Kári hætti við landsleikina vegna Covid: „Get ekki gert Víkingi né sjálfum mér það að taka þennan séns“ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2021 21:41 Kári Árnason verður ekki með Íslandi í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld, þegar liðið mætir Mexíkó. Getty Kári Árnason segir að kórónuveirufaraldurinn sé ástæða þess að hann hafi ákveðið að draga sig út úr landsliðshópnum sem mætir Mexíkó, Póllandi og Færeyjum ytra í vináttulandsleikjum á næstunni. Fjöldi fastamanna úr landsliðinu gaf ekki kost á sér í verkefnið og Kári hefur nú bæst í þann hóp vegna aukinnar hættu á kórónuveirusmiti sem fylgt gæti ferðalaginu: „Ég er í áhættuhópi. Ég er með astma og ætla ekki að vera að taka einhverja sénsa,“ sagði Kári í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport, eftir að hafa staðið vaktina með Víkingi í 2-2 jafnteflinu gegn Fylki í kvöld. „Þetta er mögulega síðasta tímabilið mitt með Víkingi og í fótbolta yfirhöfuð. Ég er ekki búinn með bólusetningu og ég veit að ef ég fengi Covid þá yrði ég bara frá keppni út tímabilið, mitt síðasta tímabil. Ég get ekki gert Víkingi né sjálfum mér það að taka þennan séns, þó að auðvitað sé hann kannski lítill. Hann er til staðar og aðeins meiri á þessum ferðalögum en hér heima þar sem maður getur tekið því rólega. Þetta er ástæðan,“ sagði Kári. Fólk verður að átta sig á því að þetta er heimsklassaafgreiðsla Kári viðurkenndi að Víkingar hefðu oft leikið betur en í kvöld. Þeir komust á toppinn með 1-0 sigri gegn KA í 5. umferð en eru nú tveimur stigum á eftir Val. „Við vorum ekki alveg „on it“ í dag. Ég veit ekki hvort þetta var þreyta eftir Akureyrarferðina eða hvað. Það vantaði herslumuninn í þessu hjá okkur. Við héldum boltanum ágætlega í fyrri hálfleik en það var enginn broddur í þessu þó að við fengjum einhver hálffæri. Við fengum svo klaufalegt mark á okkur en á móti kemur að þeir sköpuðu ekki eitt einasta færi fyrr en í lokin,“ sagði Kári, sem hrósaði Nikulási Val Gunnarssyni fyrir frábært jöfnunarmark þessa 21 árs gamla Fylkismanns: „Fólk verður að átta sig á því að þetta er heimsklassaafgreiðsla – þetta er ekkert létt, að skalla boltann þaðan í bláhornið. Hattinn ofan fyrir þeim að hafa komið til baka en mér fannst við sýna karakter með því að gera það sem til þurfti til að jafna og svo ætluðum við okkur auðvitað sigur, en þetta var klaufalegt. Við erum ekki alveg komnir á Valsstaðinn; þar sem við getum spilað illa og landað sigrum. Það leit þó þannig út um tíma en svo gerist þetta (jöfnunarmarkið). Ég á eftir að sjá aðdragandann að þessu. Það á enginn að vera að æða út í pressu, eins og mér sýndist Kwame gera þegar Ásgeir var með boltann undir fullri stjórn. Ef að það var staðan er það eitthvað sem við tökum fyrir fyrir næsta leik,“ sagði Kári sem viðurkenndi að álagið síðustu vikur væri farið að taka á. „Þetta er allt í lagi en ég er ekkert að yngjast. Ég var í þyngri kantinum í dag en hefur liðið ágætlega hingað til. Það væri fínt að fá smá hlé en þangað til að Sölvi [Geir Ottesen] kemur til baka sé ég ekki fram á það.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Fjöldi fastamanna úr landsliðinu gaf ekki kost á sér í verkefnið og Kári hefur nú bæst í þann hóp vegna aukinnar hættu á kórónuveirusmiti sem fylgt gæti ferðalaginu: „Ég er í áhættuhópi. Ég er með astma og ætla ekki að vera að taka einhverja sénsa,“ sagði Kári í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport, eftir að hafa staðið vaktina með Víkingi í 2-2 jafnteflinu gegn Fylki í kvöld. „Þetta er mögulega síðasta tímabilið mitt með Víkingi og í fótbolta yfirhöfuð. Ég er ekki búinn með bólusetningu og ég veit að ef ég fengi Covid þá yrði ég bara frá keppni út tímabilið, mitt síðasta tímabil. Ég get ekki gert Víkingi né sjálfum mér það að taka þennan séns, þó að auðvitað sé hann kannski lítill. Hann er til staðar og aðeins meiri á þessum ferðalögum en hér heima þar sem maður getur tekið því rólega. Þetta er ástæðan,“ sagði Kári. Fólk verður að átta sig á því að þetta er heimsklassaafgreiðsla Kári viðurkenndi að Víkingar hefðu oft leikið betur en í kvöld. Þeir komust á toppinn með 1-0 sigri gegn KA í 5. umferð en eru nú tveimur stigum á eftir Val. „Við vorum ekki alveg „on it“ í dag. Ég veit ekki hvort þetta var þreyta eftir Akureyrarferðina eða hvað. Það vantaði herslumuninn í þessu hjá okkur. Við héldum boltanum ágætlega í fyrri hálfleik en það var enginn broddur í þessu þó að við fengjum einhver hálffæri. Við fengum svo klaufalegt mark á okkur en á móti kemur að þeir sköpuðu ekki eitt einasta færi fyrr en í lokin,“ sagði Kári, sem hrósaði Nikulási Val Gunnarssyni fyrir frábært jöfnunarmark þessa 21 árs gamla Fylkismanns: „Fólk verður að átta sig á því að þetta er heimsklassaafgreiðsla – þetta er ekkert létt, að skalla boltann þaðan í bláhornið. Hattinn ofan fyrir þeim að hafa komið til baka en mér fannst við sýna karakter með því að gera það sem til þurfti til að jafna og svo ætluðum við okkur auðvitað sigur, en þetta var klaufalegt. Við erum ekki alveg komnir á Valsstaðinn; þar sem við getum spilað illa og landað sigrum. Það leit þó þannig út um tíma en svo gerist þetta (jöfnunarmarkið). Ég á eftir að sjá aðdragandann að þessu. Það á enginn að vera að æða út í pressu, eins og mér sýndist Kwame gera þegar Ásgeir var með boltann undir fullri stjórn. Ef að það var staðan er það eitthvað sem við tökum fyrir fyrir næsta leik,“ sagði Kári sem viðurkenndi að álagið síðustu vikur væri farið að taka á. „Þetta er allt í lagi en ég er ekkert að yngjast. Ég var í þyngri kantinum í dag en hefur liðið ágætlega hingað til. Það væri fínt að fá smá hlé en þangað til að Sölvi [Geir Ottesen] kemur til baka sé ég ekki fram á það.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira