Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2021 11:00 Dauði Ahmaud Arbery vakti mikla reiði í Georgíu og Bandaríkjunum. EPA/ERIK S. LESSER Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. Verjendurnir vilja fá að varpa ljósi á sakaferil Arbery en það vilja saksóknarar koma í veg fyrir. Um er að ræða tíu atvik úr fortíð Arberys. Þar á meðal það að hann hafi verið á skilorði þegar hann var skotinn, að hann hafi árið 2013 játað að hafa verið með skotvopn á skólalóð og að hann hafi verið ákærður fyrir að stela sjónvarpi úr verslun árið 2017. Saksóknarar segja sakaskrá Arbery og fortíð hans ekki koma málinu við. Mennirnir þrír hafi ekki þekkt hann áður en hann var skotinn til bana og eini tilgangur verjenda þeirra sé að sverta mannorð Arbery. Saksóknarar í málinu hafa einnig farið fram á að fá að nota smáskilaboð mannanna þriggja og samfélagsmiðlafærslur, sem eiga að innihalda rasisma. Í gögnum málsins kemur fram að Bryan hafi sagt rannsakendum að Travis, sem er sonur Gregory, hafi kallað Arbery rasísku nafni þegar hann stóð yfir honum þar sem Arbery var að blæða út á götunni. Travis hefur neitað því. Farið verður yfir kröfurnar báðar og aðrar í dómsal í Georgíu í dag og á morgun. AP fréttaveitan segir að niðurstaðan gæti haft mikil áhrif á réttarhöldin sjálf, sem eiga að hefjast í október. Þeir Travis, Gregory og Bryan voru ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í apríl. Var það til viðbótar við fyrri morðákæru. Allir þrír lýstu yfir sakleysi sínu í dómsal í gær. Sjá einnig: Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Mennirnir þrír veittu Arbery eftirför eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfi þeirra í febrúar í fyrra. Þeir munu hafa elt hann um nokkuð skeið og reynt að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu, og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum. Enginn var þó handtekinn vegna málsins fyrr en um tíu vikum seinna, þegar myndband af banaskotunum, sem Bryan tók úr bíl sínum, var birt á netinu. Gregory starfaði áður hjá lögreglunni í Brunswick og sagði hann lögregluþjónum að Arbery hefði líkst innbrotsþjófi sem hafði náðst á myndavél í hverfi þeirra feðga. Því hefðu þeir ákveðið að elta hann og sögðust þeir einnig hafa verið að verja sig þegar Arbery var skotinn til bana. Einn saksóknari, sem lýsti sig seinna vanhæfan vegna tengsla við Gregory, skrifaði bréf þar sem hann sagði banaskotin vera réttmæt. George E. Barnhill sagði að ekki væri tilefni til að handtaka né ákæra feðgana. Þeir hafi hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Eftir að myndbandið var birt á netinu skipaði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, Georgia Bureau of Investigation, æðsta löggæsluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery og voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Þrír ákærðir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morð vegna dauða Ahmaud Arbery sem var skotinn til bana þegar hann fór út að hlaupa í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. 24. júní 2020 23:45 Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26 Segir morðið á syni sínum hafa verið aftöku „Hann átti þetta ekki skilið,“ segir Marcus Arbery Sr. um morðið á syni sínum Ahmaud Arbery. 10. maí 2020 10:06 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Verjendurnir vilja fá að varpa ljósi á sakaferil Arbery en það vilja saksóknarar koma í veg fyrir. Um er að ræða tíu atvik úr fortíð Arberys. Þar á meðal það að hann hafi verið á skilorði þegar hann var skotinn, að hann hafi árið 2013 játað að hafa verið með skotvopn á skólalóð og að hann hafi verið ákærður fyrir að stela sjónvarpi úr verslun árið 2017. Saksóknarar segja sakaskrá Arbery og fortíð hans ekki koma málinu við. Mennirnir þrír hafi ekki þekkt hann áður en hann var skotinn til bana og eini tilgangur verjenda þeirra sé að sverta mannorð Arbery. Saksóknarar í málinu hafa einnig farið fram á að fá að nota smáskilaboð mannanna þriggja og samfélagsmiðlafærslur, sem eiga að innihalda rasisma. Í gögnum málsins kemur fram að Bryan hafi sagt rannsakendum að Travis, sem er sonur Gregory, hafi kallað Arbery rasísku nafni þegar hann stóð yfir honum þar sem Arbery var að blæða út á götunni. Travis hefur neitað því. Farið verður yfir kröfurnar báðar og aðrar í dómsal í Georgíu í dag og á morgun. AP fréttaveitan segir að niðurstaðan gæti haft mikil áhrif á réttarhöldin sjálf, sem eiga að hefjast í október. Þeir Travis, Gregory og Bryan voru ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í apríl. Var það til viðbótar við fyrri morðákæru. Allir þrír lýstu yfir sakleysi sínu í dómsal í gær. Sjá einnig: Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Mennirnir þrír veittu Arbery eftirför eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfi þeirra í febrúar í fyrra. Þeir munu hafa elt hann um nokkuð skeið og reynt að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu, og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum. Enginn var þó handtekinn vegna málsins fyrr en um tíu vikum seinna, þegar myndband af banaskotunum, sem Bryan tók úr bíl sínum, var birt á netinu. Gregory starfaði áður hjá lögreglunni í Brunswick og sagði hann lögregluþjónum að Arbery hefði líkst innbrotsþjófi sem hafði náðst á myndavél í hverfi þeirra feðga. Því hefðu þeir ákveðið að elta hann og sögðust þeir einnig hafa verið að verja sig þegar Arbery var skotinn til bana. Einn saksóknari, sem lýsti sig seinna vanhæfan vegna tengsla við Gregory, skrifaði bréf þar sem hann sagði banaskotin vera réttmæt. George E. Barnhill sagði að ekki væri tilefni til að handtaka né ákæra feðgana. Þeir hafi hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Eftir að myndbandið var birt á netinu skipaði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, Georgia Bureau of Investigation, æðsta löggæsluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery og voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Þrír ákærðir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morð vegna dauða Ahmaud Arbery sem var skotinn til bana þegar hann fór út að hlaupa í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. 24. júní 2020 23:45 Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26 Segir morðið á syni sínum hafa verið aftöku „Hann átti þetta ekki skilið,“ segir Marcus Arbery Sr. um morðið á syni sínum Ahmaud Arbery. 10. maí 2020 10:06 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Þrír ákærðir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morð vegna dauða Ahmaud Arbery sem var skotinn til bana þegar hann fór út að hlaupa í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. 24. júní 2020 23:45
Morðingi svarta skokkarans sagður hafa kallað hann rasísku nafni Sérstakur saksóknari sem rannsakar morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í Georgíu í Bandaríkjunum segir að einn mannanna sem voru handteknir vegna morðsins hafi kallað Arbery rasísku nafni eftir að hafa skotið hann með haglabyssu. 4. júní 2020 16:26
Segir morðið á syni sínum hafa verið aftöku „Hann átti þetta ekki skilið,“ segir Marcus Arbery Sr. um morðið á syni sínum Ahmaud Arbery. 10. maí 2020 10:06