Fótbolti

Allt stöðvað í Fær­eyjum vegna fjölda smita og lands­­leikur Ís­lands mögu­­lega í upp­­­námi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birkir Bjarnason og samherjar hans í íslenska landsliðinu fá ef til vill ekki að mæta Færeyjum ytra þann 4. júní.
Birkir Bjarnason og samherjar hans í íslenska landsliðinu fá ef til vill ekki að mæta Færeyjum ytra þann 4. júní. DeFodi Images/Getty Images

Gríðarlegur fjöldi kórónuveirusmita hefur greint í Færeyjum og hefur knattspyrna þar í landi verið stöðvuð tímabundið. Þar með gæti landsleikur Íslands og Færeyja ytra verið í uppnámi.

Alls greindust sextán smit í Færeyjum í gær. Fleiri smit hafa ekki greinst á einum degi frá því í desember síðastliðnum.

Í kjölfarið hefur knattspyrnu í Færeyjum verið slegið á frest á meðan reynt er að hefta útbreiðslu veirunnar. Smitrakning núverandi hópsmits hefur ekki gengið nægilega vel og því óvíst hversu lengi allt verður á ís.

Þetta setur landsleik Íslands og Færeyja í uppnám en liðin eiga að mætast 4. júní næstkomandi. Eins og staðan er í dag er óvíst hvort sá leikur geti farið fram. Mun það koma fram á næstu dögum en leikurinn átti að vera annar af þremur leikjum liðsins í þriggja leikja törn. 

Þann 30. maí mætast Ísland og Mexíkó á AT&T-vellinum í Dallas í Bandaríkjunum. Þann 4. júní var komið að Færeyjum og þann 8. júní mætast Ísland og Pólland á Poznan-vellinum í Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×