Erlent

Þrír ákærðir fyrir morðið á Ahmaud Arbery

Andri Eysteinsson skrifar
McMichael feðgar eru á meðal þeirra sem voru ákærðir.
McMichael feðgar eru á meðal þeirra sem voru ákærðir. AP/Fangageymslan í Glynn-sýslu

Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morð vegna dauða Ahmaud Arbery sem var skotinn til bana þegar hann fór út að hlaupa í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar.

Mennirnir þrír, feðgarnir Travis og Gregory McMichael og William Bryan eltu Arbery eftir að hafa séð hann skokka í gegnum hverfið þeirra. Var hann þá skotinn til bana af Travis McMichael 23. febrúar síðastliðinn. ABC greinir frá

Kviðdómur í ákærudómstól í Cobb-sýslu í Georgíu komst að þeirri niðurstöðu að kæra ætti mennina fyrir morð og líkamsárás.

Þrenningin hefur verið ákærð í níu liðum. Fyrir morð af meinfýsi sem er sérliður í réttarkerfi Georgíuríkis, fyrir morð í fjórum liðum, fyrir líkamsárás í tveimur auk þess að hafa frelsissvipt og ásetning til þess að fremja glæp.

„Fjölskylda Arbery hefur einsett sér að sjá þessa menn vera dæmda fyrir hatursglæpinn sem þeir frömdu þegar þeir tóku Ahmaud af lífi fyrir fjórum mánuðum, sagði Lee Merritt lögmaður Arbery fjölskyldunnar.

McMichael feðgarnir sögðust við yfirheyrslur hafa séð Arbery og hafa talið að um væri að ræða mann sem hafði framið innbrot í hverfinu. Því hafi þeir ekið á eftir honum. Vísbendingar eru um að þeir hafi reynt að aka á Arbery áður en hann var skotinn til bana.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.