Erlent

Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Jeff og Lauren Lowe með tígrisynjunni Faith.
Jeff og Lauren Lowe með tígrisynjunni Faith. Getty

Yfir­völd í Okla­homa í Banda­ríkjunum gerðu í dag rassíu á dýra­garði tígri­s­kóngsins Jeff Lowe sem Net­flix-heimilda­þættirnir vin­sælu Tiger King fjölluðu um. Sam­kvæmt til­kynningu yfir­valda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe.

Jeff Lowe er um­deildur maður, svo ekki sé sterkar til orða tekið. Hann hefur stundað við­skipti með framandi dýr og haft þau til sýnis í dýra­garði sínum í Thackervil­le í Okla­homa. Hann tók við rekstri dýragarðsins á eftir hinum alræmda Joe Exotic eftir að sá síðarnefndi var dæmdur í fangelsi.

Lowe stað­festi við miðilinn TMZ í dag að um 40 til 50 al­ríkis­lög­reglu­menn hefðu ráðist inn í dýra­garðinn hans snemma morguns með leitar­heimild. Honum var að eigin sögn skipað að halda sig inni í húsi sínu á meðan rassían fór fram, ellegar yrði hann hand­tekinn.

Sam­kvæmt um­fjöllun banda­ríska miðilsins Fox um málið er þetta önnur rassían sem gerð er vegna Lowe í þessum mánuði.

Í til­kynningu yfir­valda segir að alls hafi 68 dýr verið tekin af Lowe þar á meðal ljón, tígris­dýr, jagúar og hinn afar for­vitni­legi blendingur ljóns og tígris­dýrs, sem kallast liger á ensku. Að sögn Lowes voru lög­reglu­mennirnir sér­stak­lega ein­beittir í að leita að tígris­hvolpum en hann kveðst ekki hafa átt neina slíka.

Á­stæða þess að dýrin voru tekin af Lowe var van­ræksla hans á þeim. Í yfir­lýsingu lög­reglunnar segir að Lowe hafi ekki staðist þær kröfur sem settar eru í landinu af dýra­vel­ferðar­yfir­völdum um reglu­lega heim­sókn dýra­læknis á svæðið, góða næringu fyrir dýrin og nægi­lega stór svæði fyrir þau þar sem þau eru varin fyrir vondu veðri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.