„Svona geturðu bara fótbrotið og endað feril manna“ Árni Gísli Magnúson skrifar 12. maí 2021 20:33 Arnar var ekki yfir sig hrifinn af leik KA í kvöld. vísir/hulda margrét KA skoraði þrjú mörk í dag og hélt hreinu gegn Leikni í Pepsi Max deildinni og var Arnar Grétarsson, þjálfari liðsins, sáttur við sigurinn þó spilamennskan hafi á köflum ekki verið nægilega góð að hans mati. „Ánægður að hafa unnið og skorað þrjú mörk, en svona heilt yfir ekki sáttur við spilamennskuna þrátt fyrir að hafa unnið 3-0 og svo fannst mér við ansi sloppy á tímum og hefðum getað gert miklu betur á boltanum. Varnarlega séð vorum við mjög flottir. Í stöðunni 2-0 fyrir okkur fá Leiknismenn sitt eina færi í leiknum og þar gerir Stubbur vel með gríðarlega góðri vörslu sem gerir hlutina þægilegri og svo í 3-0 þar klárast leikurinn.” KA sótti Vladan Dogatovic í vikunn en Stubbur fékk traustið áfram í markinu og Arnar lofaði honum í hástert. „Á meðan Stubbur stendur sig svona verður erfitt að ýta honum burt. Ef þetta er ekki til halda stöðunni þá veit ég ekki hvað það er.” Arnar vildi sjá liðið skora enn fleiri mörk í dag þrátt fyrir að hafa skorað þrjú og hlýtur það að sýna að sóknarleikurinn er eitthvað sem hann hefur lagt mikla áherslu á með liðið í vetur. „Við áttum að skora fleiri mörk í dag og heilt yfir vorum við ekki frábærir á boltanum. Sérstakt að segja það þegar við skorum þrjú mörk og fáum mörg færi en þetta var ekki okkar besti leikur fótboltalega séð. Varnarlega séð vorum við flottir en við getum enn meira.” Octavio Andrés Paez Gil fékk beint rautt spjald eftir ljóta tæklingu í seinni hálfleik og Arnar var ekki par sáttur við þessa tilburði. „Hann tekur bara langstökk og tveggja fóta tæklingu og þetta á ekki að sjást af því það er akkurat svona sem menn slasa sig alvarlega og bara heppni að Kári stóð ekki í lappirnar. Svona geturðu bara fótbrotið og endað feril manna, þetta var eldrautt kort.” Spilað var á gervigrasinu á Dalvíkurvelli í dag en vallaraðsæður á Greifavellinum á Akureyri eru ekki boðlegar eins og er. Arnar segist vera opinn fyrir því að spila áfram á Dalvík. „Ef ég fengi að ráða, völlurinn lítur hræðilega út og svo erum við bara ekki með æfingaraðstöðu. Þannig að æfingaraðstaðan okkar núna er bara gervigras sem er ekki frábært en það væri nú fínt að hafa svona völl á Akureyri þó það hafi verið frábært að fá að nota völlinn hérna á Dalvík í dag.” KA sækir Keflavik heim í næstu umferð sem verður eflaust hörkuleikur en Keflavík sigraði Stjörnuna 2-0 í síðustu umferð. „Ég sá síðasta leik með þeim á móti Stjörnunni og Keflavík er með hörku lið og það verður alvöru leikur eins og allir þessir leikir eru, það er enginn auðveldur leikur. Nú fáum við smá tíma til að njóta þessarra þriggja punkta og byrjum svo að undirbúa okkur fyrir Keflavík á morgun” Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Leiknir 3-0 | Öruggt á Dalvík KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri. 12. maí 2021 19:21 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
„Ánægður að hafa unnið og skorað þrjú mörk, en svona heilt yfir ekki sáttur við spilamennskuna þrátt fyrir að hafa unnið 3-0 og svo fannst mér við ansi sloppy á tímum og hefðum getað gert miklu betur á boltanum. Varnarlega séð vorum við mjög flottir. Í stöðunni 2-0 fyrir okkur fá Leiknismenn sitt eina færi í leiknum og þar gerir Stubbur vel með gríðarlega góðri vörslu sem gerir hlutina þægilegri og svo í 3-0 þar klárast leikurinn.” KA sótti Vladan Dogatovic í vikunn en Stubbur fékk traustið áfram í markinu og Arnar lofaði honum í hástert. „Á meðan Stubbur stendur sig svona verður erfitt að ýta honum burt. Ef þetta er ekki til halda stöðunni þá veit ég ekki hvað það er.” Arnar vildi sjá liðið skora enn fleiri mörk í dag þrátt fyrir að hafa skorað þrjú og hlýtur það að sýna að sóknarleikurinn er eitthvað sem hann hefur lagt mikla áherslu á með liðið í vetur. „Við áttum að skora fleiri mörk í dag og heilt yfir vorum við ekki frábærir á boltanum. Sérstakt að segja það þegar við skorum þrjú mörk og fáum mörg færi en þetta var ekki okkar besti leikur fótboltalega séð. Varnarlega séð vorum við flottir en við getum enn meira.” Octavio Andrés Paez Gil fékk beint rautt spjald eftir ljóta tæklingu í seinni hálfleik og Arnar var ekki par sáttur við þessa tilburði. „Hann tekur bara langstökk og tveggja fóta tæklingu og þetta á ekki að sjást af því það er akkurat svona sem menn slasa sig alvarlega og bara heppni að Kári stóð ekki í lappirnar. Svona geturðu bara fótbrotið og endað feril manna, þetta var eldrautt kort.” Spilað var á gervigrasinu á Dalvíkurvelli í dag en vallaraðsæður á Greifavellinum á Akureyri eru ekki boðlegar eins og er. Arnar segist vera opinn fyrir því að spila áfram á Dalvík. „Ef ég fengi að ráða, völlurinn lítur hræðilega út og svo erum við bara ekki með æfingaraðstöðu. Þannig að æfingaraðstaðan okkar núna er bara gervigras sem er ekki frábært en það væri nú fínt að hafa svona völl á Akureyri þó það hafi verið frábært að fá að nota völlinn hérna á Dalvík í dag.” KA sækir Keflavik heim í næstu umferð sem verður eflaust hörkuleikur en Keflavík sigraði Stjörnuna 2-0 í síðustu umferð. „Ég sá síðasta leik með þeim á móti Stjörnunni og Keflavík er með hörku lið og það verður alvöru leikur eins og allir þessir leikir eru, það er enginn auðveldur leikur. Nú fáum við smá tíma til að njóta þessarra þriggja punkta og byrjum svo að undirbúa okkur fyrir Keflavík á morgun”
Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Leiknir 3-0 | Öruggt á Dalvík KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri. 12. maí 2021 19:21 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Leik lokið: KA - Leiknir 3-0 | Öruggt á Dalvík KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri. 12. maí 2021 19:21