Erlent

Skelltu tveimur íbúðarblokkum í sóttkví

Snorri Másson skrifar
Mynd frá Berlín. Indverska afbrigðið hefur stungið sér niður í Þýskalandi.
Mynd frá Berlín. Indverska afbrigðið hefur stungið sér niður í Þýskalandi. AP/Michael Sohn

Heilbrigðisyfirvöld í litlum bæ í grennd við Düsseldorf í Þýskalandi gripu til sérstaklega róttækra aðgerða vegna kórónuveirusmita af völdum indverska afbrigðisins um helgina.

Nokkrir íbúar í tveimur háhýsum í bænum Velbert höfðu greinst með veiruna og í stað þess að einangra þá sem höfðu verið í samskiptum við hina smituðu, var ákveðið að setja alla 200 íbúa blokkanna í sóttkví.

Óttast er að indverska afbrigðið sé ólíkt meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Aðeins eitt tilvikanna sem greint var í háhýsunum var vegna indverska afbrigðisins en engu síður var ákveðið að taka enga áhættu.

Starfsmenn Rauða krossins aðstoða íbúanna við daglegt líf meðan á sóttkvínni stendur. Ljóst er að hún varir í að minnsta kosti viku enda tekur raðgreining 19 sýna sem greinst hafa jákvæð svo langan tíma, eins og sagt er frá í SPIEGEL.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.