Innlent

24 þúsund bólu­settir í vikunni

Atli Ísleifsson skrifar
Frá bólusetningu í Laugardalshöll í Reykjavík.
Frá bólusetningu í Laugardalshöll í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Um 24 þúsund einstaklingar verða bólusettir hér á landi í vikunni. Notast verður við öll fjögur bóluefnin – það er AstraZeneca, Pfizer, Moderna og Janssen.

Frá þessu segir í tilkynningu inni á vef Embættis landlæknis. Samtals fá um tólf þúsund bóluefni Pfizer, sem skiptist jafnt milli fyrri og seinni bólusetningu.

Sömuleiðis munu um sjö þúsund manns fá bólusetningu með bóluefni Moderna og þá verður bólusett með fjögur þúsund skömmtum af Janssen, þá munu um 1.500 einstaklingar fá bóluefni AstraZeneca. Bólusett verður með bóluefni Moderna í dag.

Greint var frá því í síðustu viku að vonast væri til að bólusetningum fólks með undirliggjandi sjúkdóma og forgangshópum verði lokið í vikunni.

Alls eru 65.011 manns nú fullbólusettir og þá er bólusetning hafin hjá 82.581 manns til viðbótar.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×