Tveir Skagamenn á sjúkrahús: „Hann var greinilega sárkvalinn“ Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2021 22:00 Sindri Snær Magnússon og Árni Snær Ólafsson fóru báðir á spítala í kvöld. vísir/hag og bára Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, gæti orðið lengi frá keppni eftir að hafa meiðst gegn FH í kvöld. Sindri Snær Magnússon meiddist einnig alvarlega og var fluttur með sjúkrabíl af vellinum. Sindri meiddist rétt eftir að hafa komið inn á Kaplakrikavöllinn í upphafi seinni hálfleiks. Hann var látinn liggja grafkyrr þar til að sjúkrabíll kom og sjúkraflutningafólk gat komið honum á börur. Erfitt var að greina hvað gerðist en Sindri var með fullri meðvitund og veifaði til áhorfenda áður en hann yfirgaf svæðið. „Ég veit ekki almennilega hvað þetta var en mér skildist að þetta gæti verið illa brotið rifbein eða fleiri, og kannski eitthvað innvortis,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, við Vísi strax eftir leik. „Við vonum bara það besta þar til við fáum eitthvað staðfest. Hann var greinilega sárkvalinn og það var erfitt að hreyfa hann. Menn vildu passa sig á að gera það rétt,“ sagði Jóhannes Karl. Árni Snær meiddist eftir samstuð við Matthías Vilhjálmsson þegar um korter var eftir af leiknum: „Ég er drulluhræddur um að hann hafi farið í hásininni,“ sagði Jóhannes Karl, en þýðir það þá ekki að tímabilinu sé lokið hjá Árna, sem átti margar frábærar markvörslur í kvöld? „Ég er ekki sérfræðingur í þeim málum. Hann er á leið upp á sjúkrahús og við skulum bíða og sjá hvað setur.“ FH-ingar unnu leikinn að lokum 5-1 en þeir komust yfir þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks. Tvö síðustu mörkin komu eftir að Árni var farinn meiddur af velli og ÍA tveimur mönnum færra, því Hákon Ingi Jónsson fékk rautt spjald í fyrri hálfleik. „Það er rosalega svekkjandi að missa mann út af. Við byrjuðum leikinn vel og ætluðum okkur að keyra á ákveðna veikleika í FH-liðinu. Við skoruðum eitt mjög gott mark og vorum þannig lagað flottir í fyrri hálfleik en auðvitað er mjög erfitt að spila á móti FH-ingum á þeirra heimavelli. Þeir eru með gott lið og hingað er erfitt að koma, hvað þá þegar við verðum manni færri í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhannes Karl. En er hann svekktur út í Hákon Inga fyrir að fá á sig tvö gul spjöld og þar með rautt með skömmu millibili í fyrri hálfleik: „Ég er alltaf svekktur að missa mann út af en ég er ekki svekktur út í Hákon Inga,“ sagði Jóhannes Karl. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Sindri meiddist rétt eftir að hafa komið inn á Kaplakrikavöllinn í upphafi seinni hálfleiks. Hann var látinn liggja grafkyrr þar til að sjúkrabíll kom og sjúkraflutningafólk gat komið honum á börur. Erfitt var að greina hvað gerðist en Sindri var með fullri meðvitund og veifaði til áhorfenda áður en hann yfirgaf svæðið. „Ég veit ekki almennilega hvað þetta var en mér skildist að þetta gæti verið illa brotið rifbein eða fleiri, og kannski eitthvað innvortis,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, við Vísi strax eftir leik. „Við vonum bara það besta þar til við fáum eitthvað staðfest. Hann var greinilega sárkvalinn og það var erfitt að hreyfa hann. Menn vildu passa sig á að gera það rétt,“ sagði Jóhannes Karl. Árni Snær meiddist eftir samstuð við Matthías Vilhjálmsson þegar um korter var eftir af leiknum: „Ég er drulluhræddur um að hann hafi farið í hásininni,“ sagði Jóhannes Karl, en þýðir það þá ekki að tímabilinu sé lokið hjá Árna, sem átti margar frábærar markvörslur í kvöld? „Ég er ekki sérfræðingur í þeim málum. Hann er á leið upp á sjúkrahús og við skulum bíða og sjá hvað setur.“ FH-ingar unnu leikinn að lokum 5-1 en þeir komust yfir þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks. Tvö síðustu mörkin komu eftir að Árni var farinn meiddur af velli og ÍA tveimur mönnum færra, því Hákon Ingi Jónsson fékk rautt spjald í fyrri hálfleik. „Það er rosalega svekkjandi að missa mann út af. Við byrjuðum leikinn vel og ætluðum okkur að keyra á ákveðna veikleika í FH-liðinu. Við skoruðum eitt mjög gott mark og vorum þannig lagað flottir í fyrri hálfleik en auðvitað er mjög erfitt að spila á móti FH-ingum á þeirra heimavelli. Þeir eru með gott lið og hingað er erfitt að koma, hvað þá þegar við verðum manni færri í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhannes Karl. En er hann svekktur út í Hákon Inga fyrir að fá á sig tvö gul spjöld og þar með rautt með skömmu millibili í fyrri hálfleik: „Ég er alltaf svekktur að missa mann út af en ég er ekki svekktur út í Hákon Inga,“ sagði Jóhannes Karl.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira