BBC biðst afsökunar á umdeildu Díönu-viðtali frá 1995 Atli Ísleifsson skrifar 20. maí 2021 14:06 Díana prinsessa, sem lést árið 1997, lýsti því eftirminnilega í viðtalinu að þau hafi verið þrjú í þessu hjónabandi og vísaði þar í samband Karls og Camillu Parker-Bowles. Breska ríkisútvarpið hefur í fyrsta sinn beðist afsökunar á umdeildu viðtali sjónvarpsmannsins Martins Bashir við Díönu prinsessu frá 1995. Það er gert eftir óháða rannsókn á aðdraganda og framkvæmd viðtalsins, niðurstöður hverrar voru birtar í dag. Rannsóknin leiddi í ljós að ráðskast hafi verið með Díönu á óeðlilegan hátt, í þeim tilgangi að fá hana til að veita samþykki sitt fyrir að mæta í viðtal. Gagnrýni hefur lengi beinst að BBC vegna viðtalsins, sér í lagi frá fjölskyldu Díönu, þar sem fullyrt hefur verið að starfsmenn BBC hafi náð samkomulagi um viðtalið á fölskum forsendum. Viðtalið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma þar sem prinsessan ræddi meðal annars vandamálin í hjónabandi sínu og Karls Bretaprins. Í viðtalinu sagði Díana eftirminnilega: „Við vorum þrjú í þessu hjónabandi. Það var fremur fjölmennt.“ Vísaði hún þar í samband eiginmanns síns og Camillu Parker-Bowles. Núna, aldarfjórðungi síðar, hefur BBC í fyrsta skipti beðist afsökunar á viðtalinu sem sýnt var í þættinum Panorama 20. nóvember 1995. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, sem dómarinn fyrrverandi Lord Dyson leiddi, kemur fram að Bashir hafi notast við óheiðarlegar aðferðir til að fá Díönu til að greina frá vandamálunum í hjónabandi þeirra Karls. Sömuleiðis hafi BBC hylmt yfir vinnubrögð Bashirs og þannig ekki staðið undir þeim kröfum sem BBC geri til sjálfs sín. Svo virðist sem að Bashir hafi sýnt Earl Spencer, bróður Díönu, fölsuð skjöl í þeim tilgangi að koma á trausti þeirra í millum, til að Spencer myndi kynna Bashir fyrir Díönu. Bashir hefur sagt að hann sjái eftir því hvernig að viðtalinu var staðið, en að hann sé þó enn gríðarlega stoltur af viðtalinu sjálfu. Fjölmiðlar Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir BBC lofar að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal við Díönu prinsessu Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur heitið því að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal sem fréttamaður BBC, Martin Bashir, tók við Díönu prinsessu fyrir þáttinn Panorama árið 1995. 19. nóvember 2020 08:33 Krefst rannsóknar vegna margfrægs viðtals við Díönu Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu heitinnar, segir BBC hafa beitt blekkingum til að fá Díönu til að veita afar persónulegt viðtal. 3. nóvember 2020 14:06 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Rannsóknin leiddi í ljós að ráðskast hafi verið með Díönu á óeðlilegan hátt, í þeim tilgangi að fá hana til að veita samþykki sitt fyrir að mæta í viðtal. Gagnrýni hefur lengi beinst að BBC vegna viðtalsins, sér í lagi frá fjölskyldu Díönu, þar sem fullyrt hefur verið að starfsmenn BBC hafi náð samkomulagi um viðtalið á fölskum forsendum. Viðtalið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma þar sem prinsessan ræddi meðal annars vandamálin í hjónabandi sínu og Karls Bretaprins. Í viðtalinu sagði Díana eftirminnilega: „Við vorum þrjú í þessu hjónabandi. Það var fremur fjölmennt.“ Vísaði hún þar í samband eiginmanns síns og Camillu Parker-Bowles. Núna, aldarfjórðungi síðar, hefur BBC í fyrsta skipti beðist afsökunar á viðtalinu sem sýnt var í þættinum Panorama 20. nóvember 1995. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, sem dómarinn fyrrverandi Lord Dyson leiddi, kemur fram að Bashir hafi notast við óheiðarlegar aðferðir til að fá Díönu til að greina frá vandamálunum í hjónabandi þeirra Karls. Sömuleiðis hafi BBC hylmt yfir vinnubrögð Bashirs og þannig ekki staðið undir þeim kröfum sem BBC geri til sjálfs sín. Svo virðist sem að Bashir hafi sýnt Earl Spencer, bróður Díönu, fölsuð skjöl í þeim tilgangi að koma á trausti þeirra í millum, til að Spencer myndi kynna Bashir fyrir Díönu. Bashir hefur sagt að hann sjái eftir því hvernig að viðtalinu var staðið, en að hann sé þó enn gríðarlega stoltur af viðtalinu sjálfu.
Fjölmiðlar Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir BBC lofar að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal við Díönu prinsessu Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur heitið því að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal sem fréttamaður BBC, Martin Bashir, tók við Díönu prinsessu fyrir þáttinn Panorama árið 1995. 19. nóvember 2020 08:33 Krefst rannsóknar vegna margfrægs viðtals við Díönu Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu heitinnar, segir BBC hafa beitt blekkingum til að fá Díönu til að veita afar persónulegt viðtal. 3. nóvember 2020 14:06 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
BBC lofar að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal við Díönu prinsessu Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur heitið því að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal sem fréttamaður BBC, Martin Bashir, tók við Díönu prinsessu fyrir þáttinn Panorama árið 1995. 19. nóvember 2020 08:33
Krefst rannsóknar vegna margfrægs viðtals við Díönu Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu heitinnar, segir BBC hafa beitt blekkingum til að fá Díönu til að veita afar persónulegt viðtal. 3. nóvember 2020 14:06