Tveir Skagamenn á sjúkrahús: „Hann var greinilega sárkvalinn“ Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2021 22:00 Sindri Snær Magnússon og Árni Snær Ólafsson fóru báðir á spítala í kvöld. vísir/hag og bára Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, gæti orðið lengi frá keppni eftir að hafa meiðst gegn FH í kvöld. Sindri Snær Magnússon meiddist einnig alvarlega og var fluttur með sjúkrabíl af vellinum. Sindri meiddist rétt eftir að hafa komið inn á Kaplakrikavöllinn í upphafi seinni hálfleiks. Hann var látinn liggja grafkyrr þar til að sjúkrabíll kom og sjúkraflutningafólk gat komið honum á börur. Erfitt var að greina hvað gerðist en Sindri var með fullri meðvitund og veifaði til áhorfenda áður en hann yfirgaf svæðið. „Ég veit ekki almennilega hvað þetta var en mér skildist að þetta gæti verið illa brotið rifbein eða fleiri, og kannski eitthvað innvortis,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, við Vísi strax eftir leik. „Við vonum bara það besta þar til við fáum eitthvað staðfest. Hann var greinilega sárkvalinn og það var erfitt að hreyfa hann. Menn vildu passa sig á að gera það rétt,“ sagði Jóhannes Karl. Árni Snær meiddist eftir samstuð við Matthías Vilhjálmsson þegar um korter var eftir af leiknum: „Ég er drulluhræddur um að hann hafi farið í hásininni,“ sagði Jóhannes Karl, en þýðir það þá ekki að tímabilinu sé lokið hjá Árna, sem átti margar frábærar markvörslur í kvöld? „Ég er ekki sérfræðingur í þeim málum. Hann er á leið upp á sjúkrahús og við skulum bíða og sjá hvað setur.“ FH-ingar unnu leikinn að lokum 5-1 en þeir komust yfir þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks. Tvö síðustu mörkin komu eftir að Árni var farinn meiddur af velli og ÍA tveimur mönnum færra, því Hákon Ingi Jónsson fékk rautt spjald í fyrri hálfleik. „Það er rosalega svekkjandi að missa mann út af. Við byrjuðum leikinn vel og ætluðum okkur að keyra á ákveðna veikleika í FH-liðinu. Við skoruðum eitt mjög gott mark og vorum þannig lagað flottir í fyrri hálfleik en auðvitað er mjög erfitt að spila á móti FH-ingum á þeirra heimavelli. Þeir eru með gott lið og hingað er erfitt að koma, hvað þá þegar við verðum manni færri í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhannes Karl. En er hann svekktur út í Hákon Inga fyrir að fá á sig tvö gul spjöld og þar með rautt með skömmu millibili í fyrri hálfleik: „Ég er alltaf svekktur að missa mann út af en ég er ekki svekktur út í Hákon Inga,“ sagði Jóhannes Karl. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
Sindri meiddist rétt eftir að hafa komið inn á Kaplakrikavöllinn í upphafi seinni hálfleiks. Hann var látinn liggja grafkyrr þar til að sjúkrabíll kom og sjúkraflutningafólk gat komið honum á börur. Erfitt var að greina hvað gerðist en Sindri var með fullri meðvitund og veifaði til áhorfenda áður en hann yfirgaf svæðið. „Ég veit ekki almennilega hvað þetta var en mér skildist að þetta gæti verið illa brotið rifbein eða fleiri, og kannski eitthvað innvortis,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, við Vísi strax eftir leik. „Við vonum bara það besta þar til við fáum eitthvað staðfest. Hann var greinilega sárkvalinn og það var erfitt að hreyfa hann. Menn vildu passa sig á að gera það rétt,“ sagði Jóhannes Karl. Árni Snær meiddist eftir samstuð við Matthías Vilhjálmsson þegar um korter var eftir af leiknum: „Ég er drulluhræddur um að hann hafi farið í hásininni,“ sagði Jóhannes Karl, en þýðir það þá ekki að tímabilinu sé lokið hjá Árna, sem átti margar frábærar markvörslur í kvöld? „Ég er ekki sérfræðingur í þeim málum. Hann er á leið upp á sjúkrahús og við skulum bíða og sjá hvað setur.“ FH-ingar unnu leikinn að lokum 5-1 en þeir komust yfir þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks. Tvö síðustu mörkin komu eftir að Árni var farinn meiddur af velli og ÍA tveimur mönnum færra, því Hákon Ingi Jónsson fékk rautt spjald í fyrri hálfleik. „Það er rosalega svekkjandi að missa mann út af. Við byrjuðum leikinn vel og ætluðum okkur að keyra á ákveðna veikleika í FH-liðinu. Við skoruðum eitt mjög gott mark og vorum þannig lagað flottir í fyrri hálfleik en auðvitað er mjög erfitt að spila á móti FH-ingum á þeirra heimavelli. Þeir eru með gott lið og hingað er erfitt að koma, hvað þá þegar við verðum manni færri í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhannes Karl. En er hann svekktur út í Hákon Inga fyrir að fá á sig tvö gul spjöld og þar með rautt með skömmu millibili í fyrri hálfleik: „Ég er alltaf svekktur að missa mann út af en ég er ekki svekktur út í Hákon Inga,“ sagði Jóhannes Karl.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira