„Auðveldlega hægt að breyta sögunni frá deginum í dag“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. maí 2021 21:00 „Þetta er bara klaufaskapur og þröngsýni,“ segir Salka Sól. vísi „Samkvæmt hefðinni semja konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti. Næst fáum við þá lag eftir konu árið 2101“ Þessu tísti söng- og leikkonan Salka Sól Eyfeld þegar tilkynnt var að Hreimur Örn Heimisson myndi semja og flytja þjóðhátíðarlagið í ár. Samkvæmt hefðinni semja konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti. Næst fáum við þá lag eftir konu árið 2101— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) May 21, 2021 Salka Sól segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða grófa samantekt sem hún tók af vef þjóðhátíðarnefndar. „Þetta er svona útreikningur samkvæmt hefðinni. Ég reiknaði það þannig að fyrsta þjóðhátíðarlagið kom út árið 1933 en fyrsta lagið samið af konu var árið 2017. Það voru því 84 ár sem liðu þar til kona fær að semja lagið. Ef hefðin er svona þá mun kona næst semja lagið árið 2101,“ segir Salka Sól. Salka Sól hefur áður vakið athygli á því að konur væru því sem næst ósýnilegar þegar kemur að þjóðhátíðarlaginu sem samið hefur verið allar götur síðan árið 1933. Það var árið 2016, en þá hafði engin kona samið þjóðhátíðarlagið frá upphafi hátíðarinnar. Tvær konur höfðu þó samið texta við þjóðhátíðarlag. Þær eru Sigurbjörg Axelsdóttir sem samdi textann við Eyjasyrpu árið 1972 og Jórunn Emilsdóttir Tórshamar sem samdi textann við Í Herjólfsdal árið 2004. „Engin kona hafði þó sungið lagið fyrr en Ragga Gísla samdi og flutti lagið árið 2017,“ segir Salka Sól. „Ég benti á þetta þegar engin kona hafði samið þjóðhátíðarlagið og það vakti töluverða athygli. Ári síðar fékk Ragga Gísla að semja lagið.“ Segir rökin fyrir kvennaleysinu ekki halda vatni Salka Sól segir að þær ástæður sem gefnar eru fyrir kvennaleysinu haldi ekki vatni. „Mér finnst að fólk þurfi að girða sig í brók þegar kemur að þessu og hugsa út fyrir boxið. Síðast þegar ég vakti athygli á þessu þá fékk ég þau rök að þau væru að bóka vinsælustu listamenn hvers árs. Það er löngu búið að afsanna þessa afsökun enda hafa síðustu tónlistarverlaun sannað og sýnt það. Þetta er bara klaufaskapur og þröngsýni.“ Kona sigursælust á Íslensku tónlistarverðlaununum Söngkonan Bríet var sigursælust á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár. Hún hlaut þrenn verðlaun; poppplata ársins, textahöfundur- og söngkona ársins. Áður hlaut hún fern verðlaun á hlustendaverðlaununum fyrr í mánuðinum. Þá bendir Salka Sól á að nær allir sem tilnefndir voru til verðlauna sem bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum hafi verið konur. Sölku Sól finnst miður að hlutirnir breytist ekki hraðar. „Þegar ég hef bent á þetta verða margir undrandi á þessum áhyggjum og segja að við breytum ekki sögunni. En það er auðveldlega hægt að breyta sögunni frá deginum í dag,“ segir Salka Sól og bætir því við að þegar skipuleggjendum var bent á stöðuna fyrir fimm árum hafi tilfinningin verið sú að þeir væru ómeðvitaðir um stöðuna. „En núna vita þau þetta.“ Henni finnst skipuleggjendur flestra útihátíða vera meðvitaðir um kynjahlutfall nema þau sem koma að þjóðhátíð. „Mér finnst lang flestar hátíðir t.d. innipúkinn, taka mið af og halda í kynjahlutfall en mér finnst það ábótavant hjá Þjóðhátíð,“ segir Salka Sól. Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Jafnréttismál Tengdar fréttir Hreimur semur og flytur Þjóðhátíðarlagið Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson. 21. maí 2021 09:35 Fjöldi sá á eftir pening vegna tilkynningar sem flaug ekki hátt Margir vöknuðu fyrir tveimur vikum við þau ótíðindi að fresturinn til að flytja Þjóðhátíðarmiðann frá 2020 yfir á árið 2021 var runninn út. 26. maí 2021 17:01 Stefna á fjölmennustu Þjóðhátíð sögunnar Eyjamenn eru stórhuga varðandi Þjóðhátíð 2021. Hún verður haldin um Verslunarmannahelgina og er reiknað með risahátíð að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. 14. maí 2021 11:01 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Þessu tísti söng- og leikkonan Salka Sól Eyfeld þegar tilkynnt var að Hreimur Örn Heimisson myndi semja og flytja þjóðhátíðarlagið í ár. Samkvæmt hefðinni semja konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti. Næst fáum við þá lag eftir konu árið 2101— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) May 21, 2021 Salka Sól segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða grófa samantekt sem hún tók af vef þjóðhátíðarnefndar. „Þetta er svona útreikningur samkvæmt hefðinni. Ég reiknaði það þannig að fyrsta þjóðhátíðarlagið kom út árið 1933 en fyrsta lagið samið af konu var árið 2017. Það voru því 84 ár sem liðu þar til kona fær að semja lagið. Ef hefðin er svona þá mun kona næst semja lagið árið 2101,“ segir Salka Sól. Salka Sól hefur áður vakið athygli á því að konur væru því sem næst ósýnilegar þegar kemur að þjóðhátíðarlaginu sem samið hefur verið allar götur síðan árið 1933. Það var árið 2016, en þá hafði engin kona samið þjóðhátíðarlagið frá upphafi hátíðarinnar. Tvær konur höfðu þó samið texta við þjóðhátíðarlag. Þær eru Sigurbjörg Axelsdóttir sem samdi textann við Eyjasyrpu árið 1972 og Jórunn Emilsdóttir Tórshamar sem samdi textann við Í Herjólfsdal árið 2004. „Engin kona hafði þó sungið lagið fyrr en Ragga Gísla samdi og flutti lagið árið 2017,“ segir Salka Sól. „Ég benti á þetta þegar engin kona hafði samið þjóðhátíðarlagið og það vakti töluverða athygli. Ári síðar fékk Ragga Gísla að semja lagið.“ Segir rökin fyrir kvennaleysinu ekki halda vatni Salka Sól segir að þær ástæður sem gefnar eru fyrir kvennaleysinu haldi ekki vatni. „Mér finnst að fólk þurfi að girða sig í brók þegar kemur að þessu og hugsa út fyrir boxið. Síðast þegar ég vakti athygli á þessu þá fékk ég þau rök að þau væru að bóka vinsælustu listamenn hvers árs. Það er löngu búið að afsanna þessa afsökun enda hafa síðustu tónlistarverlaun sannað og sýnt það. Þetta er bara klaufaskapur og þröngsýni.“ Kona sigursælust á Íslensku tónlistarverðlaununum Söngkonan Bríet var sigursælust á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár. Hún hlaut þrenn verðlaun; poppplata ársins, textahöfundur- og söngkona ársins. Áður hlaut hún fern verðlaun á hlustendaverðlaununum fyrr í mánuðinum. Þá bendir Salka Sól á að nær allir sem tilnefndir voru til verðlauna sem bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum hafi verið konur. Sölku Sól finnst miður að hlutirnir breytist ekki hraðar. „Þegar ég hef bent á þetta verða margir undrandi á þessum áhyggjum og segja að við breytum ekki sögunni. En það er auðveldlega hægt að breyta sögunni frá deginum í dag,“ segir Salka Sól og bætir því við að þegar skipuleggjendum var bent á stöðuna fyrir fimm árum hafi tilfinningin verið sú að þeir væru ómeðvitaðir um stöðuna. „En núna vita þau þetta.“ Henni finnst skipuleggjendur flestra útihátíða vera meðvitaðir um kynjahlutfall nema þau sem koma að þjóðhátíð. „Mér finnst lang flestar hátíðir t.d. innipúkinn, taka mið af og halda í kynjahlutfall en mér finnst það ábótavant hjá Þjóðhátíð,“ segir Salka Sól.
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Jafnréttismál Tengdar fréttir Hreimur semur og flytur Þjóðhátíðarlagið Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson. 21. maí 2021 09:35 Fjöldi sá á eftir pening vegna tilkynningar sem flaug ekki hátt Margir vöknuðu fyrir tveimur vikum við þau ótíðindi að fresturinn til að flytja Þjóðhátíðarmiðann frá 2020 yfir á árið 2021 var runninn út. 26. maí 2021 17:01 Stefna á fjölmennustu Þjóðhátíð sögunnar Eyjamenn eru stórhuga varðandi Þjóðhátíð 2021. Hún verður haldin um Verslunarmannahelgina og er reiknað með risahátíð að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. 14. maí 2021 11:01 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Hreimur semur og flytur Þjóðhátíðarlagið Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson. 21. maí 2021 09:35
Fjöldi sá á eftir pening vegna tilkynningar sem flaug ekki hátt Margir vöknuðu fyrir tveimur vikum við þau ótíðindi að fresturinn til að flytja Þjóðhátíðarmiðann frá 2020 yfir á árið 2021 var runninn út. 26. maí 2021 17:01
Stefna á fjölmennustu Þjóðhátíð sögunnar Eyjamenn eru stórhuga varðandi Þjóðhátíð 2021. Hún verður haldin um Verslunarmannahelgina og er reiknað með risahátíð að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. 14. maí 2021 11:01