Gjaldþrotakröfu NRA hafnað: Tilgangurinn sagður að komast undan málaferlum Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2021 10:12 Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri NRA, hefur verið sakaður um að fara frjálslega með peninga samtakanna. Getty/Joe Raedle Beiðni samtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Association, um gjaldþrot var hafnað af alríkisdómara í gær. Sá sagði beiðnina ekki hafa verið lagða fram í góðri trú, heldur væri markmiðið að komast undan lögsókn ríkissaksóknara New York. Saksóknarinnar Letitia James hefur sakað stjórnendur NRA um umfangsmikið fjármálamisferli. Um að hafa dregið að sér fúlgur fjár til að halda upp lúxuslífsstíl þeirra. James fór fram á að samtökin yrðu leyst upp. Í samtali við blaðamenn í gær sagði hún úrskurðinn jákvæðan og til marks um það að forsvarsmenn NRA fengju ekki að ráða sjálfir hvenær þeir yrðu dregnir til ábyrgðar. Enginn væri yfir lögin hafin, ekki einu sinni stærstu hagsmunasamtök Bandaríkjanna. Forsvarsmenn NRA höfðu reynt að komast undan málaferlunum með því að flytja frá New York til Texas og fara fram á gjaldþrot. Með tilrauninni virðist LaPierre jafnvel hafa skotið sig í fótinn, ef svo má að orði komast. Dómarinn skrifaði til að mynda í úrskurð sinn að það að Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri NRA, hefði farið fram á gjaldþrot, án þess að segja stjórn NRA, fjármálastjóra og öðrum stjórnendum frá því væri hneykslanlegt, samkvæmt frétt New York Times. Þá þurfti LaPierre að viðurkenna fyrir dómi að hann hefði ekki farið fram á gjaldþrot af því að samtökin væru í fjárhagsvandræðum heldur vegna málaferlanna í New York. Samtökin settu til að mynda fimm milljónir dala til hliðar, sem nota átti til gjaldþrotaferlisins. LaPierre sagðist einnig ekki vita af hverju fyrrverandi fjármálastjóri NRA hefði fengið 360 þúsund dala greiðslu fyrir ráðgjafastörf, eftir að hann hætti hjá samtökunum. Einnig kom fram að hann vissi ekki að sá sem útvegaði honum flugmiða lagði tíu prósenta álag á öll kaup og gat verið með allt að 26 þúsund dala laun á mánuði. LaPierre er þekktur fyrir að ferðast um heiminn. Sjá einnig: Framkvæmdastjóri NRA harðlega gagnrýndur fyrir misheppnaða tilraun til að drepa fíl Þá kom í ljós í málaferlunum að Millie Hallow, aðstoðarkona LaPeirre, var áfram á launaskrá NRA, þrátt fyrir að hún hafi verið gómuð við að draga að sér fjörutíu þúsund dali og nota þá í persónulegan kostnað og brúðkaup sonar síns. Dómarinn sagði einnig í úrskurði sínum að þó forsvarsmenn NRA héldu því fram að ákveðið innra ferli hefði verið sett í gang til að bæta fjármál samtakanna, væri enn útlit fyrir að sú hegðun sem hefði vakið upprunalegu áhyggjurnar varðandi samtökin væri enn við lýði. Meðal annars hefðu forsvarsmenn NRA brotið eigin reglur varðandi veitingu stórra samninga og mikill skortur væri á gagnsæi varðandi fjármuni samtakanna. LaPierre birti yfirlýsingu á Twittersíðu samtakanna í gær þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með úrskurðinn. Hann sagði þó að samtökin myndu berjast áfram gegn andstæðingum sínum. "The NRA will keep fighting, as we ve done for 150 years." @NRA CEO & EVP Wayne LaPierre pic.twitter.com/eTgZqZn5Jx— NRA (@NRA) May 11, 2021 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Saksóknarinnar Letitia James hefur sakað stjórnendur NRA um umfangsmikið fjármálamisferli. Um að hafa dregið að sér fúlgur fjár til að halda upp lúxuslífsstíl þeirra. James fór fram á að samtökin yrðu leyst upp. Í samtali við blaðamenn í gær sagði hún úrskurðinn jákvæðan og til marks um það að forsvarsmenn NRA fengju ekki að ráða sjálfir hvenær þeir yrðu dregnir til ábyrgðar. Enginn væri yfir lögin hafin, ekki einu sinni stærstu hagsmunasamtök Bandaríkjanna. Forsvarsmenn NRA höfðu reynt að komast undan málaferlunum með því að flytja frá New York til Texas og fara fram á gjaldþrot. Með tilrauninni virðist LaPierre jafnvel hafa skotið sig í fótinn, ef svo má að orði komast. Dómarinn skrifaði til að mynda í úrskurð sinn að það að Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri NRA, hefði farið fram á gjaldþrot, án þess að segja stjórn NRA, fjármálastjóra og öðrum stjórnendum frá því væri hneykslanlegt, samkvæmt frétt New York Times. Þá þurfti LaPierre að viðurkenna fyrir dómi að hann hefði ekki farið fram á gjaldþrot af því að samtökin væru í fjárhagsvandræðum heldur vegna málaferlanna í New York. Samtökin settu til að mynda fimm milljónir dala til hliðar, sem nota átti til gjaldþrotaferlisins. LaPierre sagðist einnig ekki vita af hverju fyrrverandi fjármálastjóri NRA hefði fengið 360 þúsund dala greiðslu fyrir ráðgjafastörf, eftir að hann hætti hjá samtökunum. Einnig kom fram að hann vissi ekki að sá sem útvegaði honum flugmiða lagði tíu prósenta álag á öll kaup og gat verið með allt að 26 þúsund dala laun á mánuði. LaPierre er þekktur fyrir að ferðast um heiminn. Sjá einnig: Framkvæmdastjóri NRA harðlega gagnrýndur fyrir misheppnaða tilraun til að drepa fíl Þá kom í ljós í málaferlunum að Millie Hallow, aðstoðarkona LaPeirre, var áfram á launaskrá NRA, þrátt fyrir að hún hafi verið gómuð við að draga að sér fjörutíu þúsund dali og nota þá í persónulegan kostnað og brúðkaup sonar síns. Dómarinn sagði einnig í úrskurði sínum að þó forsvarsmenn NRA héldu því fram að ákveðið innra ferli hefði verið sett í gang til að bæta fjármál samtakanna, væri enn útlit fyrir að sú hegðun sem hefði vakið upprunalegu áhyggjurnar varðandi samtökin væri enn við lýði. Meðal annars hefðu forsvarsmenn NRA brotið eigin reglur varðandi veitingu stórra samninga og mikill skortur væri á gagnsæi varðandi fjármuni samtakanna. LaPierre birti yfirlýsingu á Twittersíðu samtakanna í gær þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með úrskurðinn. Hann sagði þó að samtökin myndu berjast áfram gegn andstæðingum sínum. "The NRA will keep fighting, as we ve done for 150 years." @NRA CEO & EVP Wayne LaPierre pic.twitter.com/eTgZqZn5Jx— NRA (@NRA) May 11, 2021
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent