Takmörkunum aflétt á Grænlandi Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2021 07:42 Frá Nuuk. Alls hafa fjörutíu manns greinst með kórónuveiruna á Grænlandi frá upphafi faraldursins. Getty Ekki hafa komið upp nein ný tilfelli kórónuveirusmita í grænlensku höfuðborginni Nuuk og hefur landsstjórnin því ákveðið að aflétta þeim takmörkunum sem komið var á fyrir helgi. Sex greindust smitaðir í Nuuk fyrir helgi og ákvað landsstjórnin meðal annars að loka á allt flug til Nuuk og gera veitingastöðum skylt að loka fram á mánudag, það er í gær. Var það gert þar sem ekki hafði tekist að rekja smit eins og óttast að veirunni hefði tekist að dreifa sér í grænlensku samfélagi. Sermitsiaq.AG segir frá því að grímuskyldu í verslunum, strætisvögnum og í opinberum byggingum, sem einnig var komið á fyrir helgi, hafi sömuleiðis verið afnumin. Þá er nú aftur heimilt að ferðast frá Nuuk og til annarra byggðarlaga á Grænlandi og íþróttaviðburðir og aðrar samkomur aftur heimilar. Umfangsmikil sýkataka í Nuuk Múte B. Egede, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, greindi frá þessu á fréttamannafundi síðdegis í gær. Sagði hann ákvörðunina byggja á niðurstöðum umfangsmikillar sýnatöku í grænlensku höfuðborginni um helgina, sem bendi til að tekist hafi að ná tökum á útbreiðslunni. Smitin hafi verið bundin við starfsmenn ákveðins fyrirtækis. Alls hafa fjörutíu manns greinst með kórónuveiruna á Grænlandi frá upphafi faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grænland Tengdar fréttir Þrír greindust í Nuuk í gær Þrír greindust með kórónuveiruna í Nuuk á Grænlandi í gær eftir að þrjú smit greindust í vikunni. Óttast er að veiran hafi náð að dreifa sér víða og eru sem flestir hvattir til þess að fara í skimun. 29. maí 2021 14:24 Loka á öll flug til Nuuk og veitingastöðum lokað Grænlenska stjórnin hefur ákveðið að loka á allt flug til höfuðborgarinnar Nuuk fram á mánudag. Íþróttaviðburðir verða sömuleiðis bannaðir og veitingastöðum gert að loka. 28. maí 2021 14:24 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Sex greindust smitaðir í Nuuk fyrir helgi og ákvað landsstjórnin meðal annars að loka á allt flug til Nuuk og gera veitingastöðum skylt að loka fram á mánudag, það er í gær. Var það gert þar sem ekki hafði tekist að rekja smit eins og óttast að veirunni hefði tekist að dreifa sér í grænlensku samfélagi. Sermitsiaq.AG segir frá því að grímuskyldu í verslunum, strætisvögnum og í opinberum byggingum, sem einnig var komið á fyrir helgi, hafi sömuleiðis verið afnumin. Þá er nú aftur heimilt að ferðast frá Nuuk og til annarra byggðarlaga á Grænlandi og íþróttaviðburðir og aðrar samkomur aftur heimilar. Umfangsmikil sýkataka í Nuuk Múte B. Egede, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, greindi frá þessu á fréttamannafundi síðdegis í gær. Sagði hann ákvörðunina byggja á niðurstöðum umfangsmikillar sýnatöku í grænlensku höfuðborginni um helgina, sem bendi til að tekist hafi að ná tökum á útbreiðslunni. Smitin hafi verið bundin við starfsmenn ákveðins fyrirtækis. Alls hafa fjörutíu manns greinst með kórónuveiruna á Grænlandi frá upphafi faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grænland Tengdar fréttir Þrír greindust í Nuuk í gær Þrír greindust með kórónuveiruna í Nuuk á Grænlandi í gær eftir að þrjú smit greindust í vikunni. Óttast er að veiran hafi náð að dreifa sér víða og eru sem flestir hvattir til þess að fara í skimun. 29. maí 2021 14:24 Loka á öll flug til Nuuk og veitingastöðum lokað Grænlenska stjórnin hefur ákveðið að loka á allt flug til höfuðborgarinnar Nuuk fram á mánudag. Íþróttaviðburðir verða sömuleiðis bannaðir og veitingastöðum gert að loka. 28. maí 2021 14:24 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Þrír greindust í Nuuk í gær Þrír greindust með kórónuveiruna í Nuuk á Grænlandi í gær eftir að þrjú smit greindust í vikunni. Óttast er að veiran hafi náð að dreifa sér víða og eru sem flestir hvattir til þess að fara í skimun. 29. maí 2021 14:24
Loka á öll flug til Nuuk og veitingastöðum lokað Grænlenska stjórnin hefur ákveðið að loka á allt flug til höfuðborgarinnar Nuuk fram á mánudag. Íþróttaviðburðir verða sömuleiðis bannaðir og veitingastöðum gert að loka. 28. maí 2021 14:24