Enski boltinn

Ca­vani búinn að fram­lengja og Sol­skjær himin­lifandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cavani fagnar markinu í gær er hann skoraði þriðja markið gegn Aston Villa.
Cavani fagnar markinu í gær er hann skoraði þriðja markið gegn Aston Villa. Matthew Peters/Manchester Unitedd

Edinson Cavani hefur framlengt samning sinn við Manchester United og verður í Manchester í það minnsta til sumarsins 2022.

Þetta var staðfest í dag en núverandi samningur Úrúgvæans átti að renna út í sumar. Samningurinn hefur legið í loftinu en fyrr í dag var hann svo endanlega staðfestur.

Cavani hefur verið funheitur fyrir Rauðu djöflanna á leiktíðinni en leikur liðsins hefur verið skínandi með framherjann fremstan í flokki. Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man. Utd, er ánægður með framlenginguna.

„Við vissum allt um mörkin hans en það er persónuleiki hans sem gefur svo mikið til liðsins. Hann er með sigurhugarfar,“ sagði Ole í samtali við heimasíðu United.

„Edinson er einn af þeim síðustu sem yfirgefa æfingasvæðið og setur tóninn fyrir unga leikmenn, hvernig maður á að vinna á hverjum degi.“

„Ég hef alltaf vonast eftir því að Cavani myndi vera hérna áfram og upplifa hvernig stuðningsmennirnir myndu taka honum sem leikmanni. Fréttir dagsins þýða að það verði bráðum að veruleika,“ sagði Ole.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×