Erlent

Gerir varnar­mála­ráð­herrann að for­sætis­ráð­herra til bráða­birgða

Atli Ísleifsson skrifar
Stefan Yanev heilsar James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á NATO-fundi árið 2017.
Stefan Yanev heilsar James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á NATO-fundi árið 2017. Getty

Rumen Radev, forseti Búlgaríu, hyggst skipa öryggis- og varnarmálaráðherra landsins, hinn 61 árs Stefan Yanev, forsætisráðráðherra til bráðabirgða, eða fram að þingkosningum sem fram fara í landinu í júlí.

Reuters segir frá þessu, en Yanev er náinn bandamaður Radevs forseta. Yanev var gerður að  aðstoðarforsætisráðherra og varnarmálaráðherra í þeirri bráðabirgðaríkisstjórn sem tók við árið 2017.

Þingkosningar fóru fram í Búlgaríu í síðasta mánuði en ekki hefur tekist að mynda nýja stjórn sem myndi njóta stuðnings meirihluta þingmanna. Er búist við að Radev muni síðar í dag boða til nýrra kosninga í landinu 11. júlí næstkomandi.

Reuters segir ennfremur frá því að hinn 43 ára Assen Vassilev, fyrrverandi efnahagsmálaráðherra, verði gerður að fjármálaráðherra í nýrri bráðabirgðastjórn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×