Hvetja konur til að eignast fleiri börn, nema í Xinjiang Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2021 11:26 Nemendur í Xinjiang kllæða dúkkur í föt. Héraðið hefur á nokkrum árum farið úr því að vera með einhverja hæstu fæðingartíðni í Kína, í að vera með eina þá verstu. EPA-EFE/WU HONG Verulega hefur dregið úr fólksfjölgun í Kína og hefur 1,4 milljarða manna samfélagið þar verið að eldast töluvert. Víðsvegar um Kína er verið að hvetja konur til að eignast fleiri börn, nema í Xinjiang-héraði. Þar er þrýst á konur til að eignast færri börn og þær jafnvel þvingaðar í ófrjósemisaðgerðir. Fólksfjölgun í Kína hefur ekki verið jafn hæg síðan á sjöunda áratug síðustu aldar og fjórtán prósent þjóðarinnar eru nú eldri en 65 ára, samanborið við tæp níu prósent árið 2010. Sjá einnig: Kínverjum ekki fjölgað jafn hægt í marga áratugi Í Xinjiang-héraði, þar sem yfirvöld í Kína hafa verið sökuð um þjóðarmorð gegn innfæddum Úígúrum og að setja hundruð þúsunda í endurmenntunarbúðir, þar sem fregnir hafa borist af ýmsum ódæðum, er verið að þvinga konur til að eignast færri börn, til að nota getnaðarvarnir og jafnvel í ófrjósemisaðgerðir. AP fréttaveitan sagði frá því í fyrra að á nokkrum árum hefði fæðingartíðni í Xinjiang farið úr því að vera með þeim hæstu í Kína, í þá lægstu. Blaðamenn New York Times segja aðgerðum yfirvalda í Kína ætlað að gerbreyta samfélagslegri uppbyggingu héraðsins. Ráðamenn segja notkun getnaðarvarna, eins og lykkjunnar, vera valkvæðar, en viðtöl við íbúa Xinjiang, opinber tölfræði, yfirlýsingar embættismanna og fréttir í ríkismiðlum Kína, sýna að svo er ekki. NYT ræddi til að mynda við eina konu sem var þvinguð til að notast við lykkjuna. Aðrar sögðu frá því að hafa verið þvingaðar í ófrjósemisaðgerðir og að í kjölfarið hafi embættismenn verið sendir til að búa á heimilum þeirra og fylgjast með þeim um tíma og tilkynna þær og fjölskyldur þeirra ef meint brot á reglunum færi fram. Ef umræddar konur ættu of mörg börn eða neituðu að nota getnaðarvarnir voru þær sektaðar, eða jafnvel fluttar í áðurnefndar endurmenntunarbúðir. Þessir menn eru sagðir hafa brotið á konunum kynferðislega. Ríki víða um heim hafa gagnrýnt ráðmenn í Kína harðlega vegna aðgerða þeirra í Xinjiang en Kommúnistaflokkurinn skilgreinir þá gagnrýni iðulega sem „and-kínverskan áróður“ og segja öðrum ríkjum að skipta sér ekki af innanríkismálum Kína. Hríðfallandi fæðingartíðni í Xinjiang hefur verið lýst sem sigri fyrir konur héraðsins. Í skýrslu sem birt var af ríkisstjórn héraðsins í janúar segir að vegna áætlunar yfirvalda í að draga úr öfgum hafi hugur einhverra kvenna verið freslaður. Þær hafi sloppið úr þeirri gildru öfga og sloppið við að verða „fjölgunartól“. Kína Mannréttindi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Fólksfjölgun í Kína hefur ekki verið jafn hæg síðan á sjöunda áratug síðustu aldar og fjórtán prósent þjóðarinnar eru nú eldri en 65 ára, samanborið við tæp níu prósent árið 2010. Sjá einnig: Kínverjum ekki fjölgað jafn hægt í marga áratugi Í Xinjiang-héraði, þar sem yfirvöld í Kína hafa verið sökuð um þjóðarmorð gegn innfæddum Úígúrum og að setja hundruð þúsunda í endurmenntunarbúðir, þar sem fregnir hafa borist af ýmsum ódæðum, er verið að þvinga konur til að eignast færri börn, til að nota getnaðarvarnir og jafnvel í ófrjósemisaðgerðir. AP fréttaveitan sagði frá því í fyrra að á nokkrum árum hefði fæðingartíðni í Xinjiang farið úr því að vera með þeim hæstu í Kína, í þá lægstu. Blaðamenn New York Times segja aðgerðum yfirvalda í Kína ætlað að gerbreyta samfélagslegri uppbyggingu héraðsins. Ráðamenn segja notkun getnaðarvarna, eins og lykkjunnar, vera valkvæðar, en viðtöl við íbúa Xinjiang, opinber tölfræði, yfirlýsingar embættismanna og fréttir í ríkismiðlum Kína, sýna að svo er ekki. NYT ræddi til að mynda við eina konu sem var þvinguð til að notast við lykkjuna. Aðrar sögðu frá því að hafa verið þvingaðar í ófrjósemisaðgerðir og að í kjölfarið hafi embættismenn verið sendir til að búa á heimilum þeirra og fylgjast með þeim um tíma og tilkynna þær og fjölskyldur þeirra ef meint brot á reglunum færi fram. Ef umræddar konur ættu of mörg börn eða neituðu að nota getnaðarvarnir voru þær sektaðar, eða jafnvel fluttar í áðurnefndar endurmenntunarbúðir. Þessir menn eru sagðir hafa brotið á konunum kynferðislega. Ríki víða um heim hafa gagnrýnt ráðmenn í Kína harðlega vegna aðgerða þeirra í Xinjiang en Kommúnistaflokkurinn skilgreinir þá gagnrýni iðulega sem „and-kínverskan áróður“ og segja öðrum ríkjum að skipta sér ekki af innanríkismálum Kína. Hríðfallandi fæðingartíðni í Xinjiang hefur verið lýst sem sigri fyrir konur héraðsins. Í skýrslu sem birt var af ríkisstjórn héraðsins í janúar segir að vegna áætlunar yfirvalda í að draga úr öfgum hafi hugur einhverra kvenna verið freslaður. Þær hafi sloppið úr þeirri gildru öfga og sloppið við að verða „fjölgunartól“.
Kína Mannréttindi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“