Kári hætti við landsleikina vegna Covid: „Get ekki gert Víkingi né sjálfum mér það að taka þennan séns“ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2021 21:41 Kári Árnason verður ekki með Íslandi í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld, þegar liðið mætir Mexíkó. Getty Kári Árnason segir að kórónuveirufaraldurinn sé ástæða þess að hann hafi ákveðið að draga sig út úr landsliðshópnum sem mætir Mexíkó, Póllandi og Færeyjum ytra í vináttulandsleikjum á næstunni. Fjöldi fastamanna úr landsliðinu gaf ekki kost á sér í verkefnið og Kári hefur nú bæst í þann hóp vegna aukinnar hættu á kórónuveirusmiti sem fylgt gæti ferðalaginu: „Ég er í áhættuhópi. Ég er með astma og ætla ekki að vera að taka einhverja sénsa,“ sagði Kári í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport, eftir að hafa staðið vaktina með Víkingi í 2-2 jafnteflinu gegn Fylki í kvöld. „Þetta er mögulega síðasta tímabilið mitt með Víkingi og í fótbolta yfirhöfuð. Ég er ekki búinn með bólusetningu og ég veit að ef ég fengi Covid þá yrði ég bara frá keppni út tímabilið, mitt síðasta tímabil. Ég get ekki gert Víkingi né sjálfum mér það að taka þennan séns, þó að auðvitað sé hann kannski lítill. Hann er til staðar og aðeins meiri á þessum ferðalögum en hér heima þar sem maður getur tekið því rólega. Þetta er ástæðan,“ sagði Kári. Fólk verður að átta sig á því að þetta er heimsklassaafgreiðsla Kári viðurkenndi að Víkingar hefðu oft leikið betur en í kvöld. Þeir komust á toppinn með 1-0 sigri gegn KA í 5. umferð en eru nú tveimur stigum á eftir Val. „Við vorum ekki alveg „on it“ í dag. Ég veit ekki hvort þetta var þreyta eftir Akureyrarferðina eða hvað. Það vantaði herslumuninn í þessu hjá okkur. Við héldum boltanum ágætlega í fyrri hálfleik en það var enginn broddur í þessu þó að við fengjum einhver hálffæri. Við fengum svo klaufalegt mark á okkur en á móti kemur að þeir sköpuðu ekki eitt einasta færi fyrr en í lokin,“ sagði Kári, sem hrósaði Nikulási Val Gunnarssyni fyrir frábært jöfnunarmark þessa 21 árs gamla Fylkismanns: „Fólk verður að átta sig á því að þetta er heimsklassaafgreiðsla – þetta er ekkert létt, að skalla boltann þaðan í bláhornið. Hattinn ofan fyrir þeim að hafa komið til baka en mér fannst við sýna karakter með því að gera það sem til þurfti til að jafna og svo ætluðum við okkur auðvitað sigur, en þetta var klaufalegt. Við erum ekki alveg komnir á Valsstaðinn; þar sem við getum spilað illa og landað sigrum. Það leit þó þannig út um tíma en svo gerist þetta (jöfnunarmarkið). Ég á eftir að sjá aðdragandann að þessu. Það á enginn að vera að æða út í pressu, eins og mér sýndist Kwame gera þegar Ásgeir var með boltann undir fullri stjórn. Ef að það var staðan er það eitthvað sem við tökum fyrir fyrir næsta leik,“ sagði Kári sem viðurkenndi að álagið síðustu vikur væri farið að taka á. „Þetta er allt í lagi en ég er ekkert að yngjast. Ég var í þyngri kantinum í dag en hefur liðið ágætlega hingað til. Það væri fínt að fá smá hlé en þangað til að Sölvi [Geir Ottesen] kemur til baka sé ég ekki fram á það.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Fjöldi fastamanna úr landsliðinu gaf ekki kost á sér í verkefnið og Kári hefur nú bæst í þann hóp vegna aukinnar hættu á kórónuveirusmiti sem fylgt gæti ferðalaginu: „Ég er í áhættuhópi. Ég er með astma og ætla ekki að vera að taka einhverja sénsa,“ sagði Kári í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport, eftir að hafa staðið vaktina með Víkingi í 2-2 jafnteflinu gegn Fylki í kvöld. „Þetta er mögulega síðasta tímabilið mitt með Víkingi og í fótbolta yfirhöfuð. Ég er ekki búinn með bólusetningu og ég veit að ef ég fengi Covid þá yrði ég bara frá keppni út tímabilið, mitt síðasta tímabil. Ég get ekki gert Víkingi né sjálfum mér það að taka þennan séns, þó að auðvitað sé hann kannski lítill. Hann er til staðar og aðeins meiri á þessum ferðalögum en hér heima þar sem maður getur tekið því rólega. Þetta er ástæðan,“ sagði Kári. Fólk verður að átta sig á því að þetta er heimsklassaafgreiðsla Kári viðurkenndi að Víkingar hefðu oft leikið betur en í kvöld. Þeir komust á toppinn með 1-0 sigri gegn KA í 5. umferð en eru nú tveimur stigum á eftir Val. „Við vorum ekki alveg „on it“ í dag. Ég veit ekki hvort þetta var þreyta eftir Akureyrarferðina eða hvað. Það vantaði herslumuninn í þessu hjá okkur. Við héldum boltanum ágætlega í fyrri hálfleik en það var enginn broddur í þessu þó að við fengjum einhver hálffæri. Við fengum svo klaufalegt mark á okkur en á móti kemur að þeir sköpuðu ekki eitt einasta færi fyrr en í lokin,“ sagði Kári, sem hrósaði Nikulási Val Gunnarssyni fyrir frábært jöfnunarmark þessa 21 árs gamla Fylkismanns: „Fólk verður að átta sig á því að þetta er heimsklassaafgreiðsla – þetta er ekkert létt, að skalla boltann þaðan í bláhornið. Hattinn ofan fyrir þeim að hafa komið til baka en mér fannst við sýna karakter með því að gera það sem til þurfti til að jafna og svo ætluðum við okkur auðvitað sigur, en þetta var klaufalegt. Við erum ekki alveg komnir á Valsstaðinn; þar sem við getum spilað illa og landað sigrum. Það leit þó þannig út um tíma en svo gerist þetta (jöfnunarmarkið). Ég á eftir að sjá aðdragandann að þessu. Það á enginn að vera að æða út í pressu, eins og mér sýndist Kwame gera þegar Ásgeir var með boltann undir fullri stjórn. Ef að það var staðan er það eitthvað sem við tökum fyrir fyrir næsta leik,“ sagði Kári sem viðurkenndi að álagið síðustu vikur væri farið að taka á. „Þetta er allt í lagi en ég er ekkert að yngjast. Ég var í þyngri kantinum í dag en hefur liðið ágætlega hingað til. Það væri fínt að fá smá hlé en þangað til að Sölvi [Geir Ottesen] kemur til baka sé ég ekki fram á það.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn