Kári hætti við landsleikina vegna Covid: „Get ekki gert Víkingi né sjálfum mér það að taka þennan séns“ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2021 21:41 Kári Árnason verður ekki með Íslandi í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld, þegar liðið mætir Mexíkó. Getty Kári Árnason segir að kórónuveirufaraldurinn sé ástæða þess að hann hafi ákveðið að draga sig út úr landsliðshópnum sem mætir Mexíkó, Póllandi og Færeyjum ytra í vináttulandsleikjum á næstunni. Fjöldi fastamanna úr landsliðinu gaf ekki kost á sér í verkefnið og Kári hefur nú bæst í þann hóp vegna aukinnar hættu á kórónuveirusmiti sem fylgt gæti ferðalaginu: „Ég er í áhættuhópi. Ég er með astma og ætla ekki að vera að taka einhverja sénsa,“ sagði Kári í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport, eftir að hafa staðið vaktina með Víkingi í 2-2 jafnteflinu gegn Fylki í kvöld. „Þetta er mögulega síðasta tímabilið mitt með Víkingi og í fótbolta yfirhöfuð. Ég er ekki búinn með bólusetningu og ég veit að ef ég fengi Covid þá yrði ég bara frá keppni út tímabilið, mitt síðasta tímabil. Ég get ekki gert Víkingi né sjálfum mér það að taka þennan séns, þó að auðvitað sé hann kannski lítill. Hann er til staðar og aðeins meiri á þessum ferðalögum en hér heima þar sem maður getur tekið því rólega. Þetta er ástæðan,“ sagði Kári. Fólk verður að átta sig á því að þetta er heimsklassaafgreiðsla Kári viðurkenndi að Víkingar hefðu oft leikið betur en í kvöld. Þeir komust á toppinn með 1-0 sigri gegn KA í 5. umferð en eru nú tveimur stigum á eftir Val. „Við vorum ekki alveg „on it“ í dag. Ég veit ekki hvort þetta var þreyta eftir Akureyrarferðina eða hvað. Það vantaði herslumuninn í þessu hjá okkur. Við héldum boltanum ágætlega í fyrri hálfleik en það var enginn broddur í þessu þó að við fengjum einhver hálffæri. Við fengum svo klaufalegt mark á okkur en á móti kemur að þeir sköpuðu ekki eitt einasta færi fyrr en í lokin,“ sagði Kári, sem hrósaði Nikulási Val Gunnarssyni fyrir frábært jöfnunarmark þessa 21 árs gamla Fylkismanns: „Fólk verður að átta sig á því að þetta er heimsklassaafgreiðsla – þetta er ekkert létt, að skalla boltann þaðan í bláhornið. Hattinn ofan fyrir þeim að hafa komið til baka en mér fannst við sýna karakter með því að gera það sem til þurfti til að jafna og svo ætluðum við okkur auðvitað sigur, en þetta var klaufalegt. Við erum ekki alveg komnir á Valsstaðinn; þar sem við getum spilað illa og landað sigrum. Það leit þó þannig út um tíma en svo gerist þetta (jöfnunarmarkið). Ég á eftir að sjá aðdragandann að þessu. Það á enginn að vera að æða út í pressu, eins og mér sýndist Kwame gera þegar Ásgeir var með boltann undir fullri stjórn. Ef að það var staðan er það eitthvað sem við tökum fyrir fyrir næsta leik,“ sagði Kári sem viðurkenndi að álagið síðustu vikur væri farið að taka á. „Þetta er allt í lagi en ég er ekkert að yngjast. Ég var í þyngri kantinum í dag en hefur liðið ágætlega hingað til. Það væri fínt að fá smá hlé en þangað til að Sölvi [Geir Ottesen] kemur til baka sé ég ekki fram á það.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Fjöldi fastamanna úr landsliðinu gaf ekki kost á sér í verkefnið og Kári hefur nú bæst í þann hóp vegna aukinnar hættu á kórónuveirusmiti sem fylgt gæti ferðalaginu: „Ég er í áhættuhópi. Ég er með astma og ætla ekki að vera að taka einhverja sénsa,“ sagði Kári í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport, eftir að hafa staðið vaktina með Víkingi í 2-2 jafnteflinu gegn Fylki í kvöld. „Þetta er mögulega síðasta tímabilið mitt með Víkingi og í fótbolta yfirhöfuð. Ég er ekki búinn með bólusetningu og ég veit að ef ég fengi Covid þá yrði ég bara frá keppni út tímabilið, mitt síðasta tímabil. Ég get ekki gert Víkingi né sjálfum mér það að taka þennan séns, þó að auðvitað sé hann kannski lítill. Hann er til staðar og aðeins meiri á þessum ferðalögum en hér heima þar sem maður getur tekið því rólega. Þetta er ástæðan,“ sagði Kári. Fólk verður að átta sig á því að þetta er heimsklassaafgreiðsla Kári viðurkenndi að Víkingar hefðu oft leikið betur en í kvöld. Þeir komust á toppinn með 1-0 sigri gegn KA í 5. umferð en eru nú tveimur stigum á eftir Val. „Við vorum ekki alveg „on it“ í dag. Ég veit ekki hvort þetta var þreyta eftir Akureyrarferðina eða hvað. Það vantaði herslumuninn í þessu hjá okkur. Við héldum boltanum ágætlega í fyrri hálfleik en það var enginn broddur í þessu þó að við fengjum einhver hálffæri. Við fengum svo klaufalegt mark á okkur en á móti kemur að þeir sköpuðu ekki eitt einasta færi fyrr en í lokin,“ sagði Kári, sem hrósaði Nikulási Val Gunnarssyni fyrir frábært jöfnunarmark þessa 21 árs gamla Fylkismanns: „Fólk verður að átta sig á því að þetta er heimsklassaafgreiðsla – þetta er ekkert létt, að skalla boltann þaðan í bláhornið. Hattinn ofan fyrir þeim að hafa komið til baka en mér fannst við sýna karakter með því að gera það sem til þurfti til að jafna og svo ætluðum við okkur auðvitað sigur, en þetta var klaufalegt. Við erum ekki alveg komnir á Valsstaðinn; þar sem við getum spilað illa og landað sigrum. Það leit þó þannig út um tíma en svo gerist þetta (jöfnunarmarkið). Ég á eftir að sjá aðdragandann að þessu. Það á enginn að vera að æða út í pressu, eins og mér sýndist Kwame gera þegar Ásgeir var með boltann undir fullri stjórn. Ef að það var staðan er það eitthvað sem við tökum fyrir fyrir næsta leik,“ sagði Kári sem viðurkenndi að álagið síðustu vikur væri farið að taka á. „Þetta er allt í lagi en ég er ekkert að yngjast. Ég var í þyngri kantinum í dag en hefur liðið ágætlega hingað til. Það væri fínt að fá smá hlé en þangað til að Sölvi [Geir Ottesen] kemur til baka sé ég ekki fram á það.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn