Hjarðónæmi ekki síst mikilvægt fyrir þá sem geta ekki þegið bólusetningu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2021 11:45 Þórólfur sagðist gera ráð fyrir að 60 til 70 prósenta markið næðist í júní. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisstarfsmaðurinn sem greindist fyrir norðan var ekki bólusettur þar sem hann er einn þeirra sem getur ekki þegið bólusetningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þetta eina ástæðu þess að mikilvægt sé að hámarka fjölda bólusettra. „Það er þess vegna sem það er svo mikilvægt að fá þetta samfélagslega ónæmi, vegna þess að það er fólk þarna sem er ekki hægt að bólusetja, má ekki bólusetja einhverra hluta vegna, og þá erum við sem erum bólusett í krinum þau; við verjum þau með því. Það er það sem þetta hjarðónæmi gengur út á,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Sagði hann miðað við að hjarðónæmi næðist við 60 til 70 prósent og að það myndi ekki nást fyrr en í júní í fyrsta lagi. Sóttvarnalæknir sagði kallaði það skrýtna pólitík ef Bandaríkjamenn hygðust ekki ætla að hleypa einstaklingum bólusettum með bóluefninu frá AstraZeneca. Þeir væru sjálfir búnir að framkvæma rannsóknir sem sýndu fram á virkni efnisins. „Já, það er ennþá þörf fyrir það,“ svaraði sóttvarnalæknir þegar hann var spurður hvort það væri enn nauðsynlegt að halda tveggja metra fjarlægð á sama tíma og grímuskylda væri í gildi. „Við erum með afbrigði í gangi sem hefur verið að leggjast þyngra á yngra fólk erlendis, þó það hafi ekki gert það hér. Við höfum bara náð að halda veirunni það mikið í skefjum að við höfum ekki fengið neina útbreiðslu. Og við erum ekki búin að ná þessu hjarðónæmi þannig að við getum fengið stóra hópsýkingu og jafnvel nýja bylgju áður en við er litið. Og af yngra fólki. Og við erum að sjá fréttir erlendis frá; alls staðar í Evrópu, á Norðurlöndunum, í Svíþjóð, Noregi, Danmörku… þetta er að ganga betur hjá þeim núna en allar þessar þjóðir hafa verið með miklu meira af innlögnum af yngra fólki núna heldur en með fyrri afbrigði. Þannig að við erum ennþá bara í þessu. Þetta er ekki búið fyrr en við erum búin að ná góðu hjarðónæmi og þá getum við farið að slaka verulega á.“ Um grímunotkunina sagði Þórólfur einnota grímur hætta að virka eftir nokkurn tíma. Þær gerðu ekki mikið gagn ef þær væru ekki notaðar rétt en það væri ef til vill ekki aðal málið núna. Fólk þyrfti að slaka á og leyfa tímanum að líða þar til hjarðónæmi næðist. Fólk virtist skiptast í hópa eftir því hvort það væri með eða á móti grímum. „Sumir vilja hafa grímurnar og aðrir ekki en ég held að fólk ætti bara aðeins að reyna að róa sig yfir þessu,“ sagði hann um gagnrýni á grímuskylduna. Sagði Þórólfur sérstaklega mikilvægt að passa sig þegar menn væru veikir eða með einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
„Það er þess vegna sem það er svo mikilvægt að fá þetta samfélagslega ónæmi, vegna þess að það er fólk þarna sem er ekki hægt að bólusetja, má ekki bólusetja einhverra hluta vegna, og þá erum við sem erum bólusett í krinum þau; við verjum þau með því. Það er það sem þetta hjarðónæmi gengur út á,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Sagði hann miðað við að hjarðónæmi næðist við 60 til 70 prósent og að það myndi ekki nást fyrr en í júní í fyrsta lagi. Sóttvarnalæknir sagði kallaði það skrýtna pólitík ef Bandaríkjamenn hygðust ekki ætla að hleypa einstaklingum bólusettum með bóluefninu frá AstraZeneca. Þeir væru sjálfir búnir að framkvæma rannsóknir sem sýndu fram á virkni efnisins. „Já, það er ennþá þörf fyrir það,“ svaraði sóttvarnalæknir þegar hann var spurður hvort það væri enn nauðsynlegt að halda tveggja metra fjarlægð á sama tíma og grímuskylda væri í gildi. „Við erum með afbrigði í gangi sem hefur verið að leggjast þyngra á yngra fólk erlendis, þó það hafi ekki gert það hér. Við höfum bara náð að halda veirunni það mikið í skefjum að við höfum ekki fengið neina útbreiðslu. Og við erum ekki búin að ná þessu hjarðónæmi þannig að við getum fengið stóra hópsýkingu og jafnvel nýja bylgju áður en við er litið. Og af yngra fólki. Og við erum að sjá fréttir erlendis frá; alls staðar í Evrópu, á Norðurlöndunum, í Svíþjóð, Noregi, Danmörku… þetta er að ganga betur hjá þeim núna en allar þessar þjóðir hafa verið með miklu meira af innlögnum af yngra fólki núna heldur en með fyrri afbrigði. Þannig að við erum ennþá bara í þessu. Þetta er ekki búið fyrr en við erum búin að ná góðu hjarðónæmi og þá getum við farið að slaka verulega á.“ Um grímunotkunina sagði Þórólfur einnota grímur hætta að virka eftir nokkurn tíma. Þær gerðu ekki mikið gagn ef þær væru ekki notaðar rétt en það væri ef til vill ekki aðal málið núna. Fólk þyrfti að slaka á og leyfa tímanum að líða þar til hjarðónæmi næðist. Fólk virtist skiptast í hópa eftir því hvort það væri með eða á móti grímum. „Sumir vilja hafa grímurnar og aðrir ekki en ég held að fólk ætti bara aðeins að reyna að róa sig yfir þessu,“ sagði hann um gagnrýni á grímuskylduna. Sagði Þórólfur sérstaklega mikilvægt að passa sig þegar menn væru veikir eða með einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira