Banna prestum að misnota fullorðna Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2021 13:08 Biskuparnir Filippo Iannone (t.h.) og Juan Ignacio Arrieta Ochoa de Chinchetru kynntu breytingarnar á lögum kaþólsku kirkjunnar í dag. AP/Andrew Medichini Kynferðisbrot presta gegn fullorðnum verða nú sérstaklega bönnuð með breytingum sem Frans páfi hefur fyrirskipað á lögum kaþólsku kirkjunnar. Þá verður einnig hægt að refsa leikmönnum sem starfa fyrir kirkjuna fyrir kynferðisbrot. Lagabreytingarnar, sem eru þær umfangsmestu í fjóra áratugi, hafa verið fjórtán ár í vinnslu en Páfagarður greindi frá þeim í dag. Í hegningarlagahlut kirkjulaganna eru nú tekin af tvímæli um að fullorðið fólk geti verið fórnarlömb kynferðisofbeldis presta ef þeir misnota vald sitt yfir því. Hægt verður að svipta presta hempunni en þeir nota ofbeldi, hótanir eða misbeita valdi sínu til þess að fá sínu fram kynferðislega gegn einstkalingum, hvort sem þeir eru börn eða fullorðnir. Fram að þessu hefur kaþólska kirkjan talið kynferðislegt samband prests við fullorðna manneskju synd en að fullorðinn einstaklingur geti aldurs síns vegna hafnað samþykki fyrir því. Þá er það nú glæpur gegn kirkjulögum að prestar tæli til sín börn eða viðkvæma fullorðna einstaklinga til að þvinga þá til að taka þátt í kynferðislegu athæfi. AP-fréttastofan segir að þetta sé í fyrsta skipti sem kaþólska kirkjan geri þekkta aðferð kynferðisbrotamanna til að nálgast fórnarlömb sín ólöglega. Breytingarnar eiga einnig að gera biskupum og öðrum kirkjuleiðtogum erfiðara fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar eins og mörg dæmi eru um víða um heim. Nú verður hægt að sækja þá til saka sýni þeir af sér „saknæma vanrækslu“ eða tilkynni þeir ekki brot til kirkjuyfirvalda. Það verður þó ekki saknæmt að tilkynna brot ekki til lögreglu. Konur sjálfkrafa bannfærðar reyni þær að fá vígslu Af öðrum breytingum á kirkjulögunum má nefna að skerpt var á ákvæði sem bannar að konur séu vígðar til prests. Með breytingunum er bæði kona og sá sem reynir að vígja hana til prests sjálfkrafa bannfærð. Presturinn á jafnframt á hættu að vera sviptur hempunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kate McElwee, framkvæmdastjóri Vígsluráðs kvenna, segir þessa breytingu kirkjunnar ekki koma á óvart en að hún sé sársaukafull áminning um „feðraveldisvél“ Páfagarðs og umfangsmiklar tilraunir hans til þess að undiroka konur. Ný ákvæði um fjárglæpi er einnig að finna í kirkjulögunum en kaþólska kirkjan hefur gengið í gegnum nokkur fjármálahneyksli á undanförnum árum. Er nú fjallað í lögunum um fjárdrátt úr sjóðum kirkjunnar og vanrækslu í umsjón með fjármunum og eignum hennar. Trúmál Páfagarður Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Prestar í uppreisn gegn Páfagarði Samtök kaþólskra presta sem hafa lengi verið þyrnir í síðu vatíkansins, hafa lýst því yfir að meðlimir þeirra muni blessa samvist samkynja para, þvert á skipun forsvarsmanna kirkjunnar sem opinberuð var í gær. 16. mars 2021 16:42 Mikil pressa á kaþólsku kirkjunni Á annað hundrað valdamikilla biskupa mætir til fundar hjá páfa í dag um kynferðisofbeldiskrísu kaþólsku kirkjunnar. Fundurinn er sá fyrsti sinnar tegundar. Efasemdir um að vel takist til. Kardinálar kenna samkynhneigð um krísuna. 21. febrúar 2019 07:00 Páfi viðurkennir að prestar níðist á nunnum Ásakanir um kynferðislega misnotkun presta á nunnum hafa verið á kreiki undanfarin ár en þetta er talið í fyrsta skipti sem páfi gengst við þeim opinberlega. 6. febrúar 2019 10:40 Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Lagabreytingarnar, sem eru þær umfangsmestu í fjóra áratugi, hafa verið fjórtán ár í vinnslu en Páfagarður greindi frá þeim í dag. Í hegningarlagahlut kirkjulaganna eru nú tekin af tvímæli um að fullorðið fólk geti verið fórnarlömb kynferðisofbeldis presta ef þeir misnota vald sitt yfir því. Hægt verður að svipta presta hempunni en þeir nota ofbeldi, hótanir eða misbeita valdi sínu til þess að fá sínu fram kynferðislega gegn einstkalingum, hvort sem þeir eru börn eða fullorðnir. Fram að þessu hefur kaþólska kirkjan talið kynferðislegt samband prests við fullorðna manneskju synd en að fullorðinn einstaklingur geti aldurs síns vegna hafnað samþykki fyrir því. Þá er það nú glæpur gegn kirkjulögum að prestar tæli til sín börn eða viðkvæma fullorðna einstaklinga til að þvinga þá til að taka þátt í kynferðislegu athæfi. AP-fréttastofan segir að þetta sé í fyrsta skipti sem kaþólska kirkjan geri þekkta aðferð kynferðisbrotamanna til að nálgast fórnarlömb sín ólöglega. Breytingarnar eiga einnig að gera biskupum og öðrum kirkjuleiðtogum erfiðara fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar eins og mörg dæmi eru um víða um heim. Nú verður hægt að sækja þá til saka sýni þeir af sér „saknæma vanrækslu“ eða tilkynni þeir ekki brot til kirkjuyfirvalda. Það verður þó ekki saknæmt að tilkynna brot ekki til lögreglu. Konur sjálfkrafa bannfærðar reyni þær að fá vígslu Af öðrum breytingum á kirkjulögunum má nefna að skerpt var á ákvæði sem bannar að konur séu vígðar til prests. Með breytingunum er bæði kona og sá sem reynir að vígja hana til prests sjálfkrafa bannfærð. Presturinn á jafnframt á hættu að vera sviptur hempunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kate McElwee, framkvæmdastjóri Vígsluráðs kvenna, segir þessa breytingu kirkjunnar ekki koma á óvart en að hún sé sársaukafull áminning um „feðraveldisvél“ Páfagarðs og umfangsmiklar tilraunir hans til þess að undiroka konur. Ný ákvæði um fjárglæpi er einnig að finna í kirkjulögunum en kaþólska kirkjan hefur gengið í gegnum nokkur fjármálahneyksli á undanförnum árum. Er nú fjallað í lögunum um fjárdrátt úr sjóðum kirkjunnar og vanrækslu í umsjón með fjármunum og eignum hennar.
Trúmál Páfagarður Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Prestar í uppreisn gegn Páfagarði Samtök kaþólskra presta sem hafa lengi verið þyrnir í síðu vatíkansins, hafa lýst því yfir að meðlimir þeirra muni blessa samvist samkynja para, þvert á skipun forsvarsmanna kirkjunnar sem opinberuð var í gær. 16. mars 2021 16:42 Mikil pressa á kaþólsku kirkjunni Á annað hundrað valdamikilla biskupa mætir til fundar hjá páfa í dag um kynferðisofbeldiskrísu kaþólsku kirkjunnar. Fundurinn er sá fyrsti sinnar tegundar. Efasemdir um að vel takist til. Kardinálar kenna samkynhneigð um krísuna. 21. febrúar 2019 07:00 Páfi viðurkennir að prestar níðist á nunnum Ásakanir um kynferðislega misnotkun presta á nunnum hafa verið á kreiki undanfarin ár en þetta er talið í fyrsta skipti sem páfi gengst við þeim opinberlega. 6. febrúar 2019 10:40 Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Prestar í uppreisn gegn Páfagarði Samtök kaþólskra presta sem hafa lengi verið þyrnir í síðu vatíkansins, hafa lýst því yfir að meðlimir þeirra muni blessa samvist samkynja para, þvert á skipun forsvarsmanna kirkjunnar sem opinberuð var í gær. 16. mars 2021 16:42
Mikil pressa á kaþólsku kirkjunni Á annað hundrað valdamikilla biskupa mætir til fundar hjá páfa í dag um kynferðisofbeldiskrísu kaþólsku kirkjunnar. Fundurinn er sá fyrsti sinnar tegundar. Efasemdir um að vel takist til. Kardinálar kenna samkynhneigð um krísuna. 21. febrúar 2019 07:00
Páfi viðurkennir að prestar níðist á nunnum Ásakanir um kynferðislega misnotkun presta á nunnum hafa verið á kreiki undanfarin ár en þetta er talið í fyrsta skipti sem páfi gengst við þeim opinberlega. 6. febrúar 2019 10:40
Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34