Hjarðónæmi ekki síst mikilvægt fyrir þá sem geta ekki þegið bólusetningu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2021 11:45 Þórólfur sagðist gera ráð fyrir að 60 til 70 prósenta markið næðist í júní. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisstarfsmaðurinn sem greindist fyrir norðan var ekki bólusettur þar sem hann er einn þeirra sem getur ekki þegið bólusetningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þetta eina ástæðu þess að mikilvægt sé að hámarka fjölda bólusettra. „Það er þess vegna sem það er svo mikilvægt að fá þetta samfélagslega ónæmi, vegna þess að það er fólk þarna sem er ekki hægt að bólusetja, má ekki bólusetja einhverra hluta vegna, og þá erum við sem erum bólusett í krinum þau; við verjum þau með því. Það er það sem þetta hjarðónæmi gengur út á,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Sagði hann miðað við að hjarðónæmi næðist við 60 til 70 prósent og að það myndi ekki nást fyrr en í júní í fyrsta lagi. Sóttvarnalæknir sagði kallaði það skrýtna pólitík ef Bandaríkjamenn hygðust ekki ætla að hleypa einstaklingum bólusettum með bóluefninu frá AstraZeneca. Þeir væru sjálfir búnir að framkvæma rannsóknir sem sýndu fram á virkni efnisins. „Já, það er ennþá þörf fyrir það,“ svaraði sóttvarnalæknir þegar hann var spurður hvort það væri enn nauðsynlegt að halda tveggja metra fjarlægð á sama tíma og grímuskylda væri í gildi. „Við erum með afbrigði í gangi sem hefur verið að leggjast þyngra á yngra fólk erlendis, þó það hafi ekki gert það hér. Við höfum bara náð að halda veirunni það mikið í skefjum að við höfum ekki fengið neina útbreiðslu. Og við erum ekki búin að ná þessu hjarðónæmi þannig að við getum fengið stóra hópsýkingu og jafnvel nýja bylgju áður en við er litið. Og af yngra fólki. Og við erum að sjá fréttir erlendis frá; alls staðar í Evrópu, á Norðurlöndunum, í Svíþjóð, Noregi, Danmörku… þetta er að ganga betur hjá þeim núna en allar þessar þjóðir hafa verið með miklu meira af innlögnum af yngra fólki núna heldur en með fyrri afbrigði. Þannig að við erum ennþá bara í þessu. Þetta er ekki búið fyrr en við erum búin að ná góðu hjarðónæmi og þá getum við farið að slaka verulega á.“ Um grímunotkunina sagði Þórólfur einnota grímur hætta að virka eftir nokkurn tíma. Þær gerðu ekki mikið gagn ef þær væru ekki notaðar rétt en það væri ef til vill ekki aðal málið núna. Fólk þyrfti að slaka á og leyfa tímanum að líða þar til hjarðónæmi næðist. Fólk virtist skiptast í hópa eftir því hvort það væri með eða á móti grímum. „Sumir vilja hafa grímurnar og aðrir ekki en ég held að fólk ætti bara aðeins að reyna að róa sig yfir þessu,“ sagði hann um gagnrýni á grímuskylduna. Sagði Þórólfur sérstaklega mikilvægt að passa sig þegar menn væru veikir eða með einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
„Það er þess vegna sem það er svo mikilvægt að fá þetta samfélagslega ónæmi, vegna þess að það er fólk þarna sem er ekki hægt að bólusetja, má ekki bólusetja einhverra hluta vegna, og þá erum við sem erum bólusett í krinum þau; við verjum þau með því. Það er það sem þetta hjarðónæmi gengur út á,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Sagði hann miðað við að hjarðónæmi næðist við 60 til 70 prósent og að það myndi ekki nást fyrr en í júní í fyrsta lagi. Sóttvarnalæknir sagði kallaði það skrýtna pólitík ef Bandaríkjamenn hygðust ekki ætla að hleypa einstaklingum bólusettum með bóluefninu frá AstraZeneca. Þeir væru sjálfir búnir að framkvæma rannsóknir sem sýndu fram á virkni efnisins. „Já, það er ennþá þörf fyrir það,“ svaraði sóttvarnalæknir þegar hann var spurður hvort það væri enn nauðsynlegt að halda tveggja metra fjarlægð á sama tíma og grímuskylda væri í gildi. „Við erum með afbrigði í gangi sem hefur verið að leggjast þyngra á yngra fólk erlendis, þó það hafi ekki gert það hér. Við höfum bara náð að halda veirunni það mikið í skefjum að við höfum ekki fengið neina útbreiðslu. Og við erum ekki búin að ná þessu hjarðónæmi þannig að við getum fengið stóra hópsýkingu og jafnvel nýja bylgju áður en við er litið. Og af yngra fólki. Og við erum að sjá fréttir erlendis frá; alls staðar í Evrópu, á Norðurlöndunum, í Svíþjóð, Noregi, Danmörku… þetta er að ganga betur hjá þeim núna en allar þessar þjóðir hafa verið með miklu meira af innlögnum af yngra fólki núna heldur en með fyrri afbrigði. Þannig að við erum ennþá bara í þessu. Þetta er ekki búið fyrr en við erum búin að ná góðu hjarðónæmi og þá getum við farið að slaka verulega á.“ Um grímunotkunina sagði Þórólfur einnota grímur hætta að virka eftir nokkurn tíma. Þær gerðu ekki mikið gagn ef þær væru ekki notaðar rétt en það væri ef til vill ekki aðal málið núna. Fólk þyrfti að slaka á og leyfa tímanum að líða þar til hjarðónæmi næðist. Fólk virtist skiptast í hópa eftir því hvort það væri með eða á móti grímum. „Sumir vilja hafa grímurnar og aðrir ekki en ég held að fólk ætti bara aðeins að reyna að róa sig yfir þessu,“ sagði hann um gagnrýni á grímuskylduna. Sagði Þórólfur sérstaklega mikilvægt að passa sig þegar menn væru veikir eða með einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira