83 hafa fallið á Gasa og herinn undirbýr frekari árásir Sylvía Hall skrifar 13. maí 2021 09:47 Íbúar leita að eigum sínum í rústum íbúðarhúss sem varð fyrir loftárás Ísraelshers. Getty/Mustafa Hassona Enn standa yfir átök á Gasa-ströndinni og hafa árásir ísraelska hersins og Hamas gengið á víxl. Ísraelsher er nú í viðbragðsstöðu við landamæri Gasasvæðisins og undirbýr frekari aðgerðir. 83 Palestínumenn hafa fallið á Gasasvæðinu frá því að átök brutust út á mánudag samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa og sjö í Ísrael. Samkvæmt AP-fréttaveitunni eru sautján börn meðal hinna látnu á Gasasvæðinu og hátt í fimm hundruð særðir. Ofbeldi hefur færst í aukana í borgum víða á svæðinu eftir mikil mótmæli undanfarnar vikur. Árásum Ísraelshers var mótmælt í borginni Hebron á Vesturbakkanum í nótt.Getty/Mamoun Wazwaz Alþjóðasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu og kallað eftir því að vopnahlé verði gert. Egypskir embættismenn og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að unnið sé að sáttamiðlun í von um vopnahlé. Á miðvikudag sagði Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í vikunni að hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna myndu standa yfir svo lengi sem þeirra væri þörf. Loftárásir Ísraela hafa beinst að leiðtogum Hamas, húsum þeirra og vistarverum. Almennir borgarar eru þó í miklum meirihluta þeirra sem hafa fallið í árásunum. Sex hæða íbúðabygging á Gasa var eyðilögð í loftárásum Ísraelshers á fimmtudag og lést einn maður eftir að hafa orðið fyrir eldflaug. Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, sem stjórnar Gasa, sagðist ekki sjá fyrir endann á „átökunum við óvininn“ eins og staðan væri núna. A combination picture shows a building before and after it was destroyed by Israeli airstrikes in Gaza City. Our latest photos: https://t.co/I9movMkSap 📷 Ibraheem Abu Mustafa pic.twitter.com/LZjamGogUn— Reuters Pictures (@reuterspictures) May 12, 2021 Heilbrigðisyfirvöld á Gasa rannsaka nú dauðsföll nokkurra íbúa í nótt sem mögulega tengjast lífshættulegu gasi. Um tvær milljónir búa á Gasa-ströndinni sem er mjög þéttbýl. Svæðið hefur verið lokað af af Ísraelsmönnum og Egyptum frá því Hamas-liðar tóku þar völd árið 2007. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53 Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
83 Palestínumenn hafa fallið á Gasasvæðinu frá því að átök brutust út á mánudag samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa og sjö í Ísrael. Samkvæmt AP-fréttaveitunni eru sautján börn meðal hinna látnu á Gasasvæðinu og hátt í fimm hundruð særðir. Ofbeldi hefur færst í aukana í borgum víða á svæðinu eftir mikil mótmæli undanfarnar vikur. Árásum Ísraelshers var mótmælt í borginni Hebron á Vesturbakkanum í nótt.Getty/Mamoun Wazwaz Alþjóðasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu og kallað eftir því að vopnahlé verði gert. Egypskir embættismenn og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að unnið sé að sáttamiðlun í von um vopnahlé. Á miðvikudag sagði Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í vikunni að hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna myndu standa yfir svo lengi sem þeirra væri þörf. Loftárásir Ísraela hafa beinst að leiðtogum Hamas, húsum þeirra og vistarverum. Almennir borgarar eru þó í miklum meirihluta þeirra sem hafa fallið í árásunum. Sex hæða íbúðabygging á Gasa var eyðilögð í loftárásum Ísraelshers á fimmtudag og lést einn maður eftir að hafa orðið fyrir eldflaug. Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, sem stjórnar Gasa, sagðist ekki sjá fyrir endann á „átökunum við óvininn“ eins og staðan væri núna. A combination picture shows a building before and after it was destroyed by Israeli airstrikes in Gaza City. Our latest photos: https://t.co/I9movMkSap 📷 Ibraheem Abu Mustafa pic.twitter.com/LZjamGogUn— Reuters Pictures (@reuterspictures) May 12, 2021 Heilbrigðisyfirvöld á Gasa rannsaka nú dauðsföll nokkurra íbúa í nótt sem mögulega tengjast lífshættulegu gasi. Um tvær milljónir búa á Gasa-ströndinni sem er mjög þéttbýl. Svæðið hefur verið lokað af af Ísraelsmönnum og Egyptum frá því Hamas-liðar tóku þar völd árið 2007.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53 Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53
Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02
Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02
Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01