„Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2016 14:15 Salka Sól gæti orðið þriðja konan til að koma að því að semja þjóðhátíðarlag leiti þjóðhátíðarnefnd til hennar einn daginn. Vísir Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár og þá munu þeir Sverrir Bergmann Magnússon og Friðrik Dór Jónsson sjá um að syngja það. Frá þessu var greint í liðinni viku. Eins og glöggir lesendur hafa mögulega tekið eftir þegar hér er komið við sögu þá eru þeir allir karlmenn. „Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ spyr söngkonan Salka Sól Eyfeld. „Það hefur allavega ekki reynt á það.“ Salka Sól, söngkona og rappari með meiru, vakti athygli á því að konur væru því sem næst ósýnilegar þegar kemur að þjóðhátíðarlagi þeirra Eyjamanna sem samið hefur verið allar götur síðan 1933. Umrædd Twitter-færsla Sölku Sólar, sem sjá má að neðan, hefur vakið mikla athygli en fleiri hundruð hafa líkað við hana og fjölmargir til viðbótar deilt henni. Þar birtir Salka Sól myndir af höfundum lagsins síðustu ár sem eru með einni undantekningu karlmenn. Salka Sól spilaði með hljómsveit sinni Amabadama á hátíðinni í fyrra og hafði á orði í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 að þau í sveitinni væru sannarlega til í að semja þjóðhátíðarlag einn daginn. Jón Ragnar Jónsson, sem samdi lagið árið 2014, sagðist við sama tilefni mjög spenntur fyrir því að heyra reggae-þjóðhátíðarlag.Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?Það hefur allavega ekki verið reynt á það. #6dagsleikinn pic.twitter.com/fSlWW1IALJ— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) February 23, 2016 Jórunn og Sigurbjörg undantekningarnarGísli Ásgeirsson og Herdís Schopka á vefritinu Knúz lögðust í kjölfarið í greiningu á þjóðhátíðarlögunum með tilliti til laga- og textahöfundar. Í ljós kom að aðeins tveimur konum, á rúmlega áttatíu árum, hefur verið falið að semja lagið. „Konurnar tvær sem hafa fengið að koma að tónsmíðum vegna Þjóðhátíðar eru þær Sigurbjörg Axelsdóttir sem samdi textann við Eyjasyrpu árið 1972 og Jórunn Emilsdóttir Tórshamar sem samdi textann við Í Herjólfsdal árið 2004,“ segir í samantekt þeirra Gísla og Herdísar. 39 ár liðu frá fyrsta laginu 1933 þar til Sigurbjörg samdi textann 1972. Svo liðu 32 ár fram að þátttöku Jórunnar. Draga þau þá ályktun að líkast til muni kona næst koma við sögu árið 2039. „Þetta er til fyrirmyndar hjá Vestmannaeyingum!“ segja þau í hæðnistón og halda áfram: „Skýringin er sjálfsagt einföld. Karlar semja betri lög, eru skemmtilegri og hressari og eru fjölmennari í hópi flytjenda og af hverju ætti að breyta fyrirkomulagi sem hefur svínvirkað í öll þessi ár?“Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar.Aðsend myndSkrýtin umræða Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir umræðuna skrýtna og virðist fara í gang á hverju ári. Að nefndin sé gagnrýnd fyrir að sniðganga konur. Vísar Hörður til umræðu sem kom upp fyrir hátíðina í fyrra þegar samantekt leiddi í ljós að aðeins fjórar konur væru á meðal skemmtikrafta sem bókaðir höfðu verið á hátíðina á eyjunni fögru. „Við reynum að ráða vinsælustu skemmtikraftana hverju sinni og það hefur tekist ágætlega hingað til,“ segir Hörður. Hann bendir á að hann geti ekki svarað fyrir þjóðhátíð langt aftur á síðustu öld enda hátíðin 102 ára gömul. „Síðan við tókum við í nefndinni höfum við leitað til þeirra sem eru vinsælir á hverjum tíma,“ segir Hörður og þvertekur fyrir að meðvitað sé verið að líta framhjá konum. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár og þá munu þeir Sverrir Bergmann Magnússon og Friðrik Dór Jónsson sjá um að syngja það. Frá þessu var greint í liðinni viku. Eins og glöggir lesendur hafa mögulega tekið eftir þegar hér er komið við sögu þá eru þeir allir karlmenn. „Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ spyr söngkonan Salka Sól Eyfeld. „Það hefur allavega ekki reynt á það.“ Salka Sól, söngkona og rappari með meiru, vakti athygli á því að konur væru því sem næst ósýnilegar þegar kemur að þjóðhátíðarlagi þeirra Eyjamanna sem samið hefur verið allar götur síðan 1933. Umrædd Twitter-færsla Sölku Sólar, sem sjá má að neðan, hefur vakið mikla athygli en fleiri hundruð hafa líkað við hana og fjölmargir til viðbótar deilt henni. Þar birtir Salka Sól myndir af höfundum lagsins síðustu ár sem eru með einni undantekningu karlmenn. Salka Sól spilaði með hljómsveit sinni Amabadama á hátíðinni í fyrra og hafði á orði í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 að þau í sveitinni væru sannarlega til í að semja þjóðhátíðarlag einn daginn. Jón Ragnar Jónsson, sem samdi lagið árið 2014, sagðist við sama tilefni mjög spenntur fyrir því að heyra reggae-þjóðhátíðarlag.Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?Það hefur allavega ekki verið reynt á það. #6dagsleikinn pic.twitter.com/fSlWW1IALJ— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) February 23, 2016 Jórunn og Sigurbjörg undantekningarnarGísli Ásgeirsson og Herdís Schopka á vefritinu Knúz lögðust í kjölfarið í greiningu á þjóðhátíðarlögunum með tilliti til laga- og textahöfundar. Í ljós kom að aðeins tveimur konum, á rúmlega áttatíu árum, hefur verið falið að semja lagið. „Konurnar tvær sem hafa fengið að koma að tónsmíðum vegna Þjóðhátíðar eru þær Sigurbjörg Axelsdóttir sem samdi textann við Eyjasyrpu árið 1972 og Jórunn Emilsdóttir Tórshamar sem samdi textann við Í Herjólfsdal árið 2004,“ segir í samantekt þeirra Gísla og Herdísar. 39 ár liðu frá fyrsta laginu 1933 þar til Sigurbjörg samdi textann 1972. Svo liðu 32 ár fram að þátttöku Jórunnar. Draga þau þá ályktun að líkast til muni kona næst koma við sögu árið 2039. „Þetta er til fyrirmyndar hjá Vestmannaeyingum!“ segja þau í hæðnistón og halda áfram: „Skýringin er sjálfsagt einföld. Karlar semja betri lög, eru skemmtilegri og hressari og eru fjölmennari í hópi flytjenda og af hverju ætti að breyta fyrirkomulagi sem hefur svínvirkað í öll þessi ár?“Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar.Aðsend myndSkrýtin umræða Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir umræðuna skrýtna og virðist fara í gang á hverju ári. Að nefndin sé gagnrýnd fyrir að sniðganga konur. Vísar Hörður til umræðu sem kom upp fyrir hátíðina í fyrra þegar samantekt leiddi í ljós að aðeins fjórar konur væru á meðal skemmtikrafta sem bókaðir höfðu verið á hátíðina á eyjunni fögru. „Við reynum að ráða vinsælustu skemmtikraftana hverju sinni og það hefur tekist ágætlega hingað til,“ segir Hörður. Hann bendir á að hann geti ekki svarað fyrir þjóðhátíð langt aftur á síðustu öld enda hátíðin 102 ára gömul. „Síðan við tókum við í nefndinni höfum við leitað til þeirra sem eru vinsælir á hverjum tíma,“ segir Hörður og þvertekur fyrir að meðvitað sé verið að líta framhjá konum.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent