Vill leysa upp byssusamtökin NRA vegna misferlis og sjálftöku Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2020 17:45 Wayne LaPierre hefur stýrt NRA um árabil. Dómsmálaráðherra krefst þess að honum verði bannað að stýra samtökunum vegna ásakana um sjálftöku og fjárdrátt. AP/Jose Luis Magana Dómsmálaráðherra New York-ríkis krefst þetta að NRA, áhrifamestu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, verði leyst upp vegna ásakana um umfangsmikið fjármálamisferli stjórnenda þeirra. Hátt settir stjórnendur eru sagðir hafa dregið að sér hundruð milljóna króna úr sjóðum samtakanna til að fjármagna lúxuslíferni. NRA hafa verið fyrirferðarmikil í umræðum um byssuofbeldi og vopnalöggjöf í Bandaríkjunum undanfarin ár. Samtökin hafa barist gegn því að lög um byssueign og kaup verði hert en slík umræða fer reglulega á flug í kjölfar tíðra skotárása og fjöldamorða með skotvopnum vestanhafs. Í stefnu sem Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, lagði fyrir ríkisdómstól í dag er þess krafist að samtökin verði leyst upp og Wayne LaPierre, forstjóri NRA, verði settur af. LaPierre hefur leitt samtökin í 39 ár. Á sama tíma höfðaði dómsmálaráðherra Washington-borgar mál gegn NRA-sjóðnum, góðgerðaarmi samtakanna sem hefur styrkt fræðslu um skotvopnaöryggi og veiðar. Sjóðurinn er sakaður um að hafa veitt fé til NRA til þess að greiða fyrir fjáraustur stjórnenda samtakanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Átján mánaða löng rannsókn saksóknara í New York á NRA er sögð benda til þess að stjórnendur samtakanna hafi misfarið með fé og stundað sjálftöku. Wayne LaPierre, forstjóri NRA, er sagður hafa gert starfslokasamning við sjálfan sig sem hljóðar upp á sautján milljónir dollara, jafnvirði um 2,3 milljarða íslenskra króna. Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, segir að stjórnendur NRA hafi virt ríkis- og alríkislög um fjármál góðgerðasamtaka að vettugi. Stjórnendur hafi makað krókinn með sjálftöku.AP/Kathy Willens Milljörðum skotið undan á þremur árum Alls eru LaPierre og næstráðendur hans sakaðir um að hafa dregið sér 64 milljónir dollara, jafnvirði um 8,7 milljarða íslenskra króna, úr sjóðum góðgerðahluta NRA á þriggja ára tímabili, að sögn Washington Post. James dómsmálaráðherra vill að Lapierre og aðrir leiðtogar samtakanna endurgreiði illa fengið féð. NRA hefur átt í fjárhagskröggum undanfarið. Hátt í 28 milljón dollara afgangur varð af rekstri samtakanna árið 2015 en þremur árum síðar voru þau rekin með 36 milljón dollara halla. Í stefnunni í New York er því haldið fram að undirmenn LaPierre hafi tekið þátt í að fela undanskotin fram að þeim tíma. „NRA eru gegnsýrð af svikum og misnotkun sem er ástæða þess að við sækjumst eftir því að þau verði leyst upp í dag, því engin stofnun er yfir lögin hafin,“ sagði James þegar hún kynnti stefnuna í dag. Carolyn Meadows, forseti NRA, segir samtökin ætla að höfða gagnmál gegn dómsmálaráðherranum. AP-fréttastofan segir að það gæti leitt til áralangra málaferla. Sakaði Meadows dómsmálaráðherrann, sem er demókrati, um að reyna að skora pólitísk stig með stefnunni. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Dómsmálaráðherra New York-ríkis krefst þetta að NRA, áhrifamestu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, verði leyst upp vegna ásakana um umfangsmikið fjármálamisferli stjórnenda þeirra. Hátt settir stjórnendur eru sagðir hafa dregið að sér hundruð milljóna króna úr sjóðum samtakanna til að fjármagna lúxuslíferni. NRA hafa verið fyrirferðarmikil í umræðum um byssuofbeldi og vopnalöggjöf í Bandaríkjunum undanfarin ár. Samtökin hafa barist gegn því að lög um byssueign og kaup verði hert en slík umræða fer reglulega á flug í kjölfar tíðra skotárása og fjöldamorða með skotvopnum vestanhafs. Í stefnu sem Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, lagði fyrir ríkisdómstól í dag er þess krafist að samtökin verði leyst upp og Wayne LaPierre, forstjóri NRA, verði settur af. LaPierre hefur leitt samtökin í 39 ár. Á sama tíma höfðaði dómsmálaráðherra Washington-borgar mál gegn NRA-sjóðnum, góðgerðaarmi samtakanna sem hefur styrkt fræðslu um skotvopnaöryggi og veiðar. Sjóðurinn er sakaður um að hafa veitt fé til NRA til þess að greiða fyrir fjáraustur stjórnenda samtakanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Átján mánaða löng rannsókn saksóknara í New York á NRA er sögð benda til þess að stjórnendur samtakanna hafi misfarið með fé og stundað sjálftöku. Wayne LaPierre, forstjóri NRA, er sagður hafa gert starfslokasamning við sjálfan sig sem hljóðar upp á sautján milljónir dollara, jafnvirði um 2,3 milljarða íslenskra króna. Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, segir að stjórnendur NRA hafi virt ríkis- og alríkislög um fjármál góðgerðasamtaka að vettugi. Stjórnendur hafi makað krókinn með sjálftöku.AP/Kathy Willens Milljörðum skotið undan á þremur árum Alls eru LaPierre og næstráðendur hans sakaðir um að hafa dregið sér 64 milljónir dollara, jafnvirði um 8,7 milljarða íslenskra króna, úr sjóðum góðgerðahluta NRA á þriggja ára tímabili, að sögn Washington Post. James dómsmálaráðherra vill að Lapierre og aðrir leiðtogar samtakanna endurgreiði illa fengið féð. NRA hefur átt í fjárhagskröggum undanfarið. Hátt í 28 milljón dollara afgangur varð af rekstri samtakanna árið 2015 en þremur árum síðar voru þau rekin með 36 milljón dollara halla. Í stefnunni í New York er því haldið fram að undirmenn LaPierre hafi tekið þátt í að fela undanskotin fram að þeim tíma. „NRA eru gegnsýrð af svikum og misnotkun sem er ástæða þess að við sækjumst eftir því að þau verði leyst upp í dag, því engin stofnun er yfir lögin hafin,“ sagði James þegar hún kynnti stefnuna í dag. Carolyn Meadows, forseti NRA, segir samtökin ætla að höfða gagnmál gegn dómsmálaráðherranum. AP-fréttastofan segir að það gæti leitt til áralangra málaferla. Sakaði Meadows dómsmálaráðherrann, sem er demókrati, um að reyna að skora pólitísk stig með stefnunni.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira