Íslenski boltinn

Fram hafði betur í vonsku­veðri og marka­súpa á Sel­fossi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Ísholm er markvörður Fram.
Ólafur Ísholm er markvörður Fram. vísir/hag

Fram er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í Lengjudeildinni er þeir unnu 1-0 sigur á Fjölni í toppslag í kvöld.

Það viðraði ekki vel í Grafarvogi í kvöld og var leikjum Kórdrengja og Þróttar frestað sem og leik Vestra og Grindavíkur en spilað var í Grafarvogi.

Fyrsta og eina mark leiksins skoraði Skagamaðurinn Albert Hafsteinsson á 22. mínútu. Lokatölurnar 1-0.

Fram er á toppnum með tólf stig en Fjölnir er með níu stig í öðru sætinu.

Það var markaveisla á Selfossi er heimamenn og Grótta gerðu 3-3 jafntefli.

Tvö mörk frá Kjartani Kára Halldórssyni og eitt frá Pétri Theódór Árnasyni komu Gróttu í 3-0 en heimamenn bitu frá sér.

Hrvoje Tokic minnkaði muninn á 64. mínútu, Valdimar Jóhannsson skoraði annað markið á 71. mínútu og þremur mínútum síðar jafnaði Tokic metin.

Lokatölur 3-3 og Grótta með sjö stig á meðan Selfoss er með fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×