Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2021 22:16 Lúkasjenka á hauk í horni í Kreml þar sem Vladímír Pútín, forseti Rússlands er. Alexei Nikolsky/Getty Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans. Evrópusambandið kannar nú möguleikann á viðskiptaþvingunum sem beindust að innsta hring Aleksanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, til að refsa honum fyrir það sem evrópskir ráðamenn hafa líkt við flugrán á sunnudag. Hvítrússnesk yfirvöld neyddu þá þotu Ryanair sem var á leið frá Grikklandi til Litháen til þess að lenda í Minsk og sendu orrustuþotu til móts við hana. Í Minsk var blaða- og andófsmaðurinn Roman Protasevits og kærasta hans Sofia Sapega leidd út úr vélinni. Hvítrússneskum flugfélögum er nú bannað að fljúga í lofthelgi Evrópusambandsins og Bretlands. Flugfélagið Belavia segist hafa þurft að aflýsa tólf flugleiðum til Evrópu fram á haust vegna refsiaðgerðanna. Rússar eru nánir bandamenn Lúkasjenka og þeir hafa nú svarað refsiaðgerðum Evrópuríkja gegn honum. Flugmálayfirvöld í Rússlandi synjuðu flugáætlunum Air France og Austrian Airlines vegna þess að þær sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Flugfélögin aflýstu ferðum til Moskvu vegna þess í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ekki hefur verið gefið upp hvort að Rússar ætli að hafna öllum flugáætlunum ef þær gera ráð fyrir að krókur sé tekinn fram hjá hvítrússneskri lofthelgi. Utanríkisráðuneyti Austurríkis sagði ákvörðun Rússa algjörlega óskiljanlega í dag. Ræddu hertar þvinganir Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna ræddu um frekari efnahagsþvinganir gegn ríkisstjórn Lúkasjenka, sem oft er nefndur síðasti einræðisherrann í Evrópu, á fundi þeirra í Lissabon í Portúgal í dag. Þeir vilja að aðgerðirnar bíti meira á Lúkasjenka persónulega og innsta hring hans. Einn möguleikinn er sagður að beita þvingunum gegn ríkisrekinni pottöskuframleiðslu Hvíta-Rússlands þar sem hún er ein helsta tekjulind ríkisins, að sögn AP-fréttastofunnar. Pottaska er notuð í áburð. Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur ákveðið að rannsaka atvikið þegar Ryanair-þotan var þvinguð til að lenda í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenka hefur haldið því fram að yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafi brugðist við sprengjuhótun sem barst og að þau hafi haft lögmæta ástæðu til að handtaka Protasevits. Þýska blaðið Spiegel segir þó að hvítrússneskir flugumferðarstjórar hafi skipað þotunni að lenda í Minsk nokkru áður en sprengjuhótunin á að hafa borist. Grátbað alþjóðasamfélagið um aðstoð Á meðan evrópsku utanríkisráðherrarnir réðu ráðum sínum grátbáðu foreldrar Protasevits alþjóðasamfélagið um aðstoð við að frelsa son þeirra úr haldi Lúkasjenka. „Ég vil að þið heyrið grát minn, grát sálar minnar, svo að þið skiljið hversu erfitt þetta er fyrir okkur og hvað við megum reyna við þessar aðstæður. Ég grátbið ykkur, hjálpið mér að frelsa son minn,“ sagði Natalia Protasevits, móðir blaðamannsins, á blaðamannafundi í Póllandi. Natalia Protasevits þerrar tár sín á blaðamannafundi í Póllandi í dag þar sem hún grátbað alþjóðasamfélagið um að bjarga syni sínum úr greipum Lúkasjenka.AP/Czarek Sokolowski Eftir að Protasevtis og Sapega voru handtekinn um helgina hafa birst myndbönd af þeim þar sem þau lesa upp játningar sem flestir telja að þau hafi verið þvinguð til að lesa. Hvítrússnesk stjórnvöld saka Protasevits um alvarlega glæpi og settu hann á hryðjuverkalista í fyrra í tengslum við fjölmennustu mótmæli gegn stjórn Lúkasjenka í seinni tíð. Protasevtis hafði verið í útlegð í Litháen og var á leið þangað þegar hvítrússnesk yfirvöld neyddu flugvélina sem hann var farþegi í til að lenda í Minsk. Rússneska utanríkisráðuneytið segir að Sapega sé sökuð um lögbrot í ágúst og september en ekki er ljóst hverjir meintir glæpir hennar eiga að vera, að sögn BBC. Hvíta-Rússland Rússland Evrópusambandið Fréttir af flugi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Evrópusambandið kannar nú möguleikann á viðskiptaþvingunum sem beindust að innsta hring Aleksanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, til að refsa honum fyrir það sem evrópskir ráðamenn hafa líkt við flugrán á sunnudag. Hvítrússnesk yfirvöld neyddu þá þotu Ryanair sem var á leið frá Grikklandi til Litháen til þess að lenda í Minsk og sendu orrustuþotu til móts við hana. Í Minsk var blaða- og andófsmaðurinn Roman Protasevits og kærasta hans Sofia Sapega leidd út úr vélinni. Hvítrússneskum flugfélögum er nú bannað að fljúga í lofthelgi Evrópusambandsins og Bretlands. Flugfélagið Belavia segist hafa þurft að aflýsa tólf flugleiðum til Evrópu fram á haust vegna refsiaðgerðanna. Rússar eru nánir bandamenn Lúkasjenka og þeir hafa nú svarað refsiaðgerðum Evrópuríkja gegn honum. Flugmálayfirvöld í Rússlandi synjuðu flugáætlunum Air France og Austrian Airlines vegna þess að þær sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Flugfélögin aflýstu ferðum til Moskvu vegna þess í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ekki hefur verið gefið upp hvort að Rússar ætli að hafna öllum flugáætlunum ef þær gera ráð fyrir að krókur sé tekinn fram hjá hvítrússneskri lofthelgi. Utanríkisráðuneyti Austurríkis sagði ákvörðun Rússa algjörlega óskiljanlega í dag. Ræddu hertar þvinganir Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna ræddu um frekari efnahagsþvinganir gegn ríkisstjórn Lúkasjenka, sem oft er nefndur síðasti einræðisherrann í Evrópu, á fundi þeirra í Lissabon í Portúgal í dag. Þeir vilja að aðgerðirnar bíti meira á Lúkasjenka persónulega og innsta hring hans. Einn möguleikinn er sagður að beita þvingunum gegn ríkisrekinni pottöskuframleiðslu Hvíta-Rússlands þar sem hún er ein helsta tekjulind ríkisins, að sögn AP-fréttastofunnar. Pottaska er notuð í áburð. Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur ákveðið að rannsaka atvikið þegar Ryanair-þotan var þvinguð til að lenda í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenka hefur haldið því fram að yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafi brugðist við sprengjuhótun sem barst og að þau hafi haft lögmæta ástæðu til að handtaka Protasevits. Þýska blaðið Spiegel segir þó að hvítrússneskir flugumferðarstjórar hafi skipað þotunni að lenda í Minsk nokkru áður en sprengjuhótunin á að hafa borist. Grátbað alþjóðasamfélagið um aðstoð Á meðan evrópsku utanríkisráðherrarnir réðu ráðum sínum grátbáðu foreldrar Protasevits alþjóðasamfélagið um aðstoð við að frelsa son þeirra úr haldi Lúkasjenka. „Ég vil að þið heyrið grát minn, grát sálar minnar, svo að þið skiljið hversu erfitt þetta er fyrir okkur og hvað við megum reyna við þessar aðstæður. Ég grátbið ykkur, hjálpið mér að frelsa son minn,“ sagði Natalia Protasevits, móðir blaðamannsins, á blaðamannafundi í Póllandi. Natalia Protasevits þerrar tár sín á blaðamannafundi í Póllandi í dag þar sem hún grátbað alþjóðasamfélagið um að bjarga syni sínum úr greipum Lúkasjenka.AP/Czarek Sokolowski Eftir að Protasevtis og Sapega voru handtekinn um helgina hafa birst myndbönd af þeim þar sem þau lesa upp játningar sem flestir telja að þau hafi verið þvinguð til að lesa. Hvítrússnesk stjórnvöld saka Protasevits um alvarlega glæpi og settu hann á hryðjuverkalista í fyrra í tengslum við fjölmennustu mótmæli gegn stjórn Lúkasjenka í seinni tíð. Protasevtis hafði verið í útlegð í Litháen og var á leið þangað þegar hvítrússnesk yfirvöld neyddu flugvélina sem hann var farþegi í til að lenda í Minsk. Rússneska utanríkisráðuneytið segir að Sapega sé sökuð um lögbrot í ágúst og september en ekki er ljóst hverjir meintir glæpir hennar eiga að vera, að sögn BBC.
Hvíta-Rússland Rússland Evrópusambandið Fréttir af flugi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira