Innlent

Heilsugæslan horfir til framtíðar í samvinnu við Hvidovre

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
SurePath sýnatökupinni og -glas eins og notuð eru við leghálsskimanir í dag.
SurePath sýnatökupinni og -glas eins og notuð eru við leghálsskimanir í dag. BD

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hyggst síðar á þessu ári bjóða konum upp á að taka sjálfar leghálssýni. Þetta er sagt munu verða gert í samvinnu við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins en enn er óljóst hver mun sinna umræddum rannsóknum.

Fram kemur á heimasíðu heilsugæslunnar að sjálftökupróf sé „skimunarpróf sem kona tekur sjálf heima hjá sér eða á heilsugæslunni en er rannsakað á rannsóknarstofu“.

Um er að ræða valkost fyrir þær konur sem vilja ekki eða geta ekki nýtt sér hefðbundna skimun en aðferðin er bundin við þær konur sem gangast eingöngu undir HPV-skimun, þar sem frumusýnataka krefst sérstakrar þjálfunar.

Líkt og fyrr segir, er greint frá því á vefsíðu heilsugæslunnar að bjóða eigi upp á þessa nýjung í samvinnu við Hvidovre-sjúkrahúsið, þar sem íslensk leghálssýni eru nú rannsökuð.

Engin ákvörðun liggur hins vegar fyrir um framtíðarfyrirkomulag umræddra rannsókna. 

Landspítalinn hefur lýst því yfir að hann geti tekið við rannsóknunum og Embætti landlæknis lagt blessun sína yfir fyrirhugað fyrirkomulag, með fyrirvörum.

Þá hafa Ríkiskaup sagt rannsóknirnar útboðsskyldar.

Landspítalinn hefur greint frá því að hann geti skilað niðurstöðum úr HPV-greiningum á þremur dögum, með nýju öflugu tæki sem einnig er notað til að greina Covid-19. 

Á vef heilsugæslunnar segir að biðtími eftir rannsóknarniðurstöðu styttist nú með hverri vikunni sem líður en í Facebook-hópnum „Aðför að heilsu kvenna“ má finna frásagnir kvenna sem hafa beðið tólf vikur og lengur.


Tengdar fréttir

Stöðvaði rannsókn sem kvensjúkdómalæknir óskaði eftir

Bryndís Sigurðardóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Kristján Oddsson, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir Kristján hafa hafnað því að láta rannsaka leghálssýni sem kvensjúkdómalæknir hennar tók fyrr í þessum mánuði.

Landlæknir telur Landspítala geta sinnt leghálssýnarannsóknum

Embætti landlæknis segir Landspítala eiga að geta sinnt rannsóknum á leghálssýnum, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Rannsóknirnar eru nú framkvæmdar í Danmörku en fagsamtök heilbrigðisstarfsmanna hafa kallað eftir því að þær verði fluttar heim.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.