Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2021 22:16 Lúkasjenka á hauk í horni í Kreml þar sem Vladímír Pútín, forseti Rússlands er. Alexei Nikolsky/Getty Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans. Evrópusambandið kannar nú möguleikann á viðskiptaþvingunum sem beindust að innsta hring Aleksanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, til að refsa honum fyrir það sem evrópskir ráðamenn hafa líkt við flugrán á sunnudag. Hvítrússnesk yfirvöld neyddu þá þotu Ryanair sem var á leið frá Grikklandi til Litháen til þess að lenda í Minsk og sendu orrustuþotu til móts við hana. Í Minsk var blaða- og andófsmaðurinn Roman Protasevits og kærasta hans Sofia Sapega leidd út úr vélinni. Hvítrússneskum flugfélögum er nú bannað að fljúga í lofthelgi Evrópusambandsins og Bretlands. Flugfélagið Belavia segist hafa þurft að aflýsa tólf flugleiðum til Evrópu fram á haust vegna refsiaðgerðanna. Rússar eru nánir bandamenn Lúkasjenka og þeir hafa nú svarað refsiaðgerðum Evrópuríkja gegn honum. Flugmálayfirvöld í Rússlandi synjuðu flugáætlunum Air France og Austrian Airlines vegna þess að þær sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Flugfélögin aflýstu ferðum til Moskvu vegna þess í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ekki hefur verið gefið upp hvort að Rússar ætli að hafna öllum flugáætlunum ef þær gera ráð fyrir að krókur sé tekinn fram hjá hvítrússneskri lofthelgi. Utanríkisráðuneyti Austurríkis sagði ákvörðun Rússa algjörlega óskiljanlega í dag. Ræddu hertar þvinganir Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna ræddu um frekari efnahagsþvinganir gegn ríkisstjórn Lúkasjenka, sem oft er nefndur síðasti einræðisherrann í Evrópu, á fundi þeirra í Lissabon í Portúgal í dag. Þeir vilja að aðgerðirnar bíti meira á Lúkasjenka persónulega og innsta hring hans. Einn möguleikinn er sagður að beita þvingunum gegn ríkisrekinni pottöskuframleiðslu Hvíta-Rússlands þar sem hún er ein helsta tekjulind ríkisins, að sögn AP-fréttastofunnar. Pottaska er notuð í áburð. Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur ákveðið að rannsaka atvikið þegar Ryanair-þotan var þvinguð til að lenda í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenka hefur haldið því fram að yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafi brugðist við sprengjuhótun sem barst og að þau hafi haft lögmæta ástæðu til að handtaka Protasevits. Þýska blaðið Spiegel segir þó að hvítrússneskir flugumferðarstjórar hafi skipað þotunni að lenda í Minsk nokkru áður en sprengjuhótunin á að hafa borist. Grátbað alþjóðasamfélagið um aðstoð Á meðan evrópsku utanríkisráðherrarnir réðu ráðum sínum grátbáðu foreldrar Protasevits alþjóðasamfélagið um aðstoð við að frelsa son þeirra úr haldi Lúkasjenka. „Ég vil að þið heyrið grát minn, grát sálar minnar, svo að þið skiljið hversu erfitt þetta er fyrir okkur og hvað við megum reyna við þessar aðstæður. Ég grátbið ykkur, hjálpið mér að frelsa son minn,“ sagði Natalia Protasevits, móðir blaðamannsins, á blaðamannafundi í Póllandi. Natalia Protasevits þerrar tár sín á blaðamannafundi í Póllandi í dag þar sem hún grátbað alþjóðasamfélagið um að bjarga syni sínum úr greipum Lúkasjenka.AP/Czarek Sokolowski Eftir að Protasevtis og Sapega voru handtekinn um helgina hafa birst myndbönd af þeim þar sem þau lesa upp játningar sem flestir telja að þau hafi verið þvinguð til að lesa. Hvítrússnesk stjórnvöld saka Protasevits um alvarlega glæpi og settu hann á hryðjuverkalista í fyrra í tengslum við fjölmennustu mótmæli gegn stjórn Lúkasjenka í seinni tíð. Protasevtis hafði verið í útlegð í Litháen og var á leið þangað þegar hvítrússnesk yfirvöld neyddu flugvélina sem hann var farþegi í til að lenda í Minsk. Rússneska utanríkisráðuneytið segir að Sapega sé sökuð um lögbrot í ágúst og september en ekki er ljóst hverjir meintir glæpir hennar eiga að vera, að sögn BBC. Hvíta-Rússland Rússland Evrópusambandið Fréttir af flugi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Evrópusambandið kannar nú möguleikann á viðskiptaþvingunum sem beindust að innsta hring Aleksanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, til að refsa honum fyrir það sem evrópskir ráðamenn hafa líkt við flugrán á sunnudag. Hvítrússnesk yfirvöld neyddu þá þotu Ryanair sem var á leið frá Grikklandi til Litháen til þess að lenda í Minsk og sendu orrustuþotu til móts við hana. Í Minsk var blaða- og andófsmaðurinn Roman Protasevits og kærasta hans Sofia Sapega leidd út úr vélinni. Hvítrússneskum flugfélögum er nú bannað að fljúga í lofthelgi Evrópusambandsins og Bretlands. Flugfélagið Belavia segist hafa þurft að aflýsa tólf flugleiðum til Evrópu fram á haust vegna refsiaðgerðanna. Rússar eru nánir bandamenn Lúkasjenka og þeir hafa nú svarað refsiaðgerðum Evrópuríkja gegn honum. Flugmálayfirvöld í Rússlandi synjuðu flugáætlunum Air France og Austrian Airlines vegna þess að þær sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Flugfélögin aflýstu ferðum til Moskvu vegna þess í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ekki hefur verið gefið upp hvort að Rússar ætli að hafna öllum flugáætlunum ef þær gera ráð fyrir að krókur sé tekinn fram hjá hvítrússneskri lofthelgi. Utanríkisráðuneyti Austurríkis sagði ákvörðun Rússa algjörlega óskiljanlega í dag. Ræddu hertar þvinganir Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna ræddu um frekari efnahagsþvinganir gegn ríkisstjórn Lúkasjenka, sem oft er nefndur síðasti einræðisherrann í Evrópu, á fundi þeirra í Lissabon í Portúgal í dag. Þeir vilja að aðgerðirnar bíti meira á Lúkasjenka persónulega og innsta hring hans. Einn möguleikinn er sagður að beita þvingunum gegn ríkisrekinni pottöskuframleiðslu Hvíta-Rússlands þar sem hún er ein helsta tekjulind ríkisins, að sögn AP-fréttastofunnar. Pottaska er notuð í áburð. Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur ákveðið að rannsaka atvikið þegar Ryanair-þotan var þvinguð til að lenda í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenka hefur haldið því fram að yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafi brugðist við sprengjuhótun sem barst og að þau hafi haft lögmæta ástæðu til að handtaka Protasevits. Þýska blaðið Spiegel segir þó að hvítrússneskir flugumferðarstjórar hafi skipað þotunni að lenda í Minsk nokkru áður en sprengjuhótunin á að hafa borist. Grátbað alþjóðasamfélagið um aðstoð Á meðan evrópsku utanríkisráðherrarnir réðu ráðum sínum grátbáðu foreldrar Protasevits alþjóðasamfélagið um aðstoð við að frelsa son þeirra úr haldi Lúkasjenka. „Ég vil að þið heyrið grát minn, grát sálar minnar, svo að þið skiljið hversu erfitt þetta er fyrir okkur og hvað við megum reyna við þessar aðstæður. Ég grátbið ykkur, hjálpið mér að frelsa son minn,“ sagði Natalia Protasevits, móðir blaðamannsins, á blaðamannafundi í Póllandi. Natalia Protasevits þerrar tár sín á blaðamannafundi í Póllandi í dag þar sem hún grátbað alþjóðasamfélagið um að bjarga syni sínum úr greipum Lúkasjenka.AP/Czarek Sokolowski Eftir að Protasevtis og Sapega voru handtekinn um helgina hafa birst myndbönd af þeim þar sem þau lesa upp játningar sem flestir telja að þau hafi verið þvinguð til að lesa. Hvítrússnesk stjórnvöld saka Protasevits um alvarlega glæpi og settu hann á hryðjuverkalista í fyrra í tengslum við fjölmennustu mótmæli gegn stjórn Lúkasjenka í seinni tíð. Protasevtis hafði verið í útlegð í Litháen og var á leið þangað þegar hvítrússnesk yfirvöld neyddu flugvélina sem hann var farþegi í til að lenda í Minsk. Rússneska utanríkisráðuneytið segir að Sapega sé sökuð um lögbrot í ágúst og september en ekki er ljóst hverjir meintir glæpir hennar eiga að vera, að sögn BBC.
Hvíta-Rússland Rússland Evrópusambandið Fréttir af flugi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira