Þúsundir á flótta vegna eldsumbrota í Austur-Kongó Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2021 21:29 Hraunflæðið frá eldgosinu hefuru valdið mikilli eyðileggingu. AP /Justin Kabumba Stríður hraunstraumur rann inn í þorp skammt frá Nyiragongo-eldfjallinu í Austur-Kongó í nótt. Minnst fimmtán eru látin vegna hamfaranna og yfir fimm hundruð heimili eru brunnin. Um 5.000 manns hafa flúið frá borginni Goma til Rúanda, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Þá hafa Önnur 25.000 leitað hælis í bænum Sake, í norðvesturhluta Kongó. AP hefur eftir UNICEF að yfir 170 barna sé saknað eftir að fólk þurfti að flýja heimili sín í flýti. Samtökin hafa nú komið upp sérstökum hjálparmiðstöðvum til þess að aðstoða börn sem hafa orðið viðskila við foreldra sína á flóttanum. „Ég bið um hjálp því allt sem ég átti er horfið,“ hefur AP eftir Aline Bichikwebo, íbúa þorpsins Bugamba. Henni tókst að flýja heimaþorp sitt ásamt kornungri dóttur sinni áður en hraunstraumurinn rann í gegn um það og kveikti í fjölda húsa. Foreldrar hennar komust ekki undan og létust báðir. Yfirvöld hafa staðfest að minnst tíu hafi látist í Bugamba. Þá létust fimm manns sem verið var að ferja frá borginni Goma í bílslysi. Yfirvöld segja þó að ekki sé búið að ná utan um tölu látinna og gera fastlega ráð fyrir að hún muni hækka þegar almennilega verði hægt að meta það tjón sem hamfarirnar hafa valdið. Hér að neðan má sjá staðsetningu eldfjallsins á gagnvirku korti. Austur-Kongó Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Um 5.000 manns hafa flúið frá borginni Goma til Rúanda, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Þá hafa Önnur 25.000 leitað hælis í bænum Sake, í norðvesturhluta Kongó. AP hefur eftir UNICEF að yfir 170 barna sé saknað eftir að fólk þurfti að flýja heimili sín í flýti. Samtökin hafa nú komið upp sérstökum hjálparmiðstöðvum til þess að aðstoða börn sem hafa orðið viðskila við foreldra sína á flóttanum. „Ég bið um hjálp því allt sem ég átti er horfið,“ hefur AP eftir Aline Bichikwebo, íbúa þorpsins Bugamba. Henni tókst að flýja heimaþorp sitt ásamt kornungri dóttur sinni áður en hraunstraumurinn rann í gegn um það og kveikti í fjölda húsa. Foreldrar hennar komust ekki undan og létust báðir. Yfirvöld hafa staðfest að minnst tíu hafi látist í Bugamba. Þá létust fimm manns sem verið var að ferja frá borginni Goma í bílslysi. Yfirvöld segja þó að ekki sé búið að ná utan um tölu látinna og gera fastlega ráð fyrir að hún muni hækka þegar almennilega verði hægt að meta það tjón sem hamfarirnar hafa valdið. Hér að neðan má sjá staðsetningu eldfjallsins á gagnvirku korti.
Austur-Kongó Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira