BBC lofar að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal við Díönu prinsessu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 08:33 Viðtal Bashir við Díönu prinsessu er víðfrægt enda var það afar persónulegt. BBC Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur heitið því að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal sem fréttamaður BBC, Martin Bashir, tók við Díönu prinsessu fyrir þáttinn Panorama árið 1995. BBC hefur ákveðið að fram fari óháð rannsókn á því hvernig það kom til að Díana veitti Bashir viðtalið en Charles Spencer, bróðir Díönu, telur að blekkingum hafi verið beitt til þess að fá hana í viðtalið. 23 milljónir manna horfðu á viðtalið sem var afar persónulegt. Díana svaraði meðal annars spurningum um líðan sína og ástand hjónabands síns og Karls Bretaprins. Eins og Vísir greindi frá fyrr í mánuðinum sakar Spencer BBC um hvítþvott vegna málsins. Hann heldur því fram að Bashir hafi þvingað Díönu í viðtalið með fölskum bankayfirlitum og ósönnum kjaftasögum um meint framhjáhald Karls með barnfóstrunni Tiggy Leggy-Bourke. Í frétt BBC um rannsóknina segir að Lord Dyson, einn af reynslumestu dómurum Bretlands, fari fyrir rannsókninni en hann er kominn á eftirlaun. „BBC er staðráðið í að komast að sannleikanum í þessu máli og það er þess vegna sem við höfum ákveðið að fram fari óháð rannsókn. Lord Dyson er mikils metinn og virtur maður sem mun leiða ítarlegt rannsóknarferlið,“ segir Tim Davie, útvarpsstjóri BBC. Bashir hefur enn ekki tjáð sig um ásakanir Spencer. Hann starfar enn hjá BBC en er nú að jafna sig eftir hjartaaðgerð og veikindi vegna Covid-19. Kóngafólk Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur heitið því að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal sem fréttamaður BBC, Martin Bashir, tók við Díönu prinsessu fyrir þáttinn Panorama árið 1995. BBC hefur ákveðið að fram fari óháð rannsókn á því hvernig það kom til að Díana veitti Bashir viðtalið en Charles Spencer, bróðir Díönu, telur að blekkingum hafi verið beitt til þess að fá hana í viðtalið. 23 milljónir manna horfðu á viðtalið sem var afar persónulegt. Díana svaraði meðal annars spurningum um líðan sína og ástand hjónabands síns og Karls Bretaprins. Eins og Vísir greindi frá fyrr í mánuðinum sakar Spencer BBC um hvítþvott vegna málsins. Hann heldur því fram að Bashir hafi þvingað Díönu í viðtalið með fölskum bankayfirlitum og ósönnum kjaftasögum um meint framhjáhald Karls með barnfóstrunni Tiggy Leggy-Bourke. Í frétt BBC um rannsóknina segir að Lord Dyson, einn af reynslumestu dómurum Bretlands, fari fyrir rannsókninni en hann er kominn á eftirlaun. „BBC er staðráðið í að komast að sannleikanum í þessu máli og það er þess vegna sem við höfum ákveðið að fram fari óháð rannsókn. Lord Dyson er mikils metinn og virtur maður sem mun leiða ítarlegt rannsóknarferlið,“ segir Tim Davie, útvarpsstjóri BBC. Bashir hefur enn ekki tjáð sig um ásakanir Spencer. Hann starfar enn hjá BBC en er nú að jafna sig eftir hjartaaðgerð og veikindi vegna Covid-19.
Kóngafólk Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira