Sýndu Palestínu stuðning í bikarfögnuðinum á Wembley Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2021 08:00 Hamza Choudhury með palestínska fánann á Wembley á laugardaginn. Getty/Marc Atkins Þegar Hamza Choudhury og Wesley Fofana gengu um Wembley-leikvanginn á laugardaginn, sem nýkrýndir bikarmeistarar í enskum fótbolta með liði Leicester, héldu þeir fána Palestínu á lofti. Choudhury, sem er enskur miðjumaður, og franski varnarmaðurinn Fofana ákváðu að sýna Palestínumönnum stuðning líkt og tugþúsundir manna gerðu víða í borgum Evrópu í gær. Talið er að 197 manns hafi dáið í loftárásum Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga, þar af 58 börn. Choudhury bar palestínska fánann á herðum sér þegar hann tók við gullverðlaunum sínum á laugardaginn, eftir 1-0 sigur Leicester á Chelsea. Þeir Fofana héldu einnig á fánanum þegar liðið gekk sigurhring um Wembley eftir að hafa orðið bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hamza Choudhury and Wesley Fofana hold up Palestine flag during FA Cup celebrations https://t.co/hx5tAtw2An pic.twitter.com/oEcwU38vdP— Mirror Football (@MirrorFootball) May 15, 2021 Fleiri knattspyrnumenn hafa látið sig blóðbaðið á Gasasvæðinu varða og sýnt Palestínumönnum stuðning. Egyptinn Mohamed Elneny, leikmaður Arsenal, gerði það á samfélagsmiðlinum Twitter í síðustu viku. my heart and my soul and my support for you Palestine pic.twitter.com/ywrpPk5Xmf— Mohamed ELNeny (@ElNennY) May 10, 2021 Sky Sports fékk það staðfest frá Arsenal að félagið hefði rætt við Elneny vegna skrifa hans, eftir að kaffiframleiðandinn Lavazza, einn af bakhjörlum Arsenal, lýsti yfir áhyggjum af þeim. Félagið tók þó fram að allir starfsmenn Arsenal hefðu rétt á að tjá sínar skoðanir á eigin samfélagsmiðlum en að talið hefði verið rétt að útskýra fyrir Elneny hverjar afleiðingar skrifa hans gætu orðið. Enski boltinn Palestína Tengdar fréttir Vissi ekki að Leicester hefði aldrei unnið bikarinn þegar hann tók við Brendan Rodgers, þjálfari Leicester City, var í sjöunda himni er hann ræddi við blaðamenn eftir 1-0 sigur sinna manna á Chelsea í úrslitum FA-bikarsins í dag. 15. maí 2021 23:00 Leicester City bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Leicester City lagði Chelsea 1-0 í úrslitum FA-bikarsins sem fram fór á Wembley í Lundúnum fyrir framan 20 þúsund manns í dag. Youri Tielemans með glæsilegt mark í síðari hálfleik og það dugði þó mikil dramatík hafi verið undir lok leiks. 15. maí 2021 18:10 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Choudhury, sem er enskur miðjumaður, og franski varnarmaðurinn Fofana ákváðu að sýna Palestínumönnum stuðning líkt og tugþúsundir manna gerðu víða í borgum Evrópu í gær. Talið er að 197 manns hafi dáið í loftárásum Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga, þar af 58 börn. Choudhury bar palestínska fánann á herðum sér þegar hann tók við gullverðlaunum sínum á laugardaginn, eftir 1-0 sigur Leicester á Chelsea. Þeir Fofana héldu einnig á fánanum þegar liðið gekk sigurhring um Wembley eftir að hafa orðið bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hamza Choudhury and Wesley Fofana hold up Palestine flag during FA Cup celebrations https://t.co/hx5tAtw2An pic.twitter.com/oEcwU38vdP— Mirror Football (@MirrorFootball) May 15, 2021 Fleiri knattspyrnumenn hafa látið sig blóðbaðið á Gasasvæðinu varða og sýnt Palestínumönnum stuðning. Egyptinn Mohamed Elneny, leikmaður Arsenal, gerði það á samfélagsmiðlinum Twitter í síðustu viku. my heart and my soul and my support for you Palestine pic.twitter.com/ywrpPk5Xmf— Mohamed ELNeny (@ElNennY) May 10, 2021 Sky Sports fékk það staðfest frá Arsenal að félagið hefði rætt við Elneny vegna skrifa hans, eftir að kaffiframleiðandinn Lavazza, einn af bakhjörlum Arsenal, lýsti yfir áhyggjum af þeim. Félagið tók þó fram að allir starfsmenn Arsenal hefðu rétt á að tjá sínar skoðanir á eigin samfélagsmiðlum en að talið hefði verið rétt að útskýra fyrir Elneny hverjar afleiðingar skrifa hans gætu orðið.
Enski boltinn Palestína Tengdar fréttir Vissi ekki að Leicester hefði aldrei unnið bikarinn þegar hann tók við Brendan Rodgers, þjálfari Leicester City, var í sjöunda himni er hann ræddi við blaðamenn eftir 1-0 sigur sinna manna á Chelsea í úrslitum FA-bikarsins í dag. 15. maí 2021 23:00 Leicester City bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Leicester City lagði Chelsea 1-0 í úrslitum FA-bikarsins sem fram fór á Wembley í Lundúnum fyrir framan 20 þúsund manns í dag. Youri Tielemans með glæsilegt mark í síðari hálfleik og það dugði þó mikil dramatík hafi verið undir lok leiks. 15. maí 2021 18:10 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Vissi ekki að Leicester hefði aldrei unnið bikarinn þegar hann tók við Brendan Rodgers, þjálfari Leicester City, var í sjöunda himni er hann ræddi við blaðamenn eftir 1-0 sigur sinna manna á Chelsea í úrslitum FA-bikarsins í dag. 15. maí 2021 23:00
Leicester City bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Leicester City lagði Chelsea 1-0 í úrslitum FA-bikarsins sem fram fór á Wembley í Lundúnum fyrir framan 20 þúsund manns í dag. Youri Tielemans með glæsilegt mark í síðari hálfleik og það dugði þó mikil dramatík hafi verið undir lok leiks. 15. maí 2021 18:10
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti