þegar hafa um sextíu prósent fullorðinna fengið í það minnsta einn skammt af bóluefni og ef áætlanir ganga eftir má gera ráð fyrir því að yfir 90% hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í síðari hluta þessa mánaðar.“ Samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda er miðað við að 75% fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis til þess að hægt verði að afnema allar takmarkanir á samkomum innanlands. Samkvæmt framgangi bólusetninga ætti það að hægt síðar í mánuðinum en núgildandi reglur renna út eftir rúmar tvær vikur. Evrópusambandið hefur samið við Pfizer um bóluefni til næstu tveggja ára og Svandís segir til skoðunar að Íslendingar fylgi því. Aðspurð um bólusetningar til framtíðar sagði Svandís að Evrópusambandið væri búið að semja við Pfizer um bóluefni á næstu tveimur árum. „Við erum tilbúin til að vera þátttakendur í því samstarfi. Við höfum þó ekki lokið skoðun á fleiri valkostum í þeim efnum. En við munum þurfa bóluefni áfram inn á árið 2022, það liggur fyrir. Það er til skoðunar að við þurfum viðbótar „boozt“ eins og það er kallað og mögulega munum við vilja bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. Þetta er allt saman til skoðunar.“
Alþingi Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira