„Svona geturðu bara fótbrotið og endað feril manna“ Árni Gísli Magnúson skrifar 12. maí 2021 20:33 Arnar var ekki yfir sig hrifinn af leik KA í kvöld. vísir/hulda margrét KA skoraði þrjú mörk í dag og hélt hreinu gegn Leikni í Pepsi Max deildinni og var Arnar Grétarsson, þjálfari liðsins, sáttur við sigurinn þó spilamennskan hafi á köflum ekki verið nægilega góð að hans mati. „Ánægður að hafa unnið og skorað þrjú mörk, en svona heilt yfir ekki sáttur við spilamennskuna þrátt fyrir að hafa unnið 3-0 og svo fannst mér við ansi sloppy á tímum og hefðum getað gert miklu betur á boltanum. Varnarlega séð vorum við mjög flottir. Í stöðunni 2-0 fyrir okkur fá Leiknismenn sitt eina færi í leiknum og þar gerir Stubbur vel með gríðarlega góðri vörslu sem gerir hlutina þægilegri og svo í 3-0 þar klárast leikurinn.” KA sótti Vladan Dogatovic í vikunn en Stubbur fékk traustið áfram í markinu og Arnar lofaði honum í hástert. „Á meðan Stubbur stendur sig svona verður erfitt að ýta honum burt. Ef þetta er ekki til halda stöðunni þá veit ég ekki hvað það er.” Arnar vildi sjá liðið skora enn fleiri mörk í dag þrátt fyrir að hafa skorað þrjú og hlýtur það að sýna að sóknarleikurinn er eitthvað sem hann hefur lagt mikla áherslu á með liðið í vetur. „Við áttum að skora fleiri mörk í dag og heilt yfir vorum við ekki frábærir á boltanum. Sérstakt að segja það þegar við skorum þrjú mörk og fáum mörg færi en þetta var ekki okkar besti leikur fótboltalega séð. Varnarlega séð vorum við flottir en við getum enn meira.” Octavio Andrés Paez Gil fékk beint rautt spjald eftir ljóta tæklingu í seinni hálfleik og Arnar var ekki par sáttur við þessa tilburði. „Hann tekur bara langstökk og tveggja fóta tæklingu og þetta á ekki að sjást af því það er akkurat svona sem menn slasa sig alvarlega og bara heppni að Kári stóð ekki í lappirnar. Svona geturðu bara fótbrotið og endað feril manna, þetta var eldrautt kort.” Spilað var á gervigrasinu á Dalvíkurvelli í dag en vallaraðsæður á Greifavellinum á Akureyri eru ekki boðlegar eins og er. Arnar segist vera opinn fyrir því að spila áfram á Dalvík. „Ef ég fengi að ráða, völlurinn lítur hræðilega út og svo erum við bara ekki með æfingaraðstöðu. Þannig að æfingaraðstaðan okkar núna er bara gervigras sem er ekki frábært en það væri nú fínt að hafa svona völl á Akureyri þó það hafi verið frábært að fá að nota völlinn hérna á Dalvík í dag.” KA sækir Keflavik heim í næstu umferð sem verður eflaust hörkuleikur en Keflavík sigraði Stjörnuna 2-0 í síðustu umferð. „Ég sá síðasta leik með þeim á móti Stjörnunni og Keflavík er með hörku lið og það verður alvöru leikur eins og allir þessir leikir eru, það er enginn auðveldur leikur. Nú fáum við smá tíma til að njóta þessarra þriggja punkta og byrjum svo að undirbúa okkur fyrir Keflavík á morgun” Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Leiknir 3-0 | Öruggt á Dalvík KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri. 12. maí 2021 19:21 Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira
„Ánægður að hafa unnið og skorað þrjú mörk, en svona heilt yfir ekki sáttur við spilamennskuna þrátt fyrir að hafa unnið 3-0 og svo fannst mér við ansi sloppy á tímum og hefðum getað gert miklu betur á boltanum. Varnarlega séð vorum við mjög flottir. Í stöðunni 2-0 fyrir okkur fá Leiknismenn sitt eina færi í leiknum og þar gerir Stubbur vel með gríðarlega góðri vörslu sem gerir hlutina þægilegri og svo í 3-0 þar klárast leikurinn.” KA sótti Vladan Dogatovic í vikunn en Stubbur fékk traustið áfram í markinu og Arnar lofaði honum í hástert. „Á meðan Stubbur stendur sig svona verður erfitt að ýta honum burt. Ef þetta er ekki til halda stöðunni þá veit ég ekki hvað það er.” Arnar vildi sjá liðið skora enn fleiri mörk í dag þrátt fyrir að hafa skorað þrjú og hlýtur það að sýna að sóknarleikurinn er eitthvað sem hann hefur lagt mikla áherslu á með liðið í vetur. „Við áttum að skora fleiri mörk í dag og heilt yfir vorum við ekki frábærir á boltanum. Sérstakt að segja það þegar við skorum þrjú mörk og fáum mörg færi en þetta var ekki okkar besti leikur fótboltalega séð. Varnarlega séð vorum við flottir en við getum enn meira.” Octavio Andrés Paez Gil fékk beint rautt spjald eftir ljóta tæklingu í seinni hálfleik og Arnar var ekki par sáttur við þessa tilburði. „Hann tekur bara langstökk og tveggja fóta tæklingu og þetta á ekki að sjást af því það er akkurat svona sem menn slasa sig alvarlega og bara heppni að Kári stóð ekki í lappirnar. Svona geturðu bara fótbrotið og endað feril manna, þetta var eldrautt kort.” Spilað var á gervigrasinu á Dalvíkurvelli í dag en vallaraðsæður á Greifavellinum á Akureyri eru ekki boðlegar eins og er. Arnar segist vera opinn fyrir því að spila áfram á Dalvík. „Ef ég fengi að ráða, völlurinn lítur hræðilega út og svo erum við bara ekki með æfingaraðstöðu. Þannig að æfingaraðstaðan okkar núna er bara gervigras sem er ekki frábært en það væri nú fínt að hafa svona völl á Akureyri þó það hafi verið frábært að fá að nota völlinn hérna á Dalvík í dag.” KA sækir Keflavik heim í næstu umferð sem verður eflaust hörkuleikur en Keflavík sigraði Stjörnuna 2-0 í síðustu umferð. „Ég sá síðasta leik með þeim á móti Stjörnunni og Keflavík er með hörku lið og það verður alvöru leikur eins og allir þessir leikir eru, það er enginn auðveldur leikur. Nú fáum við smá tíma til að njóta þessarra þriggja punkta og byrjum svo að undirbúa okkur fyrir Keflavík á morgun”
Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Leiknir 3-0 | Öruggt á Dalvík KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri. 12. maí 2021 19:21 Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira
Leik lokið: KA - Leiknir 3-0 | Öruggt á Dalvík KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri. 12. maí 2021 19:21