Chelsea, Liverpool og Leicester gætu endað öllsömul í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2021 08:00 Liverpool er með Meistaradeildarörlög sín í eigin höndum eftir sigurinn á Burnley í gærkvöld. AP/Alex Livesey Chelsea, Liverpool og Leicester eiga í harðri baráttu um tvö Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mögulegt er að þau leiki öll í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Gylfi Þór Sigurðsson á von um að komast í aðra Evrópukeppni. Lokaumferð deildarinnar er á sunnudaginn. Manchester City og Manchester United hafa tryggt sér efstu tvö sætin. Mikil spenna er um hvaða lið ná 3. og 4. sæti því aðeins munar einu stigi á Chelsea í 3. sæti og Leicester sem situr í 5. sæti, með lakari markatölu en Liverpool. Chelsea gæti fengið fimmta sætið Vanalega fær England fjögur sæti í Meistaradeild Evrópu og fara þau til fjögurra efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar. Ef að Chelsea endar í 5. sæti, en vinnur Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, fær England hins vegar aukasæti í Meistaradeildinni og sendir þangað fimm lið á næstu leiktíð. Engu breytir þó að Manchester United vinni Evrópudeildina því að liðið hefur þegar tryggt sér Meistaradeildarsæti með því að enda í 2. sæti úrvalsdeildarinnar. Jorginho fagnar í hinum dýrmæta sigri Chelsea gegn Leicester í vikunni.AP/Catherine Ivill Í lokaumferðinni á sunnudag tekur Liverpool á móti Crystal Palace, Leicester mætir Tottenham og Chelsea sækir Aston Villa heim. Hvað ef að Liverpool og Leicester verða nákvæmlega jöfn? Leicester þarf að fá fleiri stig en annað hvort Liverpool eða Chelsea í lokaumferðinni, eða vinna sinn leik með fjórum mörkum meiri mun en Liverpool vinnur Palace. Sá möguleiki er reyndar fyrir hendi að Leicester og Liverpool verði jöfn að stigum með nákvæmlega sömu markatölu. Til þess þyrfti þó mjög óvenjuleg úrslit, eins og til að mynda 6-0 sigur Leicester og 6-4 sigur Liverpool. Ef til þess kæmi myndu innbyrðis viðureignir Liverpool og Leicester ráða stöðu þeirra og þar hefur Liverpool örlítið betur. Gylfi, Tottenham og Arsenal í baráttu Liðið sem endar í 5. sæti er öruggt um sæti í Evrópudeildinni. Liðið sem endar í 6. sæti mun einnig fá sæti í Evrópudeildinni og liðið í 7. sæti fer í hina nýju Sambandsdeild UEFA. West Ham dugar stig gegn Southampton til að tryggja sér 6. sæti. Tottenham á möguleika á því sæti ef West Ham tapar. Tottenham (59 stig), Everton (59) og Arsenal (58) berjst um 7. sæti og er Tottenham með langbestu markatöluna en á leið í leik við Leicester. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eiga erfiðan leik við meistara City í lokaumferðinni. Arsenal getur með sigri á Brighton komist í Sambandsdeildina ef hvorki Tottenham né Everton vinnur. Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Sjá meira
Lokaumferð deildarinnar er á sunnudaginn. Manchester City og Manchester United hafa tryggt sér efstu tvö sætin. Mikil spenna er um hvaða lið ná 3. og 4. sæti því aðeins munar einu stigi á Chelsea í 3. sæti og Leicester sem situr í 5. sæti, með lakari markatölu en Liverpool. Chelsea gæti fengið fimmta sætið Vanalega fær England fjögur sæti í Meistaradeild Evrópu og fara þau til fjögurra efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar. Ef að Chelsea endar í 5. sæti, en vinnur Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, fær England hins vegar aukasæti í Meistaradeildinni og sendir þangað fimm lið á næstu leiktíð. Engu breytir þó að Manchester United vinni Evrópudeildina því að liðið hefur þegar tryggt sér Meistaradeildarsæti með því að enda í 2. sæti úrvalsdeildarinnar. Jorginho fagnar í hinum dýrmæta sigri Chelsea gegn Leicester í vikunni.AP/Catherine Ivill Í lokaumferðinni á sunnudag tekur Liverpool á móti Crystal Palace, Leicester mætir Tottenham og Chelsea sækir Aston Villa heim. Hvað ef að Liverpool og Leicester verða nákvæmlega jöfn? Leicester þarf að fá fleiri stig en annað hvort Liverpool eða Chelsea í lokaumferðinni, eða vinna sinn leik með fjórum mörkum meiri mun en Liverpool vinnur Palace. Sá möguleiki er reyndar fyrir hendi að Leicester og Liverpool verði jöfn að stigum með nákvæmlega sömu markatölu. Til þess þyrfti þó mjög óvenjuleg úrslit, eins og til að mynda 6-0 sigur Leicester og 6-4 sigur Liverpool. Ef til þess kæmi myndu innbyrðis viðureignir Liverpool og Leicester ráða stöðu þeirra og þar hefur Liverpool örlítið betur. Gylfi, Tottenham og Arsenal í baráttu Liðið sem endar í 5. sæti er öruggt um sæti í Evrópudeildinni. Liðið sem endar í 6. sæti mun einnig fá sæti í Evrópudeildinni og liðið í 7. sæti fer í hina nýju Sambandsdeild UEFA. West Ham dugar stig gegn Southampton til að tryggja sér 6. sæti. Tottenham á möguleika á því sæti ef West Ham tapar. Tottenham (59 stig), Everton (59) og Arsenal (58) berjst um 7. sæti og er Tottenham með langbestu markatöluna en á leið í leik við Leicester. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eiga erfiðan leik við meistara City í lokaumferðinni. Arsenal getur með sigri á Brighton komist í Sambandsdeildina ef hvorki Tottenham né Everton vinnur.
Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Sjá meira