Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnarsamstarf í Ísrael Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. maí 2021 18:08 Enginn hefur setið lengur sem forsætisráðherra Ísraels en Netanjahú. AP/Menahem Kahana Stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, virðist á enda komin en erlendir miðlar greina nú frá því að leiðtogi hægri þjóðernisflokksins hafi gengið að tillögum miðjuflokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Greint var frá því í dag að leiðtogi miðjuflokksins, Yair Lapid, væri kominn á lokametrana með að mynda nýja ríkisstjórn. BBC greindi frá því í dag að samkomulag flokkanna um ríkisstjórnarsamstarf feli í sér að formaður þjóðernisflokksins, Naftali Bennett, verði forsætisráðherra á fyrri hluta kjörtímabilsins áður en Yesh Atid taki við embættinu á síðari hluta þess. Yair Lapid, leiðtogi miðjuflokksins Yesh Atid, og Naftali Bennett, leiðtogi hægri þjóðernisflokksins Yamina.getty/Uriel Sinai Flokkur Bennetts er með sex þingmenn og gefur stjórnarandstöðusamstarfsflokkum meirihluta í þinginu. Flokkarnir sem myndu sameinast í nýrri stjórn eru af bæði vinstri og hægri vængnum og af miðjunni. Flokkar Bennetts og Lapids eiga fátt sameiginlegt annað en vilja til að koma Netanjahú frá völdum. Enginn forsætisráðherra Ísraels hefur setið eins lengi og Netanjahú en hann tók við embætti forsætisráðherra árið 2009. Hann hefur nú verið ákærður fyrir fjársvik og er mál hans enn fyrir dómi. Fernar kosningar á tveimur árum Stjórnarkreppa hefur ríkt í Ísrael síðustu tvö ár. Fernar þingkosningar hafa farið fram á síðustu tveimur árum en flokkunum ekki tekist að mynda ríkisstjórn eftir þær. Síðast var kosið í mars og fékk Netanjahú umboð frá forseta landsins til að mynda ríkisstjórn en tókst það ekki. Lapid hefur nú það umboð og hefur fram á miðvikudag til að lýsa yfir nýju ríkisstjórnarsamstarfi. Það virðist ætla að hafast hjá honum eftir að hann og Bennett náðu saman í dag. Ísrael Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Greint var frá því í dag að leiðtogi miðjuflokksins, Yair Lapid, væri kominn á lokametrana með að mynda nýja ríkisstjórn. BBC greindi frá því í dag að samkomulag flokkanna um ríkisstjórnarsamstarf feli í sér að formaður þjóðernisflokksins, Naftali Bennett, verði forsætisráðherra á fyrri hluta kjörtímabilsins áður en Yesh Atid taki við embættinu á síðari hluta þess. Yair Lapid, leiðtogi miðjuflokksins Yesh Atid, og Naftali Bennett, leiðtogi hægri þjóðernisflokksins Yamina.getty/Uriel Sinai Flokkur Bennetts er með sex þingmenn og gefur stjórnarandstöðusamstarfsflokkum meirihluta í þinginu. Flokkarnir sem myndu sameinast í nýrri stjórn eru af bæði vinstri og hægri vængnum og af miðjunni. Flokkar Bennetts og Lapids eiga fátt sameiginlegt annað en vilja til að koma Netanjahú frá völdum. Enginn forsætisráðherra Ísraels hefur setið eins lengi og Netanjahú en hann tók við embætti forsætisráðherra árið 2009. Hann hefur nú verið ákærður fyrir fjársvik og er mál hans enn fyrir dómi. Fernar kosningar á tveimur árum Stjórnarkreppa hefur ríkt í Ísrael síðustu tvö ár. Fernar þingkosningar hafa farið fram á síðustu tveimur árum en flokkunum ekki tekist að mynda ríkisstjórn eftir þær. Síðast var kosið í mars og fékk Netanjahú umboð frá forseta landsins til að mynda ríkisstjórn en tókst það ekki. Lapid hefur nú það umboð og hefur fram á miðvikudag til að lýsa yfir nýju ríkisstjórnarsamstarfi. Það virðist ætla að hafast hjá honum eftir að hann og Bennett náðu saman í dag.
Ísrael Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira