Enski boltinn

Chelsea og Leicester á­kærð fyrir ó­lætin undir lok leiks

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ástæðan fyrir ákæru FA.
Ástæðan fyrir ákæru FA. Catherine Ivill/Getty Images

FA, Enska knattspyrnusambandið, hefur ákært bæði Chelsea og Leicester City fyrir að hafa ekki hemil á leikmönnum sínum er Chelsea vann Leicester 2-1 í ensku úrvalsdeildinni á þriðjudag.

Chelsea var 2-1 yfir í þessum lykilleik í baráttunni um Meistaradeildarsæti þegar allt sauð upp úr í uppbótartíma leiksins. Knattspyrnusambandið hefur ákveðið að ákæra bæði lið fyrir að hafa ekki hemil á leikmönnum sínum.

Fjöldanum öllum af leikmönnum lenti þar saman og þurfti þjálfarateymi beggja liða að stilla til friðar. Á endanum voru tveir leikmenn Leicester spjaldaðir en rekja mátti ólætin til tæklingar Ricardo Pereira á Ben Chilwell.

Chilwell fór frá Leicester til Chelsea síðasta sumar og mögulega má rekja pirring Pereira til þess.

„Bæði Chelsea FC og Leicester City FC hafa verið ákærð fyrir brot á FA reglu E20.1 eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni þann 18. maí, 2021,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Félögin hafa til 25. maí til að svara ákærunni.

Sigur Chelsea þýðir að liðið er nú í 3. sæti á meðan Leicester er fallið niður í 5. sæti og eftir að hafa verið í Meistaradeildarsæti í allan vetur stefnir allt í að liðið taki þátt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×