„Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2016 14:15 Salka Sól gæti orðið þriðja konan til að koma að því að semja þjóðhátíðarlag leiti þjóðhátíðarnefnd til hennar einn daginn. Vísir Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár og þá munu þeir Sverrir Bergmann Magnússon og Friðrik Dór Jónsson sjá um að syngja það. Frá þessu var greint í liðinni viku. Eins og glöggir lesendur hafa mögulega tekið eftir þegar hér er komið við sögu þá eru þeir allir karlmenn. „Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ spyr söngkonan Salka Sól Eyfeld. „Það hefur allavega ekki reynt á það.“ Salka Sól, söngkona og rappari með meiru, vakti athygli á því að konur væru því sem næst ósýnilegar þegar kemur að þjóðhátíðarlagi þeirra Eyjamanna sem samið hefur verið allar götur síðan 1933. Umrædd Twitter-færsla Sölku Sólar, sem sjá má að neðan, hefur vakið mikla athygli en fleiri hundruð hafa líkað við hana og fjölmargir til viðbótar deilt henni. Þar birtir Salka Sól myndir af höfundum lagsins síðustu ár sem eru með einni undantekningu karlmenn. Salka Sól spilaði með hljómsveit sinni Amabadama á hátíðinni í fyrra og hafði á orði í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 að þau í sveitinni væru sannarlega til í að semja þjóðhátíðarlag einn daginn. Jón Ragnar Jónsson, sem samdi lagið árið 2014, sagðist við sama tilefni mjög spenntur fyrir því að heyra reggae-þjóðhátíðarlag.Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?Það hefur allavega ekki verið reynt á það. #6dagsleikinn pic.twitter.com/fSlWW1IALJ— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) February 23, 2016 Jórunn og Sigurbjörg undantekningarnarGísli Ásgeirsson og Herdís Schopka á vefritinu Knúz lögðust í kjölfarið í greiningu á þjóðhátíðarlögunum með tilliti til laga- og textahöfundar. Í ljós kom að aðeins tveimur konum, á rúmlega áttatíu árum, hefur verið falið að semja lagið. „Konurnar tvær sem hafa fengið að koma að tónsmíðum vegna Þjóðhátíðar eru þær Sigurbjörg Axelsdóttir sem samdi textann við Eyjasyrpu árið 1972 og Jórunn Emilsdóttir Tórshamar sem samdi textann við Í Herjólfsdal árið 2004,“ segir í samantekt þeirra Gísla og Herdísar. 39 ár liðu frá fyrsta laginu 1933 þar til Sigurbjörg samdi textann 1972. Svo liðu 32 ár fram að þátttöku Jórunnar. Draga þau þá ályktun að líkast til muni kona næst koma við sögu árið 2039. „Þetta er til fyrirmyndar hjá Vestmannaeyingum!“ segja þau í hæðnistón og halda áfram: „Skýringin er sjálfsagt einföld. Karlar semja betri lög, eru skemmtilegri og hressari og eru fjölmennari í hópi flytjenda og af hverju ætti að breyta fyrirkomulagi sem hefur svínvirkað í öll þessi ár?“Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar.Aðsend myndSkrýtin umræða Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir umræðuna skrýtna og virðist fara í gang á hverju ári. Að nefndin sé gagnrýnd fyrir að sniðganga konur. Vísar Hörður til umræðu sem kom upp fyrir hátíðina í fyrra þegar samantekt leiddi í ljós að aðeins fjórar konur væru á meðal skemmtikrafta sem bókaðir höfðu verið á hátíðina á eyjunni fögru. „Við reynum að ráða vinsælustu skemmtikraftana hverju sinni og það hefur tekist ágætlega hingað til,“ segir Hörður. Hann bendir á að hann geti ekki svarað fyrir þjóðhátíð langt aftur á síðustu öld enda hátíðin 102 ára gömul. „Síðan við tókum við í nefndinni höfum við leitað til þeirra sem eru vinsælir á hverjum tíma,“ segir Hörður og þvertekur fyrir að meðvitað sé verið að líta framhjá konum. Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár og þá munu þeir Sverrir Bergmann Magnússon og Friðrik Dór Jónsson sjá um að syngja það. Frá þessu var greint í liðinni viku. Eins og glöggir lesendur hafa mögulega tekið eftir þegar hér er komið við sögu þá eru þeir allir karlmenn. „Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ spyr söngkonan Salka Sól Eyfeld. „Það hefur allavega ekki reynt á það.“ Salka Sól, söngkona og rappari með meiru, vakti athygli á því að konur væru því sem næst ósýnilegar þegar kemur að þjóðhátíðarlagi þeirra Eyjamanna sem samið hefur verið allar götur síðan 1933. Umrædd Twitter-færsla Sölku Sólar, sem sjá má að neðan, hefur vakið mikla athygli en fleiri hundruð hafa líkað við hana og fjölmargir til viðbótar deilt henni. Þar birtir Salka Sól myndir af höfundum lagsins síðustu ár sem eru með einni undantekningu karlmenn. Salka Sól spilaði með hljómsveit sinni Amabadama á hátíðinni í fyrra og hafði á orði í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 að þau í sveitinni væru sannarlega til í að semja þjóðhátíðarlag einn daginn. Jón Ragnar Jónsson, sem samdi lagið árið 2014, sagðist við sama tilefni mjög spenntur fyrir því að heyra reggae-þjóðhátíðarlag.Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?Það hefur allavega ekki verið reynt á það. #6dagsleikinn pic.twitter.com/fSlWW1IALJ— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) February 23, 2016 Jórunn og Sigurbjörg undantekningarnarGísli Ásgeirsson og Herdís Schopka á vefritinu Knúz lögðust í kjölfarið í greiningu á þjóðhátíðarlögunum með tilliti til laga- og textahöfundar. Í ljós kom að aðeins tveimur konum, á rúmlega áttatíu árum, hefur verið falið að semja lagið. „Konurnar tvær sem hafa fengið að koma að tónsmíðum vegna Þjóðhátíðar eru þær Sigurbjörg Axelsdóttir sem samdi textann við Eyjasyrpu árið 1972 og Jórunn Emilsdóttir Tórshamar sem samdi textann við Í Herjólfsdal árið 2004,“ segir í samantekt þeirra Gísla og Herdísar. 39 ár liðu frá fyrsta laginu 1933 þar til Sigurbjörg samdi textann 1972. Svo liðu 32 ár fram að þátttöku Jórunnar. Draga þau þá ályktun að líkast til muni kona næst koma við sögu árið 2039. „Þetta er til fyrirmyndar hjá Vestmannaeyingum!“ segja þau í hæðnistón og halda áfram: „Skýringin er sjálfsagt einföld. Karlar semja betri lög, eru skemmtilegri og hressari og eru fjölmennari í hópi flytjenda og af hverju ætti að breyta fyrirkomulagi sem hefur svínvirkað í öll þessi ár?“Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar.Aðsend myndSkrýtin umræða Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir umræðuna skrýtna og virðist fara í gang á hverju ári. Að nefndin sé gagnrýnd fyrir að sniðganga konur. Vísar Hörður til umræðu sem kom upp fyrir hátíðina í fyrra þegar samantekt leiddi í ljós að aðeins fjórar konur væru á meðal skemmtikrafta sem bókaðir höfðu verið á hátíðina á eyjunni fögru. „Við reynum að ráða vinsælustu skemmtikraftana hverju sinni og það hefur tekist ágætlega hingað til,“ segir Hörður. Hann bendir á að hann geti ekki svarað fyrir þjóðhátíð langt aftur á síðustu öld enda hátíðin 102 ára gömul. „Síðan við tókum við í nefndinni höfum við leitað til þeirra sem eru vinsælir á hverjum tíma,“ segir Hörður og þvertekur fyrir að meðvitað sé verið að líta framhjá konum.
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira