Erlent

Tak­mörkunum af­létt á Græn­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Nuuk. Alls hafa fjörutíu manns greinst með kórónuveiruna á Grænlandi frá upphafi faraldursins.
Frá Nuuk. Alls hafa fjörutíu manns greinst með kórónuveiruna á Grænlandi frá upphafi faraldursins. Getty

Ekki hafa komið upp nein ný tilfelli kórónuveirusmita í grænlensku höfuðborginni Nuuk og hefur landsstjórnin því ákveðið að aflétta þeim takmörkunum sem komið var á fyrir helgi.

Sex greindust smitaðir í Nuuk fyrir helgi og ákvað landsstjórnin meðal annars að loka á allt flug til Nuuk og gera veitingastöðum skylt að loka fram á mánudag, það er í gær. Var það gert þar sem ekki hafði tekist að rekja smit eins og óttast að veirunni hefði tekist að dreifa sér í grænlensku samfélagi.

Sermitsiaq.AG segir frá því að grímuskyldu í verslunum, strætisvögnum og í opinberum byggingum, sem einnig var komið á fyrir helgi, hafi sömuleiðis verið afnumin. Þá er nú aftur heimilt að ferðast frá Nuuk og til annarra byggðarlaga á Grænlandi og íþróttaviðburðir og aðrar samkomur aftur heimilar.

Umfangsmikil sýkataka í Nuuk

Múte B. Egede, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, greindi frá þessu á fréttamannafundi síðdegis í gær. Sagði hann ákvörðunina byggja á niðurstöðum umfangsmikillar sýnatöku í grænlensku höfuðborginni um helgina, sem bendi til að tekist hafi að ná tökum á útbreiðslunni. Smitin hafi verið bundin við starfsmenn ákveðins fyrirtækis.

Alls hafa fjörutíu manns greinst með kórónuveiruna á Grænlandi frá upphafi faraldursins.


Tengdar fréttir

Þrír greindust í Nuuk í gær

Þrír greindust með kórónuveiruna í Nuuk á Grænlandi í gær eftir að þrjú smit greindust í vikunni. Óttast er að veiran hafi náð að dreifa sér víða og eru sem flestir hvattir til þess að fara í skimun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.