Erlent

Nokkrir skotnir til bana í Kali­forníu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Skotárásin átti sér stað við léttlestarstöð í miðborg San Jose.
Skotárásin átti sér stað við léttlestarstöð í miðborg San Jose. getty/steve proehl

Ó­ljóst er hve margir eru látnir eftir skot­á­rás í mið­bæ borgarinnar San Jose í Kali­forníu­fylki en lög­regla þar stað­festir að þeir séu nokkrir. Lög­regla segir að á­rásar­maðurinn sé látinn.

Lítið er vitað um árásina á þessari stundu en bandaríski miðillinn CNN heldur úti fréttaflutningi í beinni af gangi mála. Árásin var gerð á léttlestarstöð í borginni.

Yfirvöld segja að einhverjir hafi látist í árásinni og að einhverjir séu slasaðir en engar nákvæmar tölur um fjölda þeirra hafa verið gefnar út.

Lögregla hefur beðið fólk að halda sig fjarri svæðinu þar sem aðgerðir lögreglu standa nú yfir.

Lögregla hefur ekki gefið upp hvort árásarmaðurinn hafi verið skotinn af lögreglu eða látið lífið á annan hátt.

„Við finnum til með fjöl­skyldum þeirra sem týndu lífi sínu í þessari hræði­legu skot­á­rás. Á­rásar­maðurinn er látinn og frekari upp­lýsingar verða sendar út um málið,“ skrifar borgar­stjóri San Jose á Twitter.

Fréttin verður uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.