Gjaldþrotakröfu NRA hafnað: Tilgangurinn sagður að komast undan málaferlum Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2021 10:12 Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri NRA, hefur verið sakaður um að fara frjálslega með peninga samtakanna. Getty/Joe Raedle Beiðni samtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Association, um gjaldþrot var hafnað af alríkisdómara í gær. Sá sagði beiðnina ekki hafa verið lagða fram í góðri trú, heldur væri markmiðið að komast undan lögsókn ríkissaksóknara New York. Saksóknarinnar Letitia James hefur sakað stjórnendur NRA um umfangsmikið fjármálamisferli. Um að hafa dregið að sér fúlgur fjár til að halda upp lúxuslífsstíl þeirra. James fór fram á að samtökin yrðu leyst upp. Í samtali við blaðamenn í gær sagði hún úrskurðinn jákvæðan og til marks um það að forsvarsmenn NRA fengju ekki að ráða sjálfir hvenær þeir yrðu dregnir til ábyrgðar. Enginn væri yfir lögin hafin, ekki einu sinni stærstu hagsmunasamtök Bandaríkjanna. Forsvarsmenn NRA höfðu reynt að komast undan málaferlunum með því að flytja frá New York til Texas og fara fram á gjaldþrot. Með tilrauninni virðist LaPierre jafnvel hafa skotið sig í fótinn, ef svo má að orði komast. Dómarinn skrifaði til að mynda í úrskurð sinn að það að Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri NRA, hefði farið fram á gjaldþrot, án þess að segja stjórn NRA, fjármálastjóra og öðrum stjórnendum frá því væri hneykslanlegt, samkvæmt frétt New York Times. Þá þurfti LaPierre að viðurkenna fyrir dómi að hann hefði ekki farið fram á gjaldþrot af því að samtökin væru í fjárhagsvandræðum heldur vegna málaferlanna í New York. Samtökin settu til að mynda fimm milljónir dala til hliðar, sem nota átti til gjaldþrotaferlisins. LaPierre sagðist einnig ekki vita af hverju fyrrverandi fjármálastjóri NRA hefði fengið 360 þúsund dala greiðslu fyrir ráðgjafastörf, eftir að hann hætti hjá samtökunum. Einnig kom fram að hann vissi ekki að sá sem útvegaði honum flugmiða lagði tíu prósenta álag á öll kaup og gat verið með allt að 26 þúsund dala laun á mánuði. LaPierre er þekktur fyrir að ferðast um heiminn. Sjá einnig: Framkvæmdastjóri NRA harðlega gagnrýndur fyrir misheppnaða tilraun til að drepa fíl Þá kom í ljós í málaferlunum að Millie Hallow, aðstoðarkona LaPeirre, var áfram á launaskrá NRA, þrátt fyrir að hún hafi verið gómuð við að draga að sér fjörutíu þúsund dali og nota þá í persónulegan kostnað og brúðkaup sonar síns. Dómarinn sagði einnig í úrskurði sínum að þó forsvarsmenn NRA héldu því fram að ákveðið innra ferli hefði verið sett í gang til að bæta fjármál samtakanna, væri enn útlit fyrir að sú hegðun sem hefði vakið upprunalegu áhyggjurnar varðandi samtökin væri enn við lýði. Meðal annars hefðu forsvarsmenn NRA brotið eigin reglur varðandi veitingu stórra samninga og mikill skortur væri á gagnsæi varðandi fjármuni samtakanna. LaPierre birti yfirlýsingu á Twittersíðu samtakanna í gær þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með úrskurðinn. Hann sagði þó að samtökin myndu berjast áfram gegn andstæðingum sínum. "The NRA will keep fighting, as we ve done for 150 years." @NRA CEO & EVP Wayne LaPierre pic.twitter.com/eTgZqZn5Jx— NRA (@NRA) May 11, 2021 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Saksóknarinnar Letitia James hefur sakað stjórnendur NRA um umfangsmikið fjármálamisferli. Um að hafa dregið að sér fúlgur fjár til að halda upp lúxuslífsstíl þeirra. James fór fram á að samtökin yrðu leyst upp. Í samtali við blaðamenn í gær sagði hún úrskurðinn jákvæðan og til marks um það að forsvarsmenn NRA fengju ekki að ráða sjálfir hvenær þeir yrðu dregnir til ábyrgðar. Enginn væri yfir lögin hafin, ekki einu sinni stærstu hagsmunasamtök Bandaríkjanna. Forsvarsmenn NRA höfðu reynt að komast undan málaferlunum með því að flytja frá New York til Texas og fara fram á gjaldþrot. Með tilrauninni virðist LaPierre jafnvel hafa skotið sig í fótinn, ef svo má að orði komast. Dómarinn skrifaði til að mynda í úrskurð sinn að það að Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri NRA, hefði farið fram á gjaldþrot, án þess að segja stjórn NRA, fjármálastjóra og öðrum stjórnendum frá því væri hneykslanlegt, samkvæmt frétt New York Times. Þá þurfti LaPierre að viðurkenna fyrir dómi að hann hefði ekki farið fram á gjaldþrot af því að samtökin væru í fjárhagsvandræðum heldur vegna málaferlanna í New York. Samtökin settu til að mynda fimm milljónir dala til hliðar, sem nota átti til gjaldþrotaferlisins. LaPierre sagðist einnig ekki vita af hverju fyrrverandi fjármálastjóri NRA hefði fengið 360 þúsund dala greiðslu fyrir ráðgjafastörf, eftir að hann hætti hjá samtökunum. Einnig kom fram að hann vissi ekki að sá sem útvegaði honum flugmiða lagði tíu prósenta álag á öll kaup og gat verið með allt að 26 þúsund dala laun á mánuði. LaPierre er þekktur fyrir að ferðast um heiminn. Sjá einnig: Framkvæmdastjóri NRA harðlega gagnrýndur fyrir misheppnaða tilraun til að drepa fíl Þá kom í ljós í málaferlunum að Millie Hallow, aðstoðarkona LaPeirre, var áfram á launaskrá NRA, þrátt fyrir að hún hafi verið gómuð við að draga að sér fjörutíu þúsund dali og nota þá í persónulegan kostnað og brúðkaup sonar síns. Dómarinn sagði einnig í úrskurði sínum að þó forsvarsmenn NRA héldu því fram að ákveðið innra ferli hefði verið sett í gang til að bæta fjármál samtakanna, væri enn útlit fyrir að sú hegðun sem hefði vakið upprunalegu áhyggjurnar varðandi samtökin væri enn við lýði. Meðal annars hefðu forsvarsmenn NRA brotið eigin reglur varðandi veitingu stórra samninga og mikill skortur væri á gagnsæi varðandi fjármuni samtakanna. LaPierre birti yfirlýsingu á Twittersíðu samtakanna í gær þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með úrskurðinn. Hann sagði þó að samtökin myndu berjast áfram gegn andstæðingum sínum. "The NRA will keep fighting, as we ve done for 150 years." @NRA CEO & EVP Wayne LaPierre pic.twitter.com/eTgZqZn5Jx— NRA (@NRA) May 11, 2021
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira