Eygja möguleika á vopnahléssamningi á föstudag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. maí 2021 00:02 Þrátt fyrir yfirlýsingar Netanjahús í dag virðast einhverjir telja að vopnahléssamningur gæti náðst um helgina. getty/kobi wolf/bloomberg Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, virðist ekki ætla að verða við ákalli Bandaríkjaforseta Joe Bidens um að draga verulega úr loftárásum á Gasa-svæðið. Þvert á móti gaf hann það út eftir samtal þeirra í dag að hann myndi gefa í árásirnar. Hörð ummæli Netanjahús marka fyrsta skiptið þar sem yfirlýsingar og stefna Bandaríkjanna og Ísraelsmanna í málinu stangast á. Hvíta húsið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem greint var frá því að Biden hafi sagt við Netanjahú í símtali að hann byggist við að Ísraelsmenn myndu draga verulega úr loftárásum sínum á Palestínumenn á næstu dögum. Stuttu eftir að tilkynningin var send út gaf Netanjahú það hins vegar út að hann myndi bæta í hernaðaraðgerðir á svæðinu. Alþjóðlegur þrýstingur hefur aukist verulega á Ísrael undanfarna daga, samhliða fregnum af miklu mannfalli meðal almennra borgara á Gasa og sömuleiðis miklu eignatjóni. Vísbendingar um vopnahlé Netanjahú hafði þá fyrr í dag gefið það út að ekkert vopnahlé væri til umræðu milli Ísraels og Hamas. Þrátt fyrir þetta virðast margir telja að viðræður um vopnahlé séu í gangi og menn jafnvel að þokast í átt að samkomulagi. New York Times greindi frá því í dag að háttsettur liðsmaður Hamas byggist við vopnahléssamningi á næstu tveimur dögum og þá hafa ísraelskir miðlar greint frá því í dag að ísraelskir embættismenn búist ekki við því að loftárásum á Gasa-svæðið linni fyrr en í fyrsta lagi á föstudag. Etthvað virðist að minnsta kosti vera að gerast í viðræðum aðilanna og nefna báðir aðilar föstudag í samhengi við vopnahlé. Eldflaugum skotið frá Líbanon Linnulausar loftárásir Ísraelshers á Palestínumenn hélt áfram í dag og létu að minnsta kosti níu lífið á Gasa-svæðinu, samkvæmt frétt AP. Að minnsta kosti 227 Palestínumenn hafa látist síðan árásirnar hófust fyrir rúmri viku síðan. Þar af eru 64 börn og 38 konur. Að minnsta kosti 1.620 eru særðir. Á meðan hafa tólf látist í Ísrael í loftárásum Hamas-samtakanna, þar af tvö börn. Eldflaugum var þá skotið inn í norðurhluta Ísrael frá Líbanon í dag í þriðja skiptið á innan við viku. Enginn hefur enn lýst sig ábyrgan fyrir árás en hryðjuverkasamtökin Hezbollah, sem hafa áður strítt við Ísraelsmenn, liggja þar helst undir grun. Þó eru fámennar fylkingar Palestínumanna staðsettar í suðurhluta Líbanon. Ísraelsher svaraði í sömu mynt með loftárásum á Líbanon í dag en ekkert mannfall varð í þessum árásum og hefur enginn slasast. Ísrael Palestína Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Þrýstingur um vopnahlé fer vaxandi Þrýstingur alþjóðasamfélagsins um vopnahlé á Gasa-svæðinu fer nú vaxandi en Egyptar segjast nú vilja koma vopnahléi á strax á morgun. 19. maí 2021 07:00 Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við vopnahlé á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. 18. maí 2021 07:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Hörð ummæli Netanjahús marka fyrsta skiptið þar sem yfirlýsingar og stefna Bandaríkjanna og Ísraelsmanna í málinu stangast á. Hvíta húsið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem greint var frá því að Biden hafi sagt við Netanjahú í símtali að hann byggist við að Ísraelsmenn myndu draga verulega úr loftárásum sínum á Palestínumenn á næstu dögum. Stuttu eftir að tilkynningin var send út gaf Netanjahú það hins vegar út að hann myndi bæta í hernaðaraðgerðir á svæðinu. Alþjóðlegur þrýstingur hefur aukist verulega á Ísrael undanfarna daga, samhliða fregnum af miklu mannfalli meðal almennra borgara á Gasa og sömuleiðis miklu eignatjóni. Vísbendingar um vopnahlé Netanjahú hafði þá fyrr í dag gefið það út að ekkert vopnahlé væri til umræðu milli Ísraels og Hamas. Þrátt fyrir þetta virðast margir telja að viðræður um vopnahlé séu í gangi og menn jafnvel að þokast í átt að samkomulagi. New York Times greindi frá því í dag að háttsettur liðsmaður Hamas byggist við vopnahléssamningi á næstu tveimur dögum og þá hafa ísraelskir miðlar greint frá því í dag að ísraelskir embættismenn búist ekki við því að loftárásum á Gasa-svæðið linni fyrr en í fyrsta lagi á föstudag. Etthvað virðist að minnsta kosti vera að gerast í viðræðum aðilanna og nefna báðir aðilar föstudag í samhengi við vopnahlé. Eldflaugum skotið frá Líbanon Linnulausar loftárásir Ísraelshers á Palestínumenn hélt áfram í dag og létu að minnsta kosti níu lífið á Gasa-svæðinu, samkvæmt frétt AP. Að minnsta kosti 227 Palestínumenn hafa látist síðan árásirnar hófust fyrir rúmri viku síðan. Þar af eru 64 börn og 38 konur. Að minnsta kosti 1.620 eru særðir. Á meðan hafa tólf látist í Ísrael í loftárásum Hamas-samtakanna, þar af tvö börn. Eldflaugum var þá skotið inn í norðurhluta Ísrael frá Líbanon í dag í þriðja skiptið á innan við viku. Enginn hefur enn lýst sig ábyrgan fyrir árás en hryðjuverkasamtökin Hezbollah, sem hafa áður strítt við Ísraelsmenn, liggja þar helst undir grun. Þó eru fámennar fylkingar Palestínumanna staðsettar í suðurhluta Líbanon. Ísraelsher svaraði í sömu mynt með loftárásum á Líbanon í dag en ekkert mannfall varð í þessum árásum og hefur enginn slasast.
Ísrael Palestína Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Þrýstingur um vopnahlé fer vaxandi Þrýstingur alþjóðasamfélagsins um vopnahlé á Gasa-svæðinu fer nú vaxandi en Egyptar segjast nú vilja koma vopnahléi á strax á morgun. 19. maí 2021 07:00 Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við vopnahlé á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. 18. maí 2021 07:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Þrýstingur um vopnahlé fer vaxandi Þrýstingur alþjóðasamfélagsins um vopnahlé á Gasa-svæðinu fer nú vaxandi en Egyptar segjast nú vilja koma vopnahléi á strax á morgun. 19. maí 2021 07:00
Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við vopnahlé á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. 18. maí 2021 07:00